Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
Hvers vegna
31.5.2010 | 21:07
erum við í stjórnmálasambandi við Ísrael ?
Hvað þyrfti það ríki að gera til að við myndum hafa þor til að slíka sambandinu við það ?
Í allan dag hef ég verið með óbragð í munni. Þeir hafa reyndar oft lagst lágt - eins og fosfór árásirnar á Caza. Blýþrættu svo eins og sprúttsalar - en brunasárin voru talandi vitnisburður um gerðir þeirra.
Auðvitað má segja sem svo að okkur komi þetta ekki við enda er þetta óralangt í burtu frá okkur.
Þegar við verðum dauð fyrir slíkum atburðum þá verðum við orðin fúin og feyskin að innan og eigum þá ekkert eftir annað en að molna niður.
Hrikalegir atburðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Borgarstjórn og bæjarstjórnir
26.5.2010 | 12:25
þurfa að virka líkt og gott hjónaband. Málamiðlanir og gagnkvæm virðing. Ólafur F. hefur áreiðanlega ekki verið sveiganlegur og telur sér það hér til tekna, líklega ætti það að fara á galla-listann hinum megin á síðunni hans.
Að kalla önnur framboð ljótum nöfnum hjálpar honum áreiðanlega ekki að sættast við "núllið" sem við blasir. Hann hefur aldrei átt sérlega gott með að lesa í hug kjósenda blessaður.
Sumir ganga aldrei í hjónaband.
Aðrir reyna og reyna en aldrei endist hjúskapurinn.
Þeir eru eins og Ólafur F. Blindir á veruleikann, viljandi eða óviljandi. Það er ekki gott að segja.
Ólafur: Könnunin ómarktæk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er ekki nóg
21.5.2010 | 19:53
að hér hafi öllu verið riðið á svig og allt keyrt í kaf.
Það þarf enn að pukrast og fela og vesenast.
Það er allt í lagi - auðvitað ekki. Ég hef ákveðið að kjósa (ykkurvarðarekkiumþað) og ekkert sem þetta fólk segir og gerir kemur mér á óvart.
Þegar ég pikka þetta inn þá hlusta ég að ræðu Vilmundar Gylfasonar - og sakna hans gríðarlega.
Ég býst við spennandi kosningum í Reykjavík, það verður fjör að fylgjast með þessu
Miðað við kannanir þá mun Besti rúlla þessu upp.
Ég missti alveg úr slag í gær þegar ég horfði á myndbandið með mótmælendunum, myndbandið sem sannar að þingverði var ekki hrint á ofn - myndbandið sem SÝNIR að ekki er sagt satt, hver tilgangurinn er ...nú get ég ekki svarað. Átta prósent örorka - trygging í vinnunni - nei hvað veit maður. Mér finnst viðkomandi þingvörður hafa gert alvarlega skyssu og rétt væri að hann bættist í raðir atvinnulausra. Það hlýtur að vera hægt að velja einhvern annan úr þeim bunka sem er sæmilega heiðarlegur. Maður veit þó ekki - lengi má menn reyna og svo hef ég grun um að sótthreinsa þurfi húsið. Það gengur lygabrandur þarna ljósum logum um allt.
Það segi ég satt. Löggan hefði átt að snúa hinsegin í búsáhaldabyltingunni !
Njótið hvítasunnuhelgarinnar - það ætla ég að gera, af lífi og sál :)
Skýrsla um Álftanes birt eftir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
lætur lítið yfir sér
20.5.2010 | 08:32
Tundurskeyti grandaði skipinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
ohh ég vona það svo sannarlega
20.5.2010 | 08:30
Gosvirkni hefur minnkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sem betur fer ?
17.5.2010 | 15:00
alveg finnst mér forkastanleg þessi hugsun að allt eigi að vera falt fyrir peninga. Auðlindirnar okkar eiga alls ekki og aldrei að vera seldar úr landi - sama hvaða álit fólk hefur á Íslandi þess fyrir utan.
Hvar er Sigríður í Brattholti nú ?
Hverjir skrifa undir samninga á sunnudögum ? Ég bara spyr !
Ég vil ekki hafa þetta !!!
(stafsetningarvilla leiðrétt)
Sem betur fer ráða þeir ekki för í þessu máli" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
ekki alltaf nægilegt
16.5.2010 | 12:57
að fylgjast með heima. Ég vandaði mig við að kaupa og samþykkja bara leiki sem hentuðu viðkomandi aldri. Það gerði nú takmarkað gagn. Sumir fóru bara til einhvers vinar sem átti þá þennan leik sem mamman ekki samþykkti.
Heimilistölvan var svo höfð á almannafæri líka. Og mamman alltaf að kíkja hvað væri verið að gera. Áreiðanlega leiðinlegasta mamman í heiminum ...
Tölvuleikir barna: Foreldrar lítið meðvitaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fyrir öllu er
15.5.2010 | 14:41
nú hægt að tryggja sig. Ég hefði kannski getað fengið tryggingu, krepputryggingu vegna minnkandi vinnu ? Ja.. kona spyr sig.
Ég hef svosem ekki mikla trú á að endurheimtur hjá þessum fyrrum hetjum Íslands verði miklar. En það næst mögulega eitthvað útúr þessari tryggingu.
Ég verð alltaf örlítið vonbetri um að hlutirnir lagist. Kannski ekki hjá mér persónulega en í þjóðfélaginu almennt. Ég er bæði einstaklingur og svo hluti af heild .
Riftun vegna 90 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ýmsar hugleiðingar
14.5.2010 | 15:17
Þessi hefur verið í fréttum undanfarið, hann hagar sér svipað og aðrir menn í svipaðri stöðu og hann er í. Samúð mín liggur hjá fórnarlambi hans og að hafa hann svo áfram á hælunum hefur verið hrein skelfing. Hér er fréttin
Það er afar erfitt fyrir bændur að koma ekki lambfé út og þrengslin verða alveg gríðarleg. Það minnst tvöfaldast í húsunum og lömbin eru uppátækjasöm og prakkarar, erfitt að henda reiður á þeim ræflunum. Nú skil ég þetta með búfjársjúkdómalínurnar en mér finnst að það ætti að reyna að koma þessu fé burt þaðan, á ómengaða afrétti. Það mætti skoða rollurnar áður til að vera viss um að ekkert ami að neinni þeirra. Þetta eru vondar aðstæður hjá bændum og hér er sú frétt
Ragna dómsmálaráðherra talar um að fjölga dómurum, það er nú eitt og sér ekki nægilegt. Það vantar ritara og senditíkur með pappírana. Það er nú ekki nema 3 mínútna gangur milli héraðs og hæsta og þá geri ég ráð fyrir brekkunni upp Hverfisgötuna. Við svona verður ekki unað og hér er frétt sem vakti upp þessar pælingar
Rúv er að spara og endurvinnur af krafti gamlar upptökur. Nú um stundir les Indriði G. Þorsteinsson söguna "norðan við stríð" . Það er nú nokkuð langt síðan sá ágæti rithöfundur safnaðist til feðra sinna. En ég er sátt við þetta. Í eigu útvarpsins eru margar slíkar perlur og það er um að gera að endurnýta þær.
Af okkur hér er allt ágætt að frétta. Lífið gengur sinn vanagang nema auðvitað fjármálin í veseni eins og hjá ansi mörgum öðrum í þessu landi. Venjulega hef ég verið nokkuð vongóð um að þetta reddist en núna er ég alls ekki svo viss. Og óvissan er vond.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Höfum í huga
12.5.2010 | 17:57
og verum dugleg að sýna samhug og reyna að hjálpa.
Litla vinkonan okkar allra...blessað barn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)