Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
Eftirsjá
30.4.2010 | 23:47
að þessum elskum.
Ég horfi mikið á Rúv, áður á Skjá einn en ekki eftir að hann varð áskriftarstöð.
Ég bara get ekki réttlætt fyrir sjálfri mér að borga fleirihundruðogfimmtíukall í sjónvarp !
Rúv verð ég hvort eð er að borga..
Þakka þjóðinni samfylgdina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
bilað dótarí
30.4.2010 | 20:19
En hérna er fréttin sem ég ætlaði að tengja við.
Mér fannst mest gaman að sjá viðbrögð sona minna sem eru lítið pólitískir- þeir voru alsælir með þetta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Snæfell
29.4.2010 | 21:00
til hamingju með íslandsmeistaratitilinn.
Því miður sá ég ekki þennan leik enda ekki með áskrift af íþróttarásinni sem sýndi leikinn.
Sá leikinn á undan.
Titillinn í Stykkishólm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
bæði tengi og lími
29.4.2010 | 15:32
Vonandi verður þetta ekki ruglingslegt hjá mér, ég ætla að setja mín innlegg á milli sem rauð. Sjáum hvernig til tekst !
Samþykkt var á Prestastefnu í dag, með 56 atkvæðum gegn 53, að vísa tveimur tillögum sem lágu fyrir fundinum um lagafrumvarp um breytingar á hjúskaparlögum, til biskups og kenningarnefndar kirkjunnar.
Fyrir Prestastefnu, sem nú fer fram í Vídalínskirkju í Garðabæ, lá tillaga frá 91 presti og guðfræðingi um að lýsa stuðningi við lagafrumvarp dómsmálaráðherra um að ein hjúskaparlög gildi og þannig verði afnuminn sá munur, sem felst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestingar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar.
Hér hnaut ég fyrst um í textanum, tillaga frá 91 presti og guðfræðingi. Hversu margir eru þá á móti ? Hversu margir eru prestar ?
Sagði í tillögunni að íslenska þjóðkirkjan væri í stakk búin til að stíga þetta skref með ríkisvaldinu í ljósi ítarlegrar gruðfræðilegrar umfjöllunar síðustu ára á kirkjulegum vettvangi um kirkju, kynhneigð og hjónaband.
Geir Waage, sókarprestur í Reykholti, lagði á móti fram tillögu á Prestastefnu um að beina því til Alþingis að létta af prestum Þjóðkirkjunnar umboði til þess að vera vígslumenn í skilningi hjúskaparlaga. Sagði Geir við mbl.is, að það myndi þýða, að prestar færu ekki lengur með hið lögformlega vígsluhlutverk. Fólk þyrfti þá formlega að gifta sig, t.d. hjá fógeta, en gæti eftir sem áður notið blessunar í kirkju óskaði það þess.
Þessi tillaga hljómar afar illa í mínum eyrum. Myndi fólk gera þetta - fara til fógetans og svo í kirkjuna ? Ég held ekki
Umræða um tillögurnar hófust á Prestastefnu í morgun og voru skoðanir skiptar. Þriðja tillagan kom þá fram frá sr. Gunnlaugi Garðarsyni um að vísa hinum tveimur tillögunum til biskups og kenninganefndar kirkjunnar sem muni síðan skila áliti um málið.
Í kenningarnefnd sitja biskupar og fulltrúar presta og guðfræðideildar Háskóla Íslands. Nefndin hefur áður fjallað um staðfesta samvist og afstöðu kirkjunnar gagnvart henni.
Hver var niðurstaða nefndarinnar áður ? Eru álit þessi birt einhversstaðar opinberlega ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
I don´t cook !
29.4.2010 | 15:15
ég er alveg að spá í að nota þessa setningu bráðum hér heima. En við nánari umhugsun komst ég að því að hún er að hluta til rétt. Ég vinn vaktir og elda hreint ekki öll kvöld, það er af sem áður var þegar krakkarnir voru litlir, alltaf eldaður kvöldmatur.
Núna eru tveir "rosknir" herramenn hér heima, alveg tuttuguogtveggja ára - mamman vorkennir þeim ekki mikið að bjarga sér um mat .....jú smá...grey kallarnir....
Geyma föt í bakaraofninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
en afhverju ekki fyrir löngu ?
27.4.2010 | 22:05
Mér finnst þetta bara svo sjálfsagt mál.
"hin gömlu og helgu gildi .. " segir biskup og játar þar með að hafa ekki stutt ein hjúskaparlög.
Það finnst mér miður en ég geri mér þó ágætlega grein fyrir að það er engin ein skoðun á ferðinni hjá þjóðkirkjunni og að ég fari nú ekki að tala fyrir munn allra þeirra sértrúarsafnaða sem til eru hér á landi.
Ég styð 100 % hjónaband fólks, sama hvort þar eru "gamaldags" hjón, tveir karlar eða tvær konur.
Biskup býst við einum hjúskaparlögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
loksins
27.4.2010 | 19:10
kom eitthvað könnunardæmi sem ég lít vel út í !
Líklega er ég með innan- og utanvert nikkelofnæmi og þarf að hafa verkjatöflur sem staðalbúnað með súkkulaðiátinu. Mér finnst braka í höfuðskeljunum og fæ slæman höfuðverk ...
Tengsl á milli neyslu súkkulaðis og þunglyndis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
ég er nú ekki fljótust að hugsa
26.4.2010 | 16:01
en að mér læðist illur grunur. Ég held að við, almúginn, eigum að borga þetta svínarí allt.
Ég fann nefnilega nánast innheimtumann ríkissjóðs í forstofunni hjá mér áðan, að vísu í bréflíki. Honum var snarlega skúbbað upp og ég fór með hann til endurskoðandans. Endurskoðandinn brosti bara, bréf eru til þess að svara þeim glotti hann og taktu gleði þína á ný Ragnheiður ...
En svo fór ég að spá...
framtalið mitt er nánast eins og í fyrra, árið þar á undan og árið þar á undan....
Hvað vill þessi innheimtumaður ?
Steingrímur, viltu gjöra svo vel og fara vel með atkvæðið þitt !
Nauðungaruppboðum ekki frestað frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Í litlu samfélagi
25.4.2010 | 21:14
kúrir sorgin nú.
Aðstandendum votta ég samúð, þessi spor eru svo gríðarlega þung.
Guð geymi þær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig er kínverska spakmælið?
25.4.2010 | 20:19
með að þú getir ekki sett þig í spor annars nema hafa gengið í sporunum hans ?
Munið þið þetta nákvæmlega ?
ég hef verið að hugleiða einmitt þetta í dag. Maður hefur allskyns fólk í kringum sig - alla æfina. Ég tók góðar skorpur í sálfræðingum og AlAnon og svona dóti öðruhvoru. Það sem einn sálfræðingurinn sagði við mig í einum tímanum hefur alltaf verið í huganum. Hann sagði að þrátt fyrir að fólk segi að blóð sé þykkara en vatn þá á maður einfaldlega ekki að umgangast fólk sem lætur manni líða illa. Ég man ekki hvaða sálfræðingur þetta var, ég byrjaði að fara í skóla, unglingadeild. Þá var ég svo lánsöm að hafa Þráinn skólastjóra í Laugalæk og hann var mér afar góður og sendi mig m.a. til sála. Ég man ekki enn hversu létt sporin voru upp úr kjallara skólans eftir fyrsta tímann. Frábært.
Síðan hafa þeir verið fleiri og ýmislegt annað sem ég hef verið að notast við til að reyna að koma böndum á drauga fortíðar. Stígamót voru t.d. alveg ágæt og þar skrifuðum við bréf til kvalara okkar og áttum að lesa fyrir þá eða senda þeim. Minn var þá þegar í gröfinni þannig að ég las það þar.
Oft hafa þetta verið örfá skref áfram en enn fleiri afturábak. Núna er eitt afturábak tímabil í gangi. Í þessu tilviki snýst þetta um ; heggur sá er hlífa skyldi. Það er ekki varið í það en aldrei læri ég að treysta ekki á þetta fólk.
Verði mér að góðu
En það er fullt af góðum félagasamtökum þarna úti. Við skulum vera dugleg að nota okkur það - þau okkar sem þurfum þess með. Fyrir okkur sjálf.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)