Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

a bit blue

og kannski er ástæða til. Kannski er engin ástæða til. Það fer líklega eftir því hvern maður spyr. Fólk hefur endalausar skoðanir á manni, innan og utan. Þrátt fyrir að maður reyni að skeyta ekki um það þá stundum bítur það mann í bakið. Undarlegasta fólk bregst.

Þetta var ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í dag heldur þetta.

Mig dreymdi draum í morgun. Ég var að ganga frá öllum mínum hlutum. Þetta voru s.s. mínir síðustu dagar. Þetta fór allt voðalega huggulega fram. Ég var að gramsa í allskonar dóti og velja hver ætti að fá hvað. Sigga átti t.d. að fá allt prjónadraslið. Ekki veit ég hvað hún ætti að geyma það, ekki beinlínis plássrík.

Svo vaknaði ég.

Ekki lasin, ekki dauð. Og ég varð sár. Ég var alveg til í að láta þessu lífi lokið og var ekki sátt við að vakna hraust, lífleg.

Það var spes.

Það er að vísu ekkert nýtt að ég hafi takmarkaðan áhuga á þessu lífi. Ég er margbúin að leita eftir hnappi sem stendur á restart en finn hann ekki. Það þarf að þrauka hér og vona að það komi eitthvað betra á eftir þessu.

Ég ætlaði líka að fjalla um fyrirgefninguna eins og ég sé hana. Fólk sem æðir áfram í hroka og telur sig eiga heiminn og ráða öllu sem þar gerist eru ekki þess verð að þeim sé fyrirgefið. Þau tala um fyrirgefninguna en meina ekki neitt í raun með því. Samt er aldrei hægt að fyrirgefa fólki fyrr en fólk biður um fyrirgefningu. Sumt er ófyrirgefanlegt. Þannig er það bara.

Lífið er fullt af hindrunum. Sumar vefjast ekki fyrir manni en aðrar þvælast fyrir manni alla æfina. Maður reynir að leysa vandann en hann kemur alltaf aftur upp.

Það er þreytandi.

Ég held að ég ætti að hafa lokað fyrir athugasemdir- þetta er ekki umræðupistill.

Bara taut

og raus.

 


Úff

Mér varð næstum illt að lesa upphaf fréttarinnar, mest hrædd um að enn ætti að rukka okkur ræflana hér á Íslandi.

Ég er óttalega flughrædd, ég hefði líklega ekki þorað upp í flugvél við þessar aðstæður.

Á ég eitthvað að vera að segja ykkur að ég hef aldrei farið til útlanda ? nei nei ég sleppi því bara !


mbl.is Vill bætur fyrir flugbannið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá það !

Ég var ein þeirra sem hélt því fram að Þorsteinn Davíðsson ætti ekki að gjalda föður síns við embættisveitinguna. Ég hafði rangt fyrir mér. Þetta var ekki rétt gert segir héraðsdómur Reykjavíkur.

Og þar höfum við það og ég ét skoðun mína ofan í mig aftur.


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er það

ekki rétt hjá mér að nú hafa allir bankar fallið með þessu.

Eða sleppur sparisjóður strandamanna enn ?

Endilega ef einhver veit þetta með vissu


mbl.is Ríkið yfirtekur Byr og Spkef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofstækið í allar áttir

og það hræðir mig.

Ég sá slitrur úr mynd sem sýnd var á stöð 2 fyrir fréttir í gær, í opinni dagskrá. Maður fer nú ekki að játa á sig áskrift þar opinberlega..tíhíhí

Ég á mína trú, trúi að ég hitti Himma aftur- einhvernveginn. Minn Guð er samt ekki svona óumburðarlyndur eins og þessi Guð þessarar fjölskyldu (most hated family in america- Westboro babtist church) Þeirra Guð er bara hreinlega vondur- illur.

Minn Guð er nú ekki að æsa sig yfir öllum sköpuðum hlutum, hommum fóstureyðingum og hvað það nú allt er sem fer í taugarnar á Guði þeirra sértrúarsafnaðarmanna.

Boðorðin eru hins vegar viðmiðunarlínurnar. En þau þurfa svosem ekki að fylgja trú. Þau og svipaðar reglur ættu einfaldlega að vera mannleg viðmið. Reglur um hegðun og framkomu við aðra. Ekki til að setja sig á háan hest eins og sumir í sértrúarsöfnuðum gera, þykjast voða góðir en það er bara á meðan þú ert sammála þeim í ofsanum- svo ertu bara ónýtt apparat ef þú vilt ekki ganga um afhausandi fólk sem er þó alltaf að reyna að leysa úr sínum aðstæðum.

Vonandi er þetta ekki of ruglingslegt og best að taka þetta að lokum saman í eina línu.

Ég er skíthrædd við ofsatrú !


mbl.is Öskuskýið var heilög refsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já takk

ég er alveg til í að láta þessum eldgosum lokið, orðið meir en nóg.

Það er þegar orðið stórtjón á mörgum jörðum fyrir austan.

Vonandi hættir þetta og verður hægt að hefja uppbyggingu þarna á svæðinu.

Þið vitið að það er sagt að skoðanir séu eins og rassgöt, allir séu með þannig.

Í kvöld komst ég að því að ég má helst ekki hafa mína skoðun, ætli ég sé þá ekki með......? Jiminn farin í næsta spegil. Vill til að ég er orðin liðug eftir allt bröltið í ræktinni.


mbl.is Syðri gígurinn er óvirkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

you ain´t seen nothing yet !

var einmitt ekki það sem við vildum heyra, aftur.

Mörg fyrirtæki lifa á ferðaþjónustunni og hafa hangið á horriminni í vetur í þeirri von að ferðamenn kæmu í sumar. Sérstaklega vegna þess að gjaldmiðillinn er hagstæður fyrir túristana nú um stundir.

En nei þá er tekið viðtal við forsetann!

Ég held ég hendi inn handklæðinu bara !!

Ég nenni ekki að fréttatengja en þið getið séð fréttina á www.visir.is og viðtal við Ernu hjá Ferðamálaráði eða hvað það nú heitir. Fréttin er með mynd af forseta Íslands...

Psst..hvenær á að kjósa næst í það embætti ?


Ég hef brugðist eins og aðrir

það eru fáir í þessu þjóðfélagi græðginnar sem héldu haus.

Í mörg ár kaus ég sjálfstæðisflokkinn, taldi mig vera að kjósa stöðugleika.

Ég naut þess að auðvelt var að fá bankalán.

Við erum nú í gömlu einbýlishúsi og eigum tvo bíla sem eru notaðir í vinnuna, bílarnir verða báðir tíu ára í desember.

Í einhverju varúðarkasti borgaði ég næstum alveg niður annan -nokkrum dögum áður en Himmi dó.

Það með átti ég ekki varasjóð til að borga útförina og tók yfirdrátt. Við erum enn með hann.

Í fyrsta skipti núna erum við að draga milli mánaða verulegar upphæðir skulda.

Mér sem þjóðfélagsþegni, bar að fylgjast betur með mínu umhverfi. Ég mátti vita að allt væri komið á yfirspan. Ég átti ekki endilega að treysta öðrum til að fylgjast með.

Ég svaf ekki alveg á verðinum, ég hef verið minnt á það að ég hélt því fram í vinnunni að þetta fólk ætti ekkert þessa peninga- þetta væru allt pappírsturnar. Þá var skellihlegið að mér.

Ég vil hinsvegar leggja fram mig í uppbygginguna. Ég er að hugsa um hvað sé best að gera og hef byrjað á að aftengja mig frá hrunfólkinu, hrunfólkið er þeir sem aldrei tala um annað né hugsa um annað. Ég mun forðast að lesa slík blogg.

Ég mun hinsvegar njóta þess að hlusta á uppbyggilegar -glaðar raddir sem vilja skapa leið áfram.

Mig langar að búa hér áfram en geti ég það ekki þá verður að hafa það. Að tapa peningum er ekki endalok alls. Það þarf að breyta hér ýmsu - ég hefði viljað að húsnæðislánin hefðu farið með í þrot bankanna.

Í mínu uppeldi þótti ekki fínt að vera fallít - þessu viðhorfi berst ég við að breyta og vil minna mig á að missi fólk ofan af sér þá er ekki endilega við það að sakast. Kerfishrun og forsendubrestur er ekki neinum að kenna, beinlínis. Ekki frekar en eldgosið sem virðist ætla að gera útaf við vinnuna mína.

Nú verður leiðin að liggja upp á við. Hrunbloggarar ættu að sjá sóma sinn í að telja kjark í sína þjóð, við höfum öll overdósað á svartsýni undanfarið .

Hetjurnar mínar eru bændur og íbúar fyrir austan. Hugur minn er hjá þeim.

Einn bóndinn tók sig til og fór að plægja, hann er ekki af baki dottinn og sýnir þarna að sama í hvaða aðstæðum maður er. Það er þó óþarfi að gefast upp.

Ég var óskaplega hreykin af þessum samlanda mínum áðan.

Nú er ég farin

 


Sé dansað á línunni

Hef nú setið með tölvuna mína í fanginu í rúman hálftíma og skoðað hinar og þessar frétta og bloggsafnsíður.

Bæði í gærkvöldi og í kvöld var ég að vinna þannig að ég fylgdist takmarkað með en reyni svona að drekka þetta í mig með hraði áður en ég fer að sofa.

Ég var að spá í áðan, ætli bloggarar þurfi almennt fræðslu um meiðyrðalöggjöf ? Sumir dansa alveg á línunni og eru jafnvel farnir yfir strikið í fúkyrðaflaumi.

Heldur fólk að það megi bara segja hvað sem er ? og hvernig sem er ?

Ja hérna...

Farin í draumaland, þar eru blóm og ský og sveppir ! eða eitthvað..


Veit ekki alveg

í hvora áttina ég á að fara í dag.

Í dag er ár síðan Alda mín, dindind, dó.

Í dag er líka afmælisdagur Steinars.

En ég verð að muna að ég hvíslaði í eyra hennar, hún rænulaus, að ef hún þyrfti þá mætti hún nota afmælisdaginn hans Steinars.

Alda var yndisleg. Mikið sakna ég hennar.

Ég er að hlusta á upplestur leikaranna í Borgarleikhúsinu. Þetta er snjallt hjá þeim.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband