Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
á leið í bólið
3.9.2008 | 23:44
eftir kvöld í "viðgerð". Notalegt og mér líður ágætlega.
En mér áskotnaðist nærri því óvart hundur í kvöld. Tík vinkonu minnar ákvað upp á eigin spýtur að vera bara kyrr í bílnum mínum og virtist ætla með mér heim. Ég var líka tekin í nefið þegar ég kom heim. Mínir hundar vildu sko vita hvað ég vildi upp á dekk með að hitta aðra hvutta en þá sjálfa, langsætustu hundana !
Ekki hafa áhyggjur þó lítið verði skrifað, það er hluti viðgerðarinnar.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Skipulag-skipulag
2.9.2008 | 12:25
Það er oft talað um það hversu gott börn hafa af því að hafa um sig skýran ramma. Við sem lesum að staðaldri hjá henni Jónu Á erum alveg búin að átta okkur á að hennar drengur vill hafa sitt líf í föstum skorðum svo hann botni einfaldlega í því.
Um daginn sat ég hér og hugsaði til hryllings til vetrarins, mér varð kalt inn í öll bein og sorgmædd yfir því sem ég get ekki breytt. Heitasta óskin er auðvitað að fá hann Himma minn til baka en það er þó alls ekki hægt. Ég velti þessu nokkuð fyrir mér og fór hinar skrýtnustu krókaleiðir í huganum. Á endanum varð ég leið á þessari vitleysu og ákvað að hugsa málið í aðra átt. Hætta hreinlega að velta mér upp úr því að Himmi kæmi ekki til baka. Finna leið til að ramma inn lífið þannig að mér fyndist ég vera að áorka einhverju og væri til einhvers gagns. Nú ætla ég ekki að bjarga heiminum alein. Þetta er allt á miklu eigingjarnari nótum, ég ætla bara að koma sjálfri mér í eitthvað lag...starfhæft ástand að meira leyti en verið hefur. Í fyrra plumaði ég mig í vinnunni en ég gerði varla nokkuð meira...ss. ég var ekki eins starfhæf og ég vildi vera.
Ég finn t.d núna mikinn mun á mér, það er eitt og annað um að vera þessa vikuna og ég fagna því. Sumt er meira krefjandi en annað. Eða öllu heldur á eftir að taka meira á mig, það er allt í lagi. En nú er það samt þannig að ég ætla ekki að ofkeyra mig. Ég ætla að bæta smátt og smátt inn nýjum verkefnum...á mínum hraða.
Og eftir að ég var búin að ákveða þetta og ræða það ítarlega við Kela þá leið mér miklu betur. Mér fannst ég hafa eitthvað að gera og vera til einhvers gagns.
Eins og hvuttarnir mínir eru fínn félagsskapur og alveg merkilegt að horfa í brúnu augun, full trúnaðartrausts, þá ætla ég aðeins að víkka í vinahópnum. Finna mér vini sem eru ögn minna loðnir og það er ekki skilyrði að þeir séu brúneygðir.
Gott plan ?
Hætt að kvíða vetrinum...
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (37)
Í gamla daga
1.9.2008 | 20:47
var það versta sem fólk vissi að vera "aumingjagóður". Fólk skyldi sko bjarga sér hvað sem á gengi. Það hefði ekki átt upp á pallborðið að tala um alkóhólisma, þunglyndi eða aðrar raskanir. Þeir sem voru þjáðir af geðröskun voru vandlega faldir fyrir umheiminum.
Er þetta virkilega enn svona ?
Ég skora á ykkur, sem ekki gerðuð það áðan að horfa á Ísland í dag. Fársjúkur maður segir þar frá sínu lífi. Það var ekki hægt að horfa í bláu augun hans öðruvísi en að komast við.
Áðan fylltist ég þakklæti, þakklæti fyrir konur eins og Birnu Dís og Ásdísi sem láta sig varða um fólk, fólk sem hefur ekki haft fulla stjórn á sínu lífi.
-------------------------------------------------
Ég er annars að horfa á leik Blika og KR. Á þessu heimili er haldið með Blikum, bæði atkvæði heimilisins. Steinar hefur haldið með Blikum í 40 ár eða eitthvað. Og nú held ég með Blikum, styð minn mann sko
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Umhugsun
1.9.2008 | 15:46
Við sem hírumst í þessu bloggsamfélagi erum af öllum gerðum en flest notum við bloggið til að koma okkar sjónarmiðum áleiðis. Sumir eru rammpólitískir og feta vandlega flokkslínuna, eru með hina einu réttu "ríkisskoðun". Aðrir eru pólitískir þegar þeim dettur það í hug, þegar eitthvað hjartans mál dettur í umræðuna um borgarstjórn/ríkisstjórn. Þessir fylgja ekki flokkslínum.
Öll verðum við þó að fylgja okkar sannfæringu. Mikið hefur verið talað um Matthías á blogginu, skrif hans og "uppljóstranir". Fólk hefur fussað og sveiað yfir þessu en gleymir einu.......
Hvern einasta dag skrifar einhver bloggari um "mann útí bæ" sem gerði svo og svo af sér þennan eða hinn daginn. Skammlaust virðist fólk telja að rati einhver í fréttir þá sé sjálfsagt að blogga um viðkomandi og velta sér upp úr málinu. Dæmi um þetta eru mýmörg. Hefði ég nennu þá myndi ég skella nokkrum inn. Fylgist bara með þessu, þið getið bara ákveðið að lesa með augum þess sem um er fjallað og þá sjáið þið hvað ég er að meina.
Þegar Himmi dó þá gleymdi ákveðinn fréttamiðill að taka burt möguleikann á að blogga um fréttina. Áður en ég komst í málið, athyglin ekki kannski á svoleiðis þá stundina, og bað þá um að afnema þessa fréttatengingu þá voru hinir og þessir búnir að fjalla um málið. Ég get sagt ykkur það að enn fer um mig hrollur þegar ég rifja upp orðalag fólks við þetta atvik.
Ég fékk skammir fyrir að skrifa um ákveðinn hlut sem tengdist Himma. Viðkomandi óttaðist að vera bendlaður við málið, þekkjast af málsatvikum. Og svo fékk ég skammir fyrir að hafa tekið þetta út, frá sama aðila. Ég tók það reyndar ekki, færði það bara og það var þessu óviðkomandi. Enn í dag skil ég ekki hvernig þessi aðili gat fengið það út að um nákvæmlega hann var rætt. Það komu, því miður, margir til greina miðað við lýsinguna af atburðunum. Og þetta atvik skipti í raun ekki því máli fyrir okkur eftir á að hyggja, það var bara sett fram til skýringar. En það skipti þennan aðila miklu máli, það skil ég vel.
Af þessu má sjá að þó maður telji sig fara varlega og skrifa þannig að ekki á undan að svíða þá kannski tekst manni það ekkert. Maður er kannski að meiða með orðum án þess að hafa á nokkurn hátt ætlað sér það.
Gáum hvað við segjum og munum, á bakvið fréttir er fólk.
(hérna er smáviðbót fyrir þá sem lesa ensku. Verulega undarleg saga - mér dettur í hug flökkusaga.En í þeirri von að viðkomandi asnist ekki inn á síðuna mína þá set ég þetta inn og brýt þar með af mér miðað við innihald pistilsins að ofan )
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Á rokvaktinni
1.9.2008 | 13:11
Ég er að fylgjast með þessum fellibyl sem ætlar að fjúka yfir Big Easy, eins og Katarina hafi ekki verið nóg. CNN er búið að planta fréttamönnum um allt hamfarasvæðið svo sauðir eins og ég geti nú séð hvern regndropa og hverja hviðu. Hvernig ætli sé valið á svoleiðis vinnuvaktir ? Hey þú BOB, með minnstan starfsaldur, stattu úti á götu í New Orleans þangað til á morgun, þú færð yfirvinnu !
Tina min elskuleg kom með þetta í komment hjá mér. Þetta er fallegt
Þó ég sé látinn........
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)