Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
5 mars 2009
5.3.2009 | 12:27
Hérna kemur ein sem ég var að prjóna, ég set fleiri myndir í lopapeysualbúmið.
Ég hef lítið verið hér og verð það áfram eitthvað. Þið farið vel með ykkur elskurnar á meðan.
Auður mín, þú hefur kannski aðeins auga með uppáhaldssíðunni minni.
Knús í sólina
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég las bók
1.3.2009 | 23:33
sem ég fékk á bókamarkaði í Perlunni.
Bókin er um Wati (Sri) og skrifuð af Ragnhildi Sverrisdóttur. Þessi bók kom út fyrir jólin og ég ætlaði alltaf að eignast hana. En málið er að bækur voru of dýr munaður þessi jólin...takk pabbi fyrir að gefa okkur bók :=).
En aftur að Sri...
Þessi bók vekur upp margar tilfinningar, reiði er ein þeirra, samkennd og samúð með henni og börnum hennar, aðdáun á dugnaði hennar en það sem ég átti ekki von á að finna innra með mér var þakklæti, þakklæti til bókarhöfundar að segja söguna hennar Sri. Hennar hlið varð að heyrast.
Bókin er frábærlega vel skrifuð og alger snilld að blanda þjóðarspegilsbrotum inn í textann. Það tengir hann svo vel sínum samtíma.
Takk Ragnhildur.
Þessi bók verður vísast lengi í huga mér og örlög þessarar fallegu konu frá Indónesíu.
Bloggar | Breytt 20.9.2009 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)