Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Þið þarna Moggabloggarar!

Það er hreinn og helber dónaskapur að skella úrslitum í fyrirsögn eins og sumir gera nú vegna útsvarsþáttarins. Sumir ætluðu að sjá á plúsnum og aðrir hafa kannski tekið upp til að sjá við betra tækifæri.

Fyrirsögnin má vel vera eitthvað annað en þetta!

Ég lenti nebblega í því síðast að sjá "óvart" úrslitin um leið og ég stillti á plúsinn, asnaðist til að opna tölvuna til að sjá emailið mitt en hún var opin á moggabloggi....þá fauk talsvert í mig

Hellisheiðin er ófær

Þangað á ég ekkert erindi en fer að sofa til öryggis

Góða nótt


Hitt úrræðið

sem mikið hefur verið látið með er þessi taka á séreignarsparnaði. Þetta úrræði virkar ekki heldur.

Þetta er þannig að þú vilt taka milljón, færð rúm 600.000 (tekinn skattur) og útborgað á árs tímabili.

Þetta fer þá bara inn í framfærsluna hjá fólki, annað ef summan hefði náðst út í eingreiðslu og verið þá nothæf inn á skuld sem er að trufla fólk og tala nú ekki um ef ekki væri nú tekinn skattur af dæminu. Þetta er upphaflega tekið af launum okkar, fullskattað og nú er það tvískattað.

Þetta var misskilningur hjá mér, sjá leiðréttingar í athugasemdakerfi

Hér kemur svo linkur og hér er farið nákvæmlega yfir hvernig þessari útborgun er háttað

Svo er verið að tala um þingrof

Það er enn ekki búið að gera neitt sem VIRKAR!!!


Til bjargar heimilunum

og ég fór að rannsaka málið. Íbúðalánasjóður hefur nú heimild til að yfirtaka húsnæðislán frá öðrum fjármálafyrirtækjum.

Ok kúl...Íbúðalánasjóður er með mun víðtækari úrræði ef þess þarf með. Við þangað......

Les yfir eitthvað á síðu íbúðalánasjóðs og panta netsamtal (sem er hundsniðugur fítus hjá mörgum fyrirtækjum)

en........beiðnin um að færa lánið yfir þarf að koma frá.........>>>>>>>>>>>>>>>

 

B A N K A N U M

Afsakið en hvernig er þetta þá að koma heimilunum til aðstoðar ?


Misjafnt hvað manni finnst

öðrum koma við eða hvað.

Þegar ég byrjaði að blogga hérna þá var ég eins og hinir, tuðandi um fréttir sem engu skiptu. Ég gæti alveg hafa hneykslast á ráðgjöfum Danske Bank þegar þeir líktu ástandi hér við sápukúlu. Ég (við) ákvað að selja hús sem við áttum og færa okkur nær vinnunni. Duttum niður á húsið okkar sem við búum í í dag, það var ekki alveg rándýrt (eins og markaðurinn var þá) það kostaði svipað og stór nýleg blokkaríbúð.

Við fluttum inn og erum enn gríðarlega sátt við húsið og staðsetninguna...en nú eru blikur á lofti. Ég hef verið að spá í hvort maður eigi yfirleitt að skrifa um slík mál eins og yfirvofandi fjármálavandræði ? Ég meina, ég hef skrifað hér um allar hliðar á því að missa hann Himma minn en þetta finnst mér vera einkamál...algert einkamál. Þarna er ég með meinloku í hausnum, þar verður hún að vera bara.

Ég veit að hér lesa ekki allir með góðum hug né skilja eftir sig góðar hugsanir og óskir. Það hef ég vitað frá upphafi bloggs míns. Manni tekst alltaf að eiga sér einhverskonar óvildarmenn.

Ég ætla að velta þessu betur fyrir mér hvort maður skrifar í raun eitthvað um slíka fjárhagsstöðu.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Varahlutir í Bonzó minn eru komnir yfir hálfa milljón- það er enn verið að viða að sér stykkjum í hann og á meðan bíður hann hérna heima, hreinn og næstum allur fínn


9 mars (08) 09

í morgun þegar við fórum á fætur þá hafði ljósið fokið úr benzanum mínum og hékk eins og úrstungið auga á vírnum.

bonzó 004Benz skömmin mín.

Nú er verið að panta í hann það sem þarf að skipta um. Einhverjir (í vinnunni minni)voru að bulla um það að hann yrði borgaður út en það er bara bull. Það þarf að toga hann út, gólfið í skottinu er í kúlu. Hann þarf nýjan skotthlera og nýjan stuðara og nýtt ljós, smá slettu af grænni málningu og voilla..tilbúinn aftur.

Nú er ég á leið í bólið og óska öllum friðsællar og góðrar nætur.


Ef

ég hefði gríðarlegan áhuga á að vita hvað Birni finnst þá væri ég einfær um að skakklappast inn á síðuna hans og lesa það þar!

Hvað meinar Mogginn með að vitna sífellt í blogg kallsins ?

Góða nótt


mbl.is Björn óskar Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegur dagur

og þá sérlega fyrir vestfjarðadeildina í fjölskyldunni. Þessi dagur er heilmikill afmælisdagur hjá þeim. Ættarhöfðinginn hann Óli í Nesi átti afmæli þennan dag. Hann átti dóttur sem fæddist þennan dag árið 1959. Það var einhver flottasta frænka sem nokkur gat átt. Hún var mikill heimsborgari, stórglæsileg kona. Hún lést skyndilega vegna blæðingar í heila. Stína frænka mín, langflottust!

En það er einn sem á sjálfur þennan afmælisdag. Langafastrákur Óla í Nesi, Jón Óli, á afmæli sjálfur í dag. Hann á afmæli á miklum merkisdegi í fjölskyldunni. Jón Óli er eldklár og fínn strákur, ótrúlega gaman að tala við hann eins og Guðna bróður hans. Það er ekki alveg komin reynsla á þennan minnsta, Andrés, hann var rétt ófæddur síðast þegar ég "hitti" hann.

Kveðja vestur!


spólað hratt áfram

Eftir ákveðinn aldur er eins og maður sé kominn á hratt áfram spólun, lífið æðir hjá og maður nær ekki að fylgjast með.

Emailið mitt virkar ágætlega og ég fékk þetta sent í dag . Mér finnst stundum gaman að fá svona sent þó að mér leiðist fjöldapóstar með hvolpum, kettlingum og smákrökkum sem á að senda áfram um hæl annars hrynur himininn í hausinn á manni. Svoleiðis póstum hef ég sérstaka ánægju af að henda.

dýralíf 003

Köttur er búinn að átta sig á notagildi "táfýlubófanna" . Sko þegar maður kemur inn og er kalt, þá er ágætt að troða sér svona milli þeirra í hlýjuna!

Ég held að ég sé að lagast í skrokknum, hálsinn er ekki svo slæmur en bakið er að hrekkja mig. Þreytist í bakinu og verð að liggja þá marflöt í svolitla stund. Fór snemma að sofa í gær vegna þessa.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Hér kom ein góð bloggvinkona í gær. Leiðir okkar hafa lengi legið saman á netinu. Takk fyrir komuna mín kæra.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ef þið vitið um einhvern sem vill lopapeysu þá á ég orðið nokkurn lager og er farið að liggja aðeins á að selja þær. Það er að koma vor og mig langar svo að koma legsteini á leiðið hans Himma í vor og til þess þarf ég að selja peysurnar. Við eigum ágætan slatta upp í en meira vill þetta víst kosta.


Dóttir mín, heimsinsbest

heart 2 fimo heart buttons $2.00 each

Hahahaha ég gleymdi restinni af færslunni...la la la hver er sauður ? En sko ég fékk högg á hausinn í gær hehehe

 

Dóttir mín, heimsins best, á afmæli í dag. Það vill til að ég slepp enn enda er hún fædd 2 mínútum fyrir miðnætti.

Til hamingju Solla mín með daginn


Iss

bara klaufaskapurinn í umferðinni

Steinar þvoði fyrir mig bílinn í dag og ég fór upp á höfða til að sækja hann. Gljáandi glampandi hreinar og mig hlakkaði til að fara að vinna á honum.

En í Ártúnsbrekku hékk ógæfan. Bilaður bíll úti í kanti, sterk sól og menn hægðu mikið á sér. Ég hægði á mér líka og leit í spegilinn, enginn  bíll á eftir mér, ég í góðum málum. En þá kom mikið högg og hávaði og Bonzó hentist áfram. Ég leit aftur í spegilinn og sá húdd, stórt húdd ...Risastórt húdd. Aftan á mig hafði ekið stór RAM pickup, líklega svona þriggja tonna bíll.

Ég fékk mikið högg og hnakkinn á mér slóst í höfuðpúðann, ég sá stjörnur, sólir og blys og varð alveg skelfilega flökurt. Steinar mætti á staðinn, sem betur fer, og löggan og svo einhver tryggingabíll sem sá um myndatökur og skýrslugerð. Svo fórum við, á slysó. Þar hékk ég í 3 tíma og slapp heim með lyfseðil og þann úrskurð að ég væri tognuð í hálsi.

Hér hangi ég

Bíll fer á verkstæði á morgun og ég reyni að setja inn myndir á morgun af áverkum bíls. Ég veit ekki hvort ég verð til nokkurs gagns við að prjóna ....gott að peysan hennar Biddu var farin til síns heima.

Hérna eiga að vera lagaður linkur, held ég...það þarf nokkuð þungt högg til að skemma sterkan benz svona


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband