Á rokvaktinni

Ég er að fylgjast með þessum fellibyl sem ætlar að fjúka yfir Big Easy, eins og Katarina hafi ekki verið nóg. CNN er búið að planta fréttamönnum um allt hamfarasvæðið svo sauðir eins og ég geti nú séð hvern regndropa og hverja hviðu. Hvernig ætli sé valið á svoleiðis vinnuvaktir ? Hey þú BOB, með minnstan starfsaldur, stattu úti á götu í New Orleans þangað til á morgun, þú færð yfirvinnu !

Tina min elskuleg kom með þetta í komment hjá mér. Þetta er fallegt

Þó ég sé látinn........

                      Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum.
                      Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta;
                      ég er svo nærri og hvert eitt ykkar tár snertir
                      mig og kvelur, þótt látinn mig haldið...........
                      En þegar þið hlægið og syngið með glöðum
                      hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins:
                      Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
                      gefur, og ég ,þótt látinn sé, tek þátt í gleði
                      ykkar yfir lífinu.........
ég ætla að lesa þetta oft. Takk mín kæra.
Viðgerðin heldur áfram á hinni síðunni. Mér datt í hug í gær þegar ég renndi lauslega yfir lífið að það er eins og ég hafi farið í gegnum það á tveimur vinstri fótum. Djö fæ ég flottan bikar þegar það verður búið ! Himnajólarnir standa áreiðanlega í röð til að sjá þessa kellingu koma vappandi. Ég held að ég sé tilrauna dýr.
Ja hérna, svo hlæ ég að þessu. Maður er náttlega ekki í lagi hehehe
Try JibJab Sendables® eCards today!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Mikið erum við heppinn að vera laus við þessa fellibyli, fáum að vísu leyfarnar af þeim oft á tíðum. Knús knús kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.9.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Marta smarta

Jú þú ert sko í góðu lagi. 

Og svo verður þetta bara hálfgerður "útsynningur"  hjá þeim í New Orelans eftir því sem nýjustu fréttir herma og "BOB" fær enga frægð, né heldur yfirvinnu.

Marta smarta, 1.9.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það á víst að draga úr fellibylnum. Fallegt ljóðið og sorglegt líka

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2008 kl. 14:46

4 Smámynd: Dísa Dóra

Þetta ljóð hefur mér alltaf fundist alveg rosalega fallegt og ég hef sagt að það má gjarnan fara á legsteininn minn.

Dísa Dóra, 1.9.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband