Horfst í augu

heilan dag -svínvirkar.

Löbbuðum líka með Kelann..mættum heilli familíu sem tvístraðist. Við föttuðum auðvitað ekkert en þá var einn fjölskyldumeðlimurinn svona líka hræddur við hunda. Við vorum að glápa í hina áttina, á álftaparið sem synti um á Kasthúsatjörn með -að okkur sýndist- fimm unga. Hræddi fjölskyldumeðlimurinn jós skömmum yfir annað foreldrið með munnsöfnuði sem ég vissi ekki að börn ættu til.

Það er best að taka það fram að Kelmundur var í stuttum taumi og steinþagði allan tímann.

Við þessi ósköp ákváðum við að þramma heim.

Eyddum deginum í hvort annað, spjall og allskonar sambandsstyrkjandi hluti...og komumst að því að sambandið stendur enn, upp á heila tíu , segir húsbóndinn. Það er ágætt, eftir tíu ár...það er amk innan við mánuður þar til 10 árin renna upp.

Heilræði að lokum : ég mæli ekki með Álftanesi til útivistar fyrir fólk sem er bilað úr hundahræðslu. Hér eru gríðarlega margir hundar og líkurnar á að rekast EKKI á hund eru litlar.

Njótið sólarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til lukku með fyrsta áratuginn ykkar saman

Sigrún Jónsdóttir, 25.5.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með að sambandið er upp á tíu. Það er víða sem það er ekki. Ég veit ekki hvað varð um tilfinningatánin mín. Ég get ekki sent svoleiðis né notað púkann í athugasemdunum mínum. vildi senda hjarta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.5.2009 kl. 14:46

3 identicon

Til hamingju með tuginn og faðmaðu kelmund 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með gott samband við húsbóndann. Þannig sambönd eru sko ekki sjálfgefin

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband