Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
arg!
31.1.2009 | 18:09
Árans flensan er komin í mig nema þetta sé bara svartsýniskast vegna vantrúar minnar á framsóknarflokkinn ?
Það gæti alveg verið, ég treysti þeim flokki sko ekki í hvarf. Þeir geta sportað með nýjan formann og eitthvað slagorðadót en þeir voru í "sofandiríkisstjórninni" og það man ég alveg og er stólpamóðguð yfir tilætlunarsemi framsóknarmannanna , þeir ætlast til þess að við, kjósendur, munum þetta ekki !
Hér gengur vel með dýrasafnið.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mér sýnist framsóknarflokkur
31.1.2009 | 10:18
ætla að grafa sína eigin gröf í hvelli.
Getur ekki einhver lánað þeim aðeins hraðvirkari græju til þess en þessa teskeið sem þeir eru með núna ?
Þetta tekur allt of langan tíma
Anyone ?
no ?
Ósætti um aðgerðirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
tilboð
30.1.2009 | 20:05
2 atkvæði eru hér til sölu.
Skilyrðið er að stjórnmálaflokkur eða hreyfing borgi burt húsnæðislán okkar að fullu. án þess að ætlast til endurgreiðslu í öðru en blindandi stuðningi héðan í frá.
Lysthafendur hafi samband í emaili
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
styð íslenskan heimilisiðnað
29.1.2009 | 21:30
en kannski ekki alveg svona ..ég hamast við að prjóna lopapeysur. Aðrir Álftnesingar hafa greinilega aðrar hugmyndir
En að öðru..forsíða Dv vakti lukku í vinnunni í dag vegna þess að kallarnir vita mun betur en kemur fram í frásögninni, í raun má segja að ekki sé satt orð í greininni enda maðurinn ekki þekktur af sérstakri sannleiksást.
Ég tengdi hér í dag við frétt af stýrivöxtum, í vinnunni horfði ég á CNN. Stýrivextir í USA eru nánast komnir í 0%. Hér erum við með 18% vexti, ég kaupi ekki skýringu einhvers nafnleysingja á síðunni minni. Svo kemur jarnar vinur minn hér inn og segir eitthvað , ég sá upphafið en ákvað að lesa ekki allt komment hans fyrr en seinna.
Ég geri mér grein fyrir að ríkið erum við sjálf. Og vegna akkurat þess þá ætlast ég til að byrðunum verði jafnað betur á þegnana. Þegar hagkerfið fór til fj...þá hefði verið tækifæri til að núllstilla kerfið hreinlega og afskrifa öll lán allra þar með. Það hefði verið mun sanngjarnara en að afskrifa hlutafjárkaup fokríkra einstaklinga.
Geir var spurður um björgunaraðgerðir til skuldara um daginn, spurður nákvæmlega um niðurfellingar...svarið var súper gáfulegt : Hvað á að gera við þá sem ekkert skulda ?
Ég er húsmóðir af gamla skólanum, sparsöm og nýtin, en ég hefði haldið að þeir sem ekki skulda séu bara einfaldlega í góðum málum ?
Hér set ég punkt og ætla að halda áfram að prjóna.
Með kveðju
(já ég kíkti á síðu litlu Emblu Dísar áðan, þessi telpa er mikill baráttujaxl. Þið sjáið link til hennar hér í færslu neðar á síðunni)
ps ég sá svo eins og aðrir þjóðarmeðlimir að IMF bannaði Seðló að hrófla við vöxtunum..þá skiptir greinilega engu máli hvort hér er ríkisstjórn eða ekki..við ráðum ekki neinu hér á þessu útnáraskeri!
Kannabisræktun á Álftanesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Vesæla þjóð
29.1.2009 | 10:15
Á gaddinn með þig vesæla þjóð
Mótmælandi þjóð
Gjörið svo vel og hirðið reikninginn !
Grrrrrrrrrr
Óbreyttir stýrivextir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Til umhugsunar fyrir nóttina
28.1.2009 | 23:34
Á netflakki áðan rakst ég á síðu lítillar telpu, ég hef mikla trú á að senda góðar hugsanir, bænir og jákvæða strauma. Í þetta sinn verðið þið aðeins að einbeita ykkur betur, telpan litla er í Boston.
Ég set ljós fyrir hana hér
Guð styrki þig blessað barn og foreldrana þína
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir nóttina
28.1.2009 | 00:01
og ekki er það beint fallegt.
Ég er með fréttalink hérna sem segir nánar frá þessu hörmulega máli.
Ég er annars farin að sofa....
Skaut konu sína og fimm börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þetta er algerlega undarlegt
27.1.2009 | 20:46
Þessir kallar sitja bara og fabúlera í allar áttir, þeim að kenna ? Nei alls ekki sko ...meiri aularnir !
Á meðan það var góðæri þá dekraði ég aðeins við mig og sendi í þvottahús rúmfatnað heimilisins. Við fengum frá hreinsuninni sérstaka poka til að safna í og vorum með einn poka fullan hér heima, í herberginu hans Kela. Þar geymi ég ýmiskonar dót sem er ýmist á leið annað eða bara á ekki sinn stað eins og sakir standa. Og þarna var rúmfatapokinn.
Nú er kreppa og ég ákvað að gerast afar húsmóðurleg og þvo rúmföt og hengja á snúruna bakvið. Ég geri þetta áðan, svo tek ég seinni skammt úr vélinni og eitt nýjasta sængurverið er ekkert nema göt, misstór en afar óregluleg. Þá hefur skrattans músarhelvítisfávitabjánafíflið......*dreg að mér andann* nagað sængurverið mitt !!!!
Skrambinn !
Nú þarf ég að fara í Ikea og þangað hef ég ekki farið síðan þeir hækkuðu vörur að meðaltali um 25%..línið sem þeir nota í sængurfatnað er bara æðislegt..
Einhversstaðar úti í móa er músarfífl með hiksta frá helvíti...áreiðanlega á leið á Bessastaði. Þar hefur verið svo mikil umferð í tvo daga að músin hefur áreiðanlega tekið eftir því.
Svo til að skerpa aðeins á húsmóðurgenunum þá afþíddi ég frystiskápinn í dag, fór í verslanir og erindi í allar áttir og neita að fara í búðir aftur fyrr en í mars ...hvaða sauður fann upp búðir ? Oj..
Atlaga felldi íslenska kerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lokaði tölvunni í gær
27.1.2009 | 12:41
og lét mér nægja að horfa á endalausar fréttir í sjónvarpinu. Ég gat prjónað á meðan, var með á prjónunum ljósmórauða peysu, afar spes peysu.
Rómeó er búinn að ákveða að eiga heima hérna, hann fékk að skreppa út í gær og kom inn aftur. Hann og Keli gerðust afbrotadýr áðan, Rómeó kemst auðvitað út úr garðinum og eitthvað hefur það farið í Kelmund. Hann stökk á eftir kisa og sat svo eins og auli fyrir framan hús (mér hugkvæmdist ekki að gá þar). Nágrannakona kom og bankaði fyrir hans hátign sem lúpaðist inn eins og sjálfstæðismaður útlits...skott milli lappa og svoleiðis.
Mikið álag var á veginn hér út á Álftanes í gær og mikið að gera hjá Bessastaðabóndanum. Samt hefur hann greinilega haft tíma til að líta yfir blogg og fréttir, eitthvað fór í hann gagnrýni á að hann skildi setja fram ákveðnar hugmyndir fyrir stjórn að hafa í huga. Mér annst það fínt, það er annaðhvort að láta þetta embætti hafa eitthvað hlutverk annað en skraut eða leggja það hreinlega niður. Ég sé og hef séð að síðan allt fór til helvítis að Bessastaðabóndinn er mikið heima, ríkisflaggið hefur amk ekki myglað í vetur, alltaf á stönginni bara.
Ég er mikill aðdáandi Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú er hennar tími kominn. Það verður líka spennandi að sjá hvernig VG gengur í ríkisstjórn...hrædd er ég samt um að það verði þeim til tjóns að taka við á svona erfiðum tímum. En ekki svartagallsraus...upp með hökuna og kjarkinn. Við getum klórað okkur fram úr þessu en við getum ekki gert það nema stjórnvöld komi okkur almenningi til hjálpar.
Mig dreymdi loksins Himma eða sko um Himma, sá hann ekkert. Þetta var náttlega algjör steypa eins og oftast þegar mig er að dreyma eitthvað.
Þetta var þannig að hann hafði ekkert dáið 19 ágúst 07..hann hafði notað þessa ósmekklegu aðferð til að komast úr fangelsinu..og hafði falið sig í Grindavík.
En svo lenti hann í bílslysi og dó.
hvað er eiginlega að heilabúinu í manni að smíða svona draumarugl ?! hefði ekki verið nær að fá að dreyma hann glaðan og fallegan svo mér tækist að vakna einn morgun með brosi á vör ? Nei það hefur auðvitað verið til of mikils ætlast...
Shit
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Innilega til hamingju
26.1.2009 | 14:26
Margrét ráðin forstöðumaður Litla-Hrauns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)