Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Meðan ég var á brettinu
12.4.2010 | 13:30
þá horfði ég og hlustaði á þessa menn tala og fréttamenn spyrja. Enn hef ég svosem ekki rekist á neitt sem kom mér á óvart en hló mig alveg máttlausa áðan þegar "fréttamaður" útvarps Sögu spurði ábúðarmikill Kristínu Ástgeirsdóttur um meinta vanhæfni hennar og vinskap við ISG og fleira í þeim dúr. K.Á. var fljót að svara honum og benti honum kurteislega á að hann væri að rugla henni saman við nöfnu hennar Árnadóttur. Mér fannst ég heyra niðurbælt fliss í salnum.
Ég eignaðist rosa marga vini áðan enda átti ég lifrarpylsukepp, bæði Keli og kisurnar vildu ólmar fá bita. Svo var Keli að horfa hérna út stofumegin, ég sé að hann fer að ókyrrast mikið og urrrar. Þá er strákur þar að tala við Rómeó. Keli ætlaði alveg yfirum, einhver að taka hans kisustrák, það gekk ekki.
Og nú er smáfugl að gera grín að Rebba kisu, hann hoppar skríkjandi grein af grein og kisi litli kann ekkert á þetta.
En nú er það sturta og skella sér svo út að vinna. Vonandi verður heilsan til friðs núna, náði mér í magapest á laugardaginn og leið ekkert vel í gær
Fyrsta eintakið afhent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjasti bloggvinur
11.4.2010 | 22:51
minn má bara ekki segja orð þá er hann forsíðufrétt mbl hahaha. Nýbúin að bæta honum við enda maðurinn hafsjór af fróðleik um eldfjöll..!
Kristján bróðir segir það sem ég vildi segja um skýrsluna www.keh.blog.is
Farin að sofa....
gúdd næt.
(þetta var blogg í feisbúkk stíl)
Eldgosinu að ljúka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
í fortíð, framtíð og nútíð
11.4.2010 | 14:41
hafa sporin legið í dag.
Fólk segir að maður eigi ekki að skeyta um fortíðina, hún sé liðin. Það er nokkuð til í því en hafi fólk áhuga á að læra og þroskast þá verður það að skoða fortíð sína öðru hvoru. Framtíðin er óskrifað blað og maður getur ekki ráðið hverjum staf sem þar skráist. En sumu ræður maður þó.
Stundum spái ég í hvort kom á undan, hænan eða eggið. Samhengið er þetta ; ég hef félagsfærni á við fisk -gullfisk í kúlu- og geri mér alveg grein fyrir því. Hef þ.a.l. afar takmarkaðan áhuga á fólki í sjálfu sér, það er betra í fjarlægð. Svona hef ég alltaf verið og hef stundum tekið smá aríur í að laga þetta en alltaf endað með að sárna við einhvern og bara farið á öryggissvæðið aftur og kann best við mig þar. Búin að læra að ég þarf engan nema mitt fólk og það er nóg. En hvort kom á undan, þessi félagslega fötlun eða eineltið í skólanum ? Ég hef gert upp marga kafla í lífinu, fyrirgefið eða verið fyrirgefið eftir hentugleikum en skólann hef ég aldrei gert upp.
Áðan var ég að hugsa um þetta og komst þá að því að ég man ekki hvað bekkjarfélagar mínir heita, ég myndi ekki þekkja þau. Er þá ekki tilgangslaust að vera sár út í skólann ? Kona sem ég kannaðist við bjó við hliðina á skólanum, ég fór tvisvar eða þrisvar til hennar. Fyrsta skiptið þorði ég ekki að horfa að skólanum, kíkti á hann í næsta skipti en stóð svo lengi og horfði á hann í þriðja sinnið. Þá var einhver farinn að stara á móti þannig að ég forðaði mér bara haha.
Um þetta leyti hef ég búið hér í sæta hverfinu mínu í 3 ár. Ég kann ofsalega vel við mig hér.
Fólk er að tala um þessa skýrslu sem á að koma á morgun. Ég hef ekki trú á að í henni verði neitt sem ekki hefur komið fram áður. Ég mun varla nenna að spá í hana. Ég er orðin leið á sporgöngumönnum kreppunnar. Ég vil áfram, ég á erindi við framtíðina, ekki kreppuna.
Ég held að ég hafi ekki ætlað að segja meira hér.
Ég er önnum kafin við að hreingera herbergið okkar Steinars - vorhreingerning.
Þið sem eruð vinir á Facebook, ég ætla að setja inn myndir þar af ástandi mála hér í morgun. Facebook síðan mín á að vera opin öllum þannig að þið hin getið leitað að mér þar :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
til hamingju
10.4.2010 | 20:29
Einn með 28 milljónir í lottóinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Danssporin stigin
9.4.2010 | 22:36
í þessum endalausa Hrunadansi.
Ég er orðin svo dauðleið á þessu. Hljómsveitin löngu orðin fölsk og leiðinleg. Klappliðið situr draugfullt við barinn og klappar þaðan, fyrir hverju öðru.
Þetta er búið að pirra mig lengi en svo kemur formaður Sjallanna á vettvang og leggur alveg línurnar við lestur skýrslu sem hann hefur ekki séð en greinilega óttast innihald hennar. Það er auðvitað hans réttur. Ég óttast ekki þessa skýrslu. Viss um að ekkert gerist nema einhverjir bloggarar fara á hliðina...og margir þeirra eru oftast á hliðinni eða hvolfi hvort eð er.
Ég vil fara að fá lausnir og hugmyndir, framkvæmdir, jákvæðni og gleði. Við getum ekki setið föst í kreppu - það gengur ekki upp.
Ekkert helvítis væl.
°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°
Ég er ekki mjög dramatísk, áreiðanlega leiðinlega föst á jörðinni bara.
Eins og ég hef oft sagt þá leiðist mér fólk. Það þurfa að vera alveg sérstakir karakterar til að ég nenni þeim. Undantekning á þessu er fólkið mitt. Það sleppur við að mér leiðist það. Það fólk sér mér líka alveg fyrir öllum þeim félagsskap sem ég þarf. Ég á hinsvegar eina svakalega góða vinkonu. Hún er heldur ekki dramatísk, frekar en ég. Við ætlum að hittast bráðum stelpurnar ....
Ein kunningjakona mín til margra ára fór alltaf í saumaklúbb. Hvernig nennirðu þessu stundi ég alveg skilningsvana. Þetta er svo gaman sagði hún, gott að borða og svona. Svo leið og beið. Svo tók ég eftir að hún var farin að vera heima þessi áður saumaklúbbskvöld. Ég spurði hana varlega. Já sko dæsti hún. Málið var að eitt kvöldið var Jóna ekki viðstödd og öllu kvöldinu var eytt í að tala illa um hana. Ég sá að svona myndu þær tala um mig ef ég mætti ekki einn daginn og ég ákvað að hætta.
Ég held að maður geti "overdósað" á samskiptum við fólk.
Ég nýt þess hinsvegar að vera heima, slaka á og hafa það gott.
Og hérna set ég punktinn...
Já..það á að kjósa í vor. Ég get ekki séð að neitt sé handa mér að kjósa hér í minni sveit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Það er að koma vor ?
8.4.2010 | 10:35
vonandi !
En héðan er nákvæmlega ekkert í fréttum, það hefur bara ekkert gerst markvert í mínu lífi !.
Kisur fara inn og út
Kelmundur er sama gæðablóðið
Eina að mig langar aftur inn í Fljótshlíð að sjá gosið ...
Ha jú..uppdeit á eldri færslu.
Ekkert nema almennilegheitin í búðinni sem seldi okkur sturtuklefann þannig að málið virðist ætla að leysast með góðu bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Allt kemur nú í bakið á manni
4.4.2010 | 23:51
og ég bara fattaði það ekki fyrr en ég skrapp inn á síðuna hennar Hrannar. Hún fór á margra tomma farartæki upp að gosstöðinni...og ég sat í nokkra stund og hugleiddi afhverju ég þekkti engan sem á svoleiðis bíl, engan sem er búinn að bjóða mér upp að eldstöðinni. Og þá rann það upp fyrir mér. Í mörg mörg ár hef ég gert grín að eigendum slíkra farartækja, flissað af mögulegri neðanbeltisfátækt og bara verið með skítahúmor í málinu öllu.
Og nú kom það í bakið á mér.
Ekki nokkur maður með snefil af sjálfsvirðingu dettur í hug að bjóða mér upp í slíkt farartæki eða láta sig sjást með mér yfirleitt.
Haha æj mig auma.
Yfirbót er samt ekki á dagskrá að sinni. Ég labb´etta bara frekar !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hérna koma myndir
3.4.2010 | 18:54
af sótröftum tveim
Hérna er mynd af Rómeó, held að hinn hafi sloppið ómyndaður ...set inn eina aðra en set svo inn á facebook....það er betra
hér er mjög óvirðulega farið með Rómeó !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Pistill í smíðum
3.4.2010 | 17:17
en eins og er þá er undrun mín of mikil. Það má eiginlega segja að lengi megi manninn reyna þó að um konu sé að ræða í þessu tilviki. Þetta er nú ekkert lífshættulegt ástand eða svoleiðis, aðallega pirrandi og þá í einhvern tíma en svo gleymi ég þessu áreiðanlega eins og öllu öðru. Minnið alveg að standa sig sko.
En svona var þetta.
Á Facebook setur ein inn status um að hún vilji ekki ljóta bloggvini. Grín já ég veit en hafði ekki húmor fyrir því og ég tek mig út sem vin hjá henni. Dásamlegur karakter þessi kona og vantar ekkert upp á það. Það má vel vera að ég hafi verið of húmorslaus þennan daginn. Svo spái ég ekkert í þessu enda nóg að gera. Það eru örugglega 2 vikur síðan þetta var.
Í dag fæ ég svo bréf frá annari konu sem er vinkona hinnar (og ég hélt í barnaskap að væri vinkona mín) og hún spyr um þetta. Ég svara henni að ég hafi slitið facebook vinskap við A. Svo fer ég út að gera eitthvað og kem heim aftur og kíki inn á Facebook. Þá er seinni konan búin að fleygja mér út. Ekkert spurt um skýringar eða neitt...bara hviss...spark í rassgatið á mér og málið dautt.
Þetta er spes....
en jæja...best að spá ekki meir í þetta.
Farin í sturtu, sveitt eftir ræktina og nú fékk ég mér flottar buxur og notaði gjafabréf frá Intersport.
En ég ætla að bæta aðeins við þessa færslu á eftir. Ég eignaðist óvænt kolsvarta og drulluga ketti haha...málið er að nágranninn er að taka niður gamlan arin og hafði sett sótsvart rör út á pall. Það er svo auðvitað á leiðinni í Sorpu. En mínir kisar ákváðu að skoða þetta nánar og komu sótsvartir í nákvæmri merkingu inn. Þeir voru þvegnir .....
set myndir á eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)