Ekkert trubbl í dag, takk

Ég komst auðvitað ekki að sofa á skikkanlegum tíma í gærkvöldi vegna óútskýranlegs hávaða W00t. Hundar voru nokkuð spakir samt, Keli fékk eitthvað pilludót hjá dýró sem er betra en hann hefur fengið fram að þessu. Hann tók upp á að vilja horfa á flugeldana og gáði svo alltaf í kringum sig á gólfið á milli, ef ske kynni að ljósið væri komið inn handa honum að elta.

Algerlega óhræddur eða sko að mestu leyti.

Hann leit öðruhvoru til okkar og við sátum með steinrunnin pókerfeis við að horfa á sjónvarpið. Rosalega fannst mér skaupið frábært, þetta er eitt þeirra allra bestu !

Svo þurftum við að fara að sofa...pabbinn farinn að þrælast við að koma fólki milli staða og mamman átti að mæta eldsnemma í vitlausa vinnu....

Sjæse !

Hundar ákváðu sameiginlega að best væri að liggja sem næst mömmunni svo hún yrði ekki hrædd við hávaðann W00t

Þetta eru almennilegustu hundar..ShockingGetLost

Afleiðingin 3 tíma svefn, mætti á réttum tíma í vinnuna, tel klukkutímana þar til ég kemst heim að L E G G J A mig og er hreint ekki til viðtals fyrr en 2. janúar 2009.

*héráaðveragrútsyfjaðurkall*


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Góðan daginn á nýju ári ! 

Ég er sammála þér varðandi skaupið....... alveg frábært og eitt það albesta.

Anna Einarsdóttir, 1.1.2009 kl. 11:21

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár ..

Kveðja Inda

Inda (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Skaupið var með því betra í langan tíma.

Gleðilegt ár Ragga mín

Huld S. Ringsted, 1.1.2009 kl. 15:36

4 Smámynd: Hulla Dan

Æðislegt skaup
Gleðilegt ár Ragga mín og takk fyrir frábæra pistla síðustu 12 mánuði.
Get varla beðið eftir að lesa þig næstu 12

Knús á þig sérstaka kona.

Hulla Dan, 1.1.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég þarf að fá að horfa á skaupið aftur! Ég er svo lengi að fatta Fannst það samt allt í lagi í fyrsta áhorfi! Stóð upp úr, fannst mér, atriðið með Ilmi og ævintýrið! Alveg ný sýn ;)

Góðan dag á nýju ári

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband