Pungur/púngur

Samkvæmt ng reglunni sem barin var í hausinn á manni í skólanum þá er bara önnur ritgerðin leyfð eins og hér er í fyrirsögninni. Læt ykkur um að finna rétt og rangt þarna.

En aftur að þessum pung...heima hjá mér er það þannig að þeir sem eru með pung (með kúlum í, bæði hundur og köttur eru með tóman sekkinn)  eru sendir út í allskonar veðrum vosbúð og veseni til að þvo bílana, báða.

Á meðan á þessi heimilismeðlimur sem ekki er með pung, sannanlega, að druslast inni og reyna a.m.k. að vera til friðs og kannski aðeins til gagns. Framan af degi gekk þetta vel. "Útlimurinn" þvoði úti eins og vitlaus væri á meðan"Innlimurinn" hrærði í vöfflur. Namm namm

Svo var farið að leita að opinni búð. Innlimur vildi í bíltúr og þá alla leið í Nettó en vildi samt gá hvort þar væri ekki áreiðanlega opið. Í allan dag hefur glumið í útvarpinu auglýsing frá Bónus um að þar væri lokað í dag en opið Á MORGUN ! Sem gerir ekkert gagn ef manni vantar búð í dag...

Með skjálfandi fingrum kíkti ég á vef Krónunnar, Nóatúns (með verk í veskinu)....allt lokað í dag.

Útlimurinn stóð á stofugólfinu og flissaði þegar ég ræskti mig vandræðalega og sagðist ekki ná háu skori á húsmæðraprófinu í dag...ehehe..hm...

Þegar ég hafði hugsað mér að labba til nágrannans með bolla og spyrja kurteislega ; geturðu lánað mér kvöldmat ?

Þá mundi ég það, ég á pylsur í frystinum, málið leyst....

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Við Rómeó erum í voða klandri þessa dagana...í gærkvöldi kom hann ekki og loksins þegar hann kom þá var hann afar styggur og ætlaði ekki að fást til þess að koma inn. Hann er logandi hræddur við eitthvað.

Eftir heilmikla yfirlegu og pælingar með hræddasta kisanum norðan Alpafjalla þá fundum við þetta út. Það er stór fress hér í götunni, líklega ógeldur. Hann kom oft hingað inn áður en við fórum að hafa Lappa lausan(ekki í búri) en svo ekkert eftir að Lappi var hafður laus. Nú er Lappi kallinn fallinn og þá er hér opinn gluggi, Keli í búri og rauðbröndóttur kisustrákur sem vill ekki standa í slagsmálum. "Ljóti" kisinn hefur komið inn í gær, hjólað í Rómeó og hrætt hann út heima hjá sér. En í morgun rak Keli þennan ljóta úr garðinum og "útlimurinn" var að enda við að reka hann úr skúrnum. En minnug þess að maður á ekki að lofa meiru en maður getur staðið við þá sagði ég Rómeó áðan að "pabbi" skildi veiða ljóta köttinn og senda hann í pósti til Raufarhafnar.....

en ég vona bara að Rómi hafi ekki skilið orð af þessu og þaðan af síður tekið mark á því.

Hélduð þið að ég væri hætt að blogga? Haha you wish...Múhahahahahaha.............FootinMouthWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

æi Greyið Rómeo .knús til þín og lika til Rómeo

Guðrún unnur þórsdóttir, 31.5.2009 kl. 18:34

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Knús.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.5.2009 kl. 21:42

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"Útlimurinn" kona... þetta þótti mér meira en ferlega fyndið..........

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2009 kl. 23:52

4 identicon

MAMMA! vöflur og ekki mér boðið :O hvað i

Björn Gísli (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 00:20

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Farðu í rasssgat Raufarhöfn, rotni fúli drullupollur: svona ortu menn í denn, sjálfssagt best að geyma vonda ketti þar.  Skemmtilegt blogg hjá þér stelpa og gott þú ert hér á ferð.  Krúttkveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 00:41

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Spennandi færsla hjá þér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2009 kl. 01:49

7 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Já þetta er þér líkt,senda ektamanninn út í hörku puð og vosbúð og ættlast svo til að hann aki þér út um borg og bý á nýþvegnum og bónuðum bíl,ja hérna

Vonandi hafa vöflurnar verið bæði margar og stórar,með miklu af rjóma og sultu,til að vinna upp hugsanlegt þyngdar tap við þvottinn.

Ég er sammála þér með köttinn og Raufarhöfn,sendu hann bara ekki til Grímseyjar,því þá færðu hann bara merktann"return to sender"hunda og kattarhald er bannað þar á landi. 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 1.6.2009 kl. 10:38

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Maður verður pungsveittur við að lesa þetta! :D

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.6.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband