Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Enn kemur ekki myndin

sem ég veit að margar munu gleðjast yfir, það er nokkuð sem ég er að gera í höndunum og minnir á gamla tíð. Set hana inn um leið og verkefnið verður búið. Prjóna frekar hægt þessa dagana...ætla að fara meira í dund og allskonar fyrst takmarkinu er náð. Hætta að prjóna í kappi

Sko ég get sett það hérna, strákarnir sem hafa aðgang lesa bara ekki lengra.....

Þessar eggjastokkablöðrur sem eru að kvelja mig eru svona 2-3 ára gamalt vandamál. Það fylgir þessu hræðilegur sársauki - eins og glóandi teini sé stungið upp í r****** á manni og upp í kvið. Ég svaf næstum af mér barnsfæðingu 1987 og er þekkt fyrir að sofa verulega fast en ég vakna þegar blöðrurnar springa. Næstum á veinunum. Þessu fylgir (amk hjá mér) mikil blæðing með kraftmiklum krömpum sem valda stórflóði, ég þarf nánast að sitja í vaskafati meðan þetta lætur svona. Þetta hættir ekkert af sjálfu sér þegar þetta fer svona alla leiðina eins og núna, þá þarf ég að fara til læknisins og fá lyf til að regulera þetta upp á nýtt og vona svo það besta að næst springi bara blaðran eins sárt og það nú er, í staðinn fyrir allt þetta vesen.

Eins og þetta sé ekki nóg í einu þá fékk ég eitt af verri gigtarköstunum í dag, ofan í hitt ruglið. En mér til mikillar gleði þá er ég bara hálfónýt, það er neðri hlutinn sem lætur eins og fífl, efri hlutinn er að mestu leyti í góðu lagi.

Það er snilld.

Alltaf að finna björtu hliðarnar á öllu.

Á maður að kvarta undan exemi ?

Nei nei þetta fer að verða eins og blaðsíða úr handbók landlæknis um kvilla miðaldra kvenna.

Farin að sofa...

GúddnætTounge

 

Víjjj


Heilsulaus en

hryllilega hamingjusöm, ég er búin að ganga frá pöntun á legsteini fyrir hann Himma minn.

Heilsan er þó mun verri en ég vildi og ljóst að hér verða étnar verkjatöflur út í eitt þar til ég kemst að hjá doksanum mínum. Það vill mér til happs að ég þarf þó ekki að bíða nema til mánudagsins.

Hann hefur alltaf pláss fyrir sínar kellur þessi læknir.

Farin að maula parkódín, knúsa kallinn og Lappa sem fór til dýró í dag og það kostaði 17 þúsund kall. Enn ein blóðprufan og hann hefur enn þyngst kallanginn. Hann er náttlega hættur að hlaupa eftir að hann meiddi sig.

Over and out


á báðum áttum

ek ég eftir þjóðvegi...

á báðum áttum.

Þessi dagur byrjaði á báða vegu. Við það að skreiðast fram úr í morgun komst ég að nokkru sem ég veit af fenginni reynslu að kostar læknisheimsókn. Þannig ætlaði ég nú ekki að byrja þennan dag. En þá er að finna æðruleysið og kjarkinn og reyna að brosa sig út úr því.

Ég stofnaði síðu í gær sem heitir www.gledibankinn.blog.is

Það var bara til gamans gert. Síðan er nafnlaus og þess vegna kemur nafnið mitt ekki þar fram. Henni er ætlað að vera til skemmtunar eingöngu.

Ég reykti alveg rosalega í nótt. Það munaði minnstu að ég vaknaði með hausverk af þessum ósköpum öllum!

Þá mundi ég hvað Jenný skrifaði um daginn, það er algengt að fíklar fari í neysluna í draumalandinu. Aha...

Þarf að panta tíma hjá doksa....

Héðan fóru 10 lopapeysur áðan...í einu lagi.


í dag er þessi dagur

Ég er í Hveragerði

Það er sunnudagur

Það kostar 1300 krónur að fá að fara á klóið í jólahúsi sem er bara opið á sunnudögum.

Já já

Góðan daginn bara

Hey þið sem komist inn, nennið þið að setja komment svo ég sjái...hehe. Þetta eru ferlega fáir..ég er alveg komin með ofnæmi fyrir fólki haha

Hérna er linkur á nokkuð sem mig langar að biðja ykkur að skoða


Vá!

Svona virka oft reglur, ósveiganlegar og þær koma ekki réttlátlega niður.

Hvað á fólk að gera í svona stöðu ?

Urða gamlingjann í garðinum?

Nei oj barasta..

Vandinn þarna er líka sá að það mun ekkert fást að gagni fyrir húsið....

Æj


mbl.is Eiginkonurnar settar út á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestur- Skaftafellssýsla

er sögusviðið, nánar tiltekið bærinn Keldunúpur á Síðu.

Húsmóðirin er orðin þung á sér enda er von á fimmtu dótturinni, synirnir eru orðnir fjórir.

Bóndinn, Hans Wíum Jónsson, hefur verið heilsuveill undanfarið. Um mitt sumar fæðist Sigríður Júlía, hún er fædd 14 júlí 1878. Móðir Siggu litlu er tæpast komin vel á fætur þegar Hans lést. Hann lést 9 september 1878, frá öllum þessum börnum og ómegð. Kona hans, Guðrún Magnúsdóttir fædd 19 ágúst 1839, virðist standa ein fyrir búi í fimm ár en þá er hún látin líka.

Börn þeirra komast á legg fyrir utan einn dreng , ekki verða öll langlíf þó og þar á meðal Sigga litla, langamma mín. Hún lést 31 júlí 1937.

 Útfrá henni er mikill ættbogi kominn, hún átti marga syni en einungis eina dóttur. Dóttir hennar var Gústa, amma mín.

Ég er að gramsa í Íslendingabók, skoða sögu kvennanna formæðra minna. Þær voru miklir harðjaxlar. Sigríður Júlía var okkar mikla ættmóðir og hennar nafn er enn talsvert notað af afkomendum hennar.

Ég kannski kem með eitthvað meira grams seinna í dag. Er að þrífa og vesenast eins og kellingar eiga að gera. Mér bauðst bíllinn en ég afþakkaði hann...það er snjór og rok og ég ákvað að vera heima í hreingerningum frekar. Kallinn sendur út á galeiðuna í staðinn.

Eigið góðan dag, hvort sem þið eruð stödd í sól eða skugga. Oft getur maður lagað skuggann sjálfur, bara að færa sig aðeins til og þá er maður í sólinni.

 


Búin að sofa með Auði

Já já og ekki orð um það meir

Ég hef lært nýtt trix og um að gera að bæta við þekkinguna eftir því sem árin verða fleiri síðan fæðingarvottorðið mitt var gefið út.

Þetta trix hef ég lært af köllunum í vinnunni, það er ég viss um. Ég er enn ekki búin að finna neitt notagildi við þetta en að minnsta kosti tvo galla, alvarlega.

Annar virkar þannig að afar óheppilegt er að vera í kringum mig með opinn eld. Undecided

Hinn gallinn er að Keli, vitlausi hundurinn sem sér, er í óðaönn með aðstoð Lappa, gáfaða hundsins sem að sér ekki neitt, að leita í símaskrá að einhverjum dýraverndarsamtökum sem taka við kvörtunum hunda sem búa við slæm loftskilyrði. Kötturinn neitaði að hjálpa þeim enda kemst hann inn og út eftir vild.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Ég hef orðið fyrir annarri undarlegri reynslu í dag. Maturinn minn gerir ekki annað en að hverfa. Steinar færði mér tebollu í morgun í vinnuna, át sjálfur hálfa enda er hálf meira en nóg fyrir mig. Svo ætlaði ég að fá mér en fann ekkert tebolluna. Ég tók upp símann og hringdi

R: Steinar, tókstu tebolluna mína ?

S: Blush (heppinn að vera staddur í búð þegar ég hringdi) Viltu muffins ?

R: LOL nei takk

Hann kom samt með lakkrísreimar í skaðabætur.

°°°°°°°°°°°°°°°°°°°°

Svo kom ég heim og komst að því að kvöldmaturinn minn er gufaður upp. Við vorum með kjúkling í gær og ætluðum að reyta af beinunum ofan í okkur í kvöld. Ég fann bara engan kjúkling, ekki bein.

Grunur hefur fallið á Mr. Bear sem birtist hér óvænt í gærkvöldi.

Á einhver auka kvöldmat sem hann getur emailað til mín ?

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Fa la la la ég er enn hætt að reykja....minns er sko klárastur í heiminum


Afsakið

Ég fiktaði

var í vinnunni

kom svo ósvífin heim

lagði mig

og fattaði þetta ekki fyrr en góð vinkona hnippti í mig

Hún hringdi ekki

Hún notaði innankerfisskilaboð

Takk fyrir frú

Nú hafa allir farið umsvifalaust á taugum og haldið að hér væri eitthvað krassandi á ferð.

En þá var það bara svona klént

Ég fiktaði.


Nýjasta trendið

hjá stjórnmálamönnum, voru ekki tveir þingmenn að biðjast afsökunar hér um daginn ?

Verst er ef þeir halda að þarmeð séu þeir bara lausir allra mála og sloppnir fyrir horn með heiðurinn


mbl.is Cameron baðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

svaf

eins og engill í rokinu.

Mætti í vinnuna og þá sátu hér tveir þreyttir og langeygðir bílstjórar sem búa í (eins og Hrönn segir) VeraHvergi og komust ekki heim.

Annar er farinn núna en hinn ekki enn, hann bíður vors


mbl.is Óveður á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband