en afhverju ekki fyrir löngu ?

Mér finnst þetta bara svo sjálfsagt mál.

"hin gömlu og helgu gildi .. " segir biskup og játar þar með að hafa ekki stutt ein hjúskaparlög.

Það finnst mér miður en ég geri mér þó ágætlega grein fyrir að það er engin ein skoðun á ferðinni hjá þjóðkirkjunni og að ég fari nú ekki að tala fyrir munn allra þeirra sértrúarsafnaða sem til eru hér á landi.

Ég styð 100 % hjónaband fólks, sama hvort þar eru "gamaldags" hjón, tveir karlar eða tvær konur.


mbl.is Biskup býst við einum hjúskaparlögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðkirkjan er Kristinn kirkja og fylgir því orðum Biblíunnar.  Ef þú lest Biblíuna þá kemur þetta skýrt fram þar.  Kristið fólk trúir því að Biblían geymi orð Drottins.  Þú getur t.d. lesið um það hvernig Jesús Kristur skilgreinir Hjónabandið.  Spurningin er hvort við viljum standa með honum.  Viltu standa með honum Ragnheiður, eða viltu standa með heiminum og viðmiðum heimsins?

Valur (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:12

2 identicon

Gæti ekki verið meira sammála þér . Annað eru bara fordómar. Það er komið nóg af þeirri viltleysu að þurfa að setja fólk í einhverja flokka, hvort sem umræðir hjónabönd, stjórnmál, vondi maðurinn, góði maðurinn osfv. Við erum öll fólk hvaðan sem við komum.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:26

3 identicon

Jaeja Valur

Biblian segir einnig ad drykfeld born okkar aettu ad vera dreginn upp ad borgarhlidunum og oldungunum leyft gryta thau til bana.

Personulega er eg oft bara agaetlega sattur vidvimid heimsins. Thad veitir mer lika mikla hugar ro  ad vita thad ad folk eins og thu verdid fljotlega einungis hluti af fortidinni.

Daniel Sveinsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 23:27

4 Smámynd: Tómas Waagfjörð

Biblían er endurskrifuð reglulega til að koma á móts við breytta tíma, eflaus voða lítið í þessarri skáldsögu sem var upphaflega í henni.

Á sautjándu öld fanns páfa einum ekki nægur guðsótti í fólki og lét þá taka út allt sem minntist á endurfæðingu og lét bæta við hugtakinu helvíti.

Flott trú ekki satt.

Tómas Waagfjörð, 27.4.2010 kl. 23:30

5 identicon

Auðvelt væi að sjá raunverulega trú íslendinga með aðskilnaði ríkis og kirkju...

Óskar G (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 00:34

6 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Valur, biblían er skáldsaga. Það er hjákátlegt að vitna í hana. Ég get allt eins farið og lesið eitthvað eftir Sven Hassel og búið til trú úr því.

Trú á ekki að vera neitt raunverulegt heldur bara trú er oft sagt en kirkjunarfólk er ekki sammála að því að virðist. Það veit að guð, jesús og allur pakkinn voru hérna því jú það hefur nú verið í beinum tengslum við guð. 

Ég sé ekkert að því að fólk iðki sína trú en gerið það á eigin vetvangi og hættið að breiða út boðskap á riti sem er skáldsaga því það fer rosalega í taugarnar á mér sem og milljónum öðrum að fólk sé að predika um guð. 

Trú hefur hjálpað mörgum í gegnum erfiða tíma og því finnst mér í lagi að fólk iðki hana hvort sem það er guð, allah, Ra o.sfrv en það á að hafa aðskilnað á ríki og kirkju því Ísland er lýðræði og það á að vera val fólks hvort það vilji halda uppi kirkju eður ei. 

Aðskilnað á ríki og kirkju og sjáum hversu trúuð þjóðin er í raun.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.4.2010 kl. 07:00

7 identicon

Merkilegt hvað ríkið er að vaða inn í okkar trú. Við sem trúum og teljum okkur kristin fylgjum og trúum orðum biblíunnar. Biblían er okkar helga rit og þar er sá sannleikur og viðmið sem við förum eftir. Afhverju er ríkið að ganga inn á okkar trúarbrögð með lagasetningu? Trúin er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn eiga að fara að skipta sér að.

 Ég hef nákvæmlega enga fordóma gagnvart samkynhneigðum en ég treysti þeim mönnum sem lesa þessi heilögu rit okkar og leggja í þau skilning. Þeirra skilningur er sá sami og margra annara (þó ekki allra.). Þau segja að hjónaband sé milli karls og konu. Ég ítreka að trúarbrögð eru ekki sköpuð af ríkinu, og þar af leiðandi eiga þau ekki að skipta sér af þeim, nema auðvitað að þau brjóti lög / hvetji til lögbrota.

Afhverju er svona mikið mál að setja á laggirnar giftingarþjónustu fyrir samkynhneigða sem á sér stað utan kirkjunnar? Ég skil ekki afhverju það er svona mikið mál, að þurfa að heimta að gifta sig í kirkju guðs. Ég átta mig á því að samkynhneigðir trúa einnig. Það er bara því miður að hjónaband sem slíkt er ekki skilgreint fyrir samkynhneigð pör í trúarlegum skilningi. Það er ekki allt sanngjarnt sem trúin segir, en sem trúaðir einstaklingar verðum við því að fylgja.

 Mér finnst að trúleysingjar og þeir sem hafi önnur trúarbrögð ættu ekki að hafa neitt með starfsemi og lífsstíl þeirra sem trúa að gera (nema auðvitað að það séu lögbrot í gangi). Ekki skiptir kirkjan sér af trúleysingjum nema þá með trúboði.

En ekki virðast öll trúarbrögð jafn heilög lengur..  Kirkjan og hennar starfsemi á að vera aðskilin ríki. Kirkjan á ekki að vera ríkisrekin, heldur rekin af okkur sem trúum og starfsemi hennar á þá sömuleiðis að vera aðskilin. 

Jón Viðar (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 08:46

8 identicon

Daníel, Tómas og Júlíus,

Reiði ykkar í garð Biblíunnar er skiljanleg þar sem þið viljið hafa hlutina eins og ykkur dettur í hug að hafa þá.  Við lestur heilagrar ritningar kemur í ljós hvernig mann maður hefur að geyma og er það oft sársaukafull lífsreynsla og því skil ég ykkar sjónarmið að vissu leiti.  Hins vegar gengur þetta allt útá afstöðu og hvaða afstöðu maður tekur.  Þið hafið tekið afstöðu og ég virði hana.

Hins vegar tengist þetta í rauninni ekkert skilgreiningu hjónabandsins miðað við Kristin gildi.  Kirkjan er skilgreind sem hús Drottins og Biblían sem orð hans, það hlýtur því að þurfa að vera samræmi í því hvað fer fram innan veggja Kirkjunnar og hvað heilög ritning segir.

Kristin trú er trúarbragð og þjóðkirkjan er Kristilegur söfnuður.  Hjónaband sem er staðfest í Kirkju er staðfest frammi fyrir þeim Guði sem Kristið fólk trúir á, ef það hjónaband brýtur svo í bága við orðið, hvers virði er þá viðkomandi hjónaband?

Ég skil að samkynhneigðir vilji búa við sama borð og aðrir en að mínu mati þarf ekki að tengja hjónabönd þeirra trú.  Það er ástæða fyrir því að þetta er sett svona fram í heilagri ritningu og sá sem það skrifar er innblásin af æðri mætti sem hefur ekki skipt um skoðun þó svo margt hafi breyst í okkar jarðneska lífi.

Valur (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 09:13

9 Smámynd: Kidda

100% sammála þér Ragga mín,

Knús og klús  

Kidda, 28.4.2010 kl. 09:51

10 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Valur þú ert sem sagt að segja að samkynhneigt fólk trúi ekki með þessum orðum er það ekki? Ég meina allt sem þetta fólk gerir brýtur í bága við þetta rit samkvæmt þér og þú gerir lítið úr því að samkynhneigt fólk vilji giftast.

Ég les líka mikinn hroka af þinni hálfu í fyrstu greinaskilunum þrátt fyrir að þú segist virða okkar afstöðu. Ég hef kynnt mér biblíuna, kirkjuna og aðra söfnuði og má segja að þetta hafi verið hálfgerð rannsókn enda notaði ég 2 ár af lífi mínu til að komast að endanlegri niðurstöðu og er það meira en margur hefur gert, trúaður eður ei. 

Kirkjan á bara að vera sér á báti, á ekkert með almennt þjóðfélag að gera og ég vil sjá hversu margar kirkjur eða söfnuðir standa eftir innan 5 ára. Ég skal lofa þér því Valur að það eru færri til í að borga í kirkjuna en þú heldur og er ég ansi hræddur um að nokkuð mörgum prestaköllum yrði lokað sökum þess. 

En það er lýðræði er það ekki? Fólkið fær að velja!

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.4.2010 kl. 10:04

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér Ragnheiður mín.  Giftingar eru fyrir alla.  Ekki bara suma.   HRæsnin alltaf í sumu fólki sem kallar sig kristið og ber sér á brjóst og þykist vera meira og betra en aðrir.   Svei því bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2010 kl. 10:48

12 Smámynd: Kidda

Hafið þið tekið eftir hvað skoðanirnar eru kynjaskiptar hérna fyrir ofan

Kidda, 28.4.2010 kl. 10:57

13 identicon

Mistök mín í fyrstu málsgreininni voru að segja "þið" í staðinn fyrir "við".  Ég biðst afsökunar á því.  Ég er ekkert betri en aðrir, síður en svo.

Valur (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 13:05

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að sjá viðbrögðin hér við þessu málefni, seint verða allir sáttir, en sættir og gæska eru það besta sem við eigum, verum öll vinir í nafni þess góða sem í okkur er.  Knús á þig elskan.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2010 kl. 13:15

15 Smámynd: Ragnheiður

Valur, þú beinir til mín spurningu. Ég tel mig svara henni í síðustu málgrein bloggsins.

Biblían er æfaforn og áreiðanlega margt í henni hreinlega úrelt og á ekki við í dag. Þannig er það bara.

"Minn" Guð er ekki fastur með hausinn í gamalli bók

Frábært að sjá allar skoðanirnar á málinu..takk fyrir að taka þátt :)

Ragnheiður , 28.4.2010 kl. 14:37

16 identicon

Valur, það er ekki til nein heilög ritning... þetta eru gamlar þjóð og kjaftasögur... tilbúningur kaþólsku kirkjunnar(NT)

Að segjast vera kristlingur er að segjast vera fórnarlamb svikamyllu...

DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 15:20

17 identicon

Mikið ferlega eiga margir bágt á Íslandi.

Að lesa blogg fólks hérna er hreinlega sorglegt.

Þetta er sem betur fer ekki hugarfar 99% þjóðarinnar.

Svenni (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 17:08

18 Smámynd: Kristján Hilmarsson

 það var aldeilis þú komst í gang umræðum Ragna ! það eru 13 blogg á fréttina og fæst hafa fengið jafnlangann streng og þú.

Er annars hjartans sammála þér og vil í leiðinni benda á að hér í Noregi er "kirkjan" öll að klofna í umræðunni, sumir prestar neita að gefa saman samkynja fólk og aðrir ekki,margir prestar hafa jafnframt "komið útúr skápnum" bæði mann og kvenpestar, en í samfélaginu annars er þetta að verða meira sjálfsagt, þó er algengara að nota orðið "partner" félagi, um samkynja maka, en ekki "ektefelle" eiginmann/konu kannski það væri hugmynd ?

Og til ykkar sem hafa verið orðljót á báða bóga, við sem efumst getum og eigum að bera virðingu fyrir og sæst á að fólk trúir og trúir á sína biblíu, en þið sem gerið það munið að þegar biblían er skrifuð, var líklega ekki hægt að finna orðið mannréttindi og/eða jafnrétti í nokkru tungumáli, svo það að þróast og þroskast tilað sýna umburðarlyndi fyrir þeim sem ekki eru eins og fjöldinn, er ekki synd.

Kristján Hilmarsson, 28.4.2010 kl. 18:24

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fólk les það sem það vill út úr Biblíunni og eftir hvernig það er innrætt, - hið æðsta boðorð er að elska náungann eins og sjálfan sig. Og hver er náungi minn? 

Það er HROKI að telja sig eiga meiri rétt á mannréttindum en náungi sinn. 

Kærleikurinn er það sem er í gildi og við þurfum ekkert að ræða það meira. 

TAKK RAGGA -

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.4.2010 kl. 18:26

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hmm.. þetta kom svolítið sérkennilega út, eins og ég sé að svara spurningunni um hver sé náungi minn með "það er Hroki" .. .. 

Auðvitað verður hver og ein/n að hugsa sér hver sé hans eða hennar náungi, hvort það er hann Jói sem er skotinn í Óla og þeir eru báðir skírðir og fermdir og langar nú að gifta sig í sömu kirkju - þá hvers vegna að setja stopp þar, eða réttara sagt pásu, því varla verður þeim úthýst þegar á að fara að jarða þá? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.4.2010 kl. 18:45

21 Smámynd: Ragnheiður

Við vorum nú "dugleg" að jarða óvelkomna utangarðs áður -vonandi verður ekki tekið upp á því aftur.

Held meira að segja að Himminn minn hefði ekki hlotið náð fyrir grimmdardómum miðaldanna..

Við þurfum að þróast eins og samfélagið hefur gert

Ragnheiður , 28.4.2010 kl. 18:51

22 identicon

Þetta er fjörug umræða og virðist ekki ætla að taka neinn endir

Einhverjir hérna virðast vera að misskilja þetta með Kirkjurnar.  En þær eru eign Þjóðkirkjunnar og Þjóðkirkjan er Kristilegur trúarsöfnuður.  Kristnir menn trúa því að Biblían sé skrifuð af mönnum sem eru innblásnir af Heilögum anda og því sé allt rétt sem í henni stendur.  Það kallast að trúa eða að vera Kristintrúar.  Í Biblíunni er hjónabandið skilgreint á skýrmerkilegan hátt og þar sem Þjóðkirkjan er Kristilegur söfnuður þá skil ég ekki hvers vegna hún ætti að ganga gegn því orði sem er orð Guðs samkvæmt Kristilegri sannfæringu.  Það væri eins og að ganga gegn sinni eigin sannfæringu, ekki bara einu sinni heldur oft.

Hér setja menn fram stór upphrópunarmerki og tala um hroka og eru með allskonar yfirlýsingar en hvað með okkur sem erum Kristinn?  Eigum við ekki rétt á því að eiga þessa sannfæringu, hvers vegna magnast þessar árásir upp í hvert skipti sem Kristið fólk bendir á þau viðmið sem eru þeim kær í gegnum orðið?  Það er ekki mitt að segja fólki hvernig það hagar lífi sínu.  Ég má hins vegar hafa skoðanir á því hvernig Kristin trúfélög haga sinni helgiathöfn, ég er í fullum rétti til þess.

Einhverjir hérna virðast vera komnir á þá skoðun að Guð hafi einhverstaðar á leiðinni skipt um skoðun.  Hvað varð til þess.  Samkvæmt því sem Jesú kenndi okkur þá er Guð fullkominn, hvers vegna ættu hlutir í þessu jarðneska lífi að takmarka hann á einhvern hátt?

Einhverjir hérna hafa bent á kærleika og öskra svo á Hroka í næstu setningu dæmandi náungann.  Að sjálfsögðu er kærleikurinn mikilvægur og ég ber kærleika til allra manna, en ég er ekki þess umkominn að segjast hafa meira vit á ritningunni heldur en sonur Guðs.  Þó svo að við elskum samkynhneigða sem bræður okkar og systur þá er ekki þar með sagt að við þurfum að samþykkja hjónaband sem stangast á við þá sannfæringu sem orðið kennir okkur.

Ég læt þetta gott heita, Drottinn blessi ykkur og varðveiti

Valur (IP-tala skráð) 28.4.2010 kl. 19:16

23 Smámynd: Ragnheiður

við sem erum kristin, það er ég líka.

Ég vil nú ekki meina að Guð hafi beinlínis skrifað biblíuna né skipt um skoðun í miðri á. Heldur hefur samfélag kristinna mildast með tímanum og er það vel.

Mér finnst mikið til um þitt síðasta innlegg þó ég sé kannski ekki alveg sammála þér með allt. Vel framsett og kurteislegt.

Ég á mitt samfélag með fólki sem er í góðum söfnuði sem er hluti af þjóðkirkjunni, þar verð ég ekki vör við bókstafstrú. Sumir aðhyllast hana hinsvegar en ekki ég.

Eins og þú veist Valur þá er hægt að túlka margt í Biblíunni á mildari veg en margir kjósa að gera.

Ég er á mildu línunni

Ragnheiður , 28.4.2010 kl. 19:31

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Í kristinni trú er talað um að Guð horfi á hjarta mannsins, hans innri mann, sem þýðir að það sem skiptir mestu máli er hvernig maðurinn er, hvaða augum hann lítur sjálfan sig og hvernig hann hugsar um og kemur fram við náungann. Að kristnum skilningi er kærleikurinn frá Guði kominn."

Tekið af vísindavefnum, svar eftir Bjarna Randver Sigurvinsson. 

Undirrituð er þessu sammála. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 28.4.2010 kl. 21:23

25 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Amen!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2010 kl. 01:06

26 identicon

Uhh FAIL Jóhanna; Samkvæmt biblíu er bara horft á að menn iðrist og játi að Sússi sé gaur gauranna...
Besti maður í heimi verður brenndur samkvæmt biblíu ef hann er ekki tilbúinn að játa það sem ég sagði að ofan.

That's christianty... get over it or look silly

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 08:33

27 identicon

Jón Viðar segir:

Merkilegt hvað ríkið er að vaða inn í okkar trú.

Ég tek því þá þannig að hann sé fyllilega sammála mér um að þörf sé á fullum aðskilnaði ríkis og kirkju ekki seinna en strax.

D. Gunnar (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband