Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Í dag hef
30.9.2008 | 17:06
ég gert álíka lítið og í gær og ég er bara ánægð með það. Ég hef ekki einusinni lesið blöðin ! Stundum er ég föst í vanafestunni og líður þá eins og rollu fastri í girðingardræsu (geri ég ráð fyrir) nú eða þá blindum froski að elta haustlitina..hehe.
Ég hef samt farið bæði í Bónus og Fjarðarkaup. Það er eitthvað vesen á Bónus, mitt kaffi fæst bara ekki þar ! Náði mér í það í FK, ásamt fiski og dótaríi í kvöldmatinn. Með var dreginn Björn.
Núna er ég á leið í eldhúsið. Birni var troðið í það verk að þrífa ofninn og hann gerði það. Enda ekki hægt að sleppa úr greipum mömmu sem yfir manni stóð.
Mér finnst oft betra að fara ein að versla, þá kaupi ég bara það sem ég þarf að kaupa. Einhvernveginn læðist allur fj með í körfuna þegar húsbóndinn kemur líka með í búðir. Kallanginn minn, svo mikill ljúflingur og heimsmeistaragóður.
Launþeginn minn virðist bara ágætlega ánægður í vinnunni og er bara hinn mesti dugnaðarforkur, ég hafði sko ekki áhyggjur af systur. Hún er seig og hún er bæði dugleg og klár. (Sigga, leggðu bara umsamda upphæð inn hjá mér )
Ég er glöð í hjarta og hef það alveg fínt. Það líða öðruhvoru yfir skuggar en þeir setjast ekki að hjá mér. Þeim er ekki leyft það. Ég hef margt til að gleðjast yfir, ég hef líka margt til að vera sorgmædd yfir en þá er það mitt frjálsa val. Ég nota það óspart.
Við megum búast við erfiðum fjármálavetri, nú þegar verður erfitt fyrir fólk að greiða af erlendum lánum. Fleiri fyrirtæki og eignarhaldsfélög munu verða í erfiðleikum. Þetta er hinn íslenski veruleiki. Það þarf að þola það. Ég hef ákveðið að vera ekki með áhyggjur af þessari stöðu mála. Ég mun samt fylgjast með þróuninni eins og flestir aðrir gera.
Farið vel með ykkur
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Dagurinn í dag
29.9.2008 | 23:01
hefur farið í ekki neitt. Ég er í fríi og ætlaði auðvitað að gera helling. Já já ég sat með skelfingasvip yfir fréttamiðlunum, græddi hausverk og lagði mig. Og þar lá ég frameftir öllum degi, mér hefur enn ekki tekist að taka til meðan ég sef. Það er auðvitað galli.
Galli á gjöf Njarðar ? Ég bara þekki engan Njörð þannig að þetta hugtak á ekki við á síðu hins opinbera.
Kvöldmaturinn var étinn yfir meltingartruflandi fréttum af heimskreppu, Íslandskreppu og hlutabréfa falli. Svo er maður hissa á að maður nenni engu.
Þvoði af einni skáphurð og þurrkaði af bekkjunum jeyj.
Nú er næst á dagskrá að skríða upp í rúm með Guðríði (nei nei hún býr ekki á Skaganum) og sjá hvort hún sé að komast heim aftur sú gamla.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Jæja
29.9.2008 | 09:48
Nei nei það er ekkert að, svona fundir eru venjulegir hjá okkur þó þið fréttamenn vitið ekkert um það , hreytti Geir út úr sér í kvöldfréttum í gær eða fyrradag. Svo tók hann sig til og hékk á fundi með köllunum alveg fram í nóttina og hérna kemur svo niðurstaðan.
Einn af þremur stórum bönkum er farinn í raun á hausinn, ríkið bjargar honum svona.
Nei nei það er EKKERT að.
Það urgar alveg í mér. Hann gat alveg sagt að þeir væru að leysa eitthvað mál en hann þarf alls ekki að ganga ljúgandi fram fyrir alþjóð.
Ríkið eignast 75% í Glitni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Treysti manninum ekki
29.9.2008 | 09:33
þó hann segi að allir seðlabankastjórar í stjórnarráði á fundi séu daglegt brauð, ég get orðið ekki treyst orði sem hann segir. Nú mun ég eyða deginum í að refresha moggasíðuna, vísir og rúv til að sjá um leið þegar fréttir af þessum gjörning koma inn. Það er eitthvað verið að bralla ! Það er hinsvegar vont fyrir mig persónulega að vera með forsætisráðherra sem ég treysti ekki fyrir horn.
Hvað haldið þið að sé í gangi ? Eitthvað voða plott ?
Ég er auðvitað í sömu stöðu og svo margir, hækkun lánanna étur hægt upp það sem ég átti í mínu húsi. Ég þarf að spyrna við fótum svo skuldirnar verði ekki meiri en húsverðið leyfir. Ég er þó samt í þeirri stöðu að þetta er amk ekki enn vandamál.
Í dag á ég frí, skuldlaust og notalegt frí. Líka á morgun og hinn daginn. Það er frábært !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góð helgi að baki
28.9.2008 | 20:52
Með engri afslöppun en mikilli vinnu, heilmiklum lestri og allskonar skemmtilegheitum.
Þessa helgi hitti ég marga ættingja hehe. Hilmar Reyni, mömmu hans og pabba, Siggu systur og auðvitað góða Pattann minn og Sigga Atla tvisvar.
Sigga færði mér bók um daginn, reisubók Guðríðar sem er auðvitað saga Tyrkja Guddu. Ég byrjaði að lesa með hálfum huga en bókin er algerleg heillandi. Leiftrandi skemmtilegur texti og áhrifarík saga. Steinunn Jóhannesdóttir skrifar þessa bók.
Það hefur verið mikil umræða um einelti að undanförnu. Núna í sunnudagsmogganum er grein um einelti og þar er skráð saga ungs manns sem nærri var orðinn fjöldamorðingi af sársaukanum sem eineltið olli honum. Ég sýndi Patta mínum þetta sem þurfti að þola skelfilegt einelti í skóla, kom heim og blóðið lagaði úr honum. Honum leið skelfilega í þessum skóla. Skólinn ónýtur að bregðast við og sárindin eru svo sannarlega til staðar. Ég sýndi honum þetta svo hann sæi að þessa reynslu hefur hann ekki einn- það eru ótrúlega margir sárir vegna slíkrar framkomu í skóla og þar á meðal ég. Mér var strítt heil ósköp á hárinu, öllunum krullunum. Stelpurnar sögðu að það væri lýsnar sem flæktu hárið svona. Svo var mér auðvitað strítt á að ég vildi ekki vera með í neinu með þeim í skólanum en það kom af sjálfu sér vegna þess að þær voru leiðinlegar við mig.
Þessum kafla hef ég þó lokað og þetta gerði mig bara sterkari ef eitthvað er. Því er samt ekki að heilsa með börn mín, þau eru með ör eftir ónærgætnar athugasemdir, einelti og einhvern annan vibba síðan úr æsku.
¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨verð að þjóta..meira síðar
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja
27.9.2008 | 17:47
Það er ekki banalega, það er LETI. Allt öðruvísi veiki og auðlæknanleg, maður þarf bara að nenna því.
Það er allt í lagi með mig þó ég sé svolítið klumsa. Patti minn er hérna og ég ætla að fara að njóta þess að hafa hann -þennan góða strák !
Hasta la vista eða eitthvað
Leiter !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Já já
26.9.2008 | 23:11
Ausum bara aurunum út í eitthvað svona ...það er alveg ágætt !!
Andskotans forgangsröðunin alltaf !!
Geir bauð Ban Ki-moon til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Ég hélt að bloggheimur væri orðinn klikk !
26.9.2008 | 22:14
Það voru allir að tala um mann Á konu. Mér fannst þetta jaðra við argasta klám og fór hjá mér í mínu smásálarlega hjarta sem er bæðevei í viðgerð til að verða víðsýnt og flott en það er allt önnur saga.
Þá komst ég að því að fólk er að tala um Bubba, og vísunin er í titil plötu hans Kona.
Mér stórlétti.
Af tómum kvikindisskap breytti ég einhliða ráðningarsamningi nýja starfsmanns heimilisins, viðkomandi starfsmaður þarf að hefja störf sólarhring fyrr en áður var áætlað. Af alkunnu æðruleysi sagði starfsmaðurinn ekki orð til mótmæla
Það er gott að hafa góða starfsmenn hehe.
Annars er ég góð !
Góða nótt og takk fyrir góð komment við erfiðar upprifjana færslur hérna fyrir neðan. Við þurfum að hugsa um fólkið okkar sem á við erfiðleika að stríða. Annað er okkur ekki sæmandi sem þjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26 september 2008
26.9.2008 | 12:58
ó ég skrifaði 2007 í fyrirsögn, náði sem betur fer að laga það áður en ég varð mér opinberlega til skammar.. Skrifaði 2009 í vinnunni sl mánudag. Ég er ekki sérlega dagavillt, ég er áravillt !
Siv framsóknarkona segir að dómsmálaráðherra gangi um og kveiki elda. Getur enginn náð eldfærunum af kallinum ? Hann er alveg ferlegur orðinn. Ég þekki lögreglustjórann fráfarandi suðurfrá ekki neitt en mér hefur alltaf fundist hann fullur af eldmóði og með einlægan áhuga á starfinu sínu. Það tvennt gerir frábæran starfsmann. Nú er lögreglan suðurfrá meira og minna í fýlu og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Eru aldurstakmörk á friðargæsluliðum ? Hvernig væri að senda B.B. til Afganistan í friðargæslulið ? Stilla honum upp á eitthvað horn með sinn inngróna fýlusvip og engum dytti í hug að gera nokkra skömm af sér þar í grennd af ótta við að þurfa að tala við B.B. Það má svo nota pappaútgáfur á önnur horn.
Eins og sjá má er ég ekki sæl með þennan dómsmálaráðherra. Mér finnst hann sífellt vera að skíta í nytina sína. Um leið og sjallarnir sjá að hann er dragbítur þá losa þeir sig við hann í eitthvað pent embætti sem ekki þarf miklar yfirlýsingar út á við, helst engar.
Eins og þið sjáið í kommenti við síðustu færslu þá eru líklega þessar 37 manneskjur sem skráðar eru í hagtölunum aðeins hluti þeirra sem fremja sjálfsvíg. Mörg sjálfsvíg eru skráð sem annað. En ef við hugsum bara um þessa opinberu tölu þá er þetta mikið mannfall. Ef svona margir færust við aðrar aðstæður þá yrði gripið til aðgerða. Þetta er falið vandamál, sumpart vegna þess að sársauki aðstandenda er svo mikill, þeim finnst þeir hafa brugðist sínum og ekki komið til aðstoðar. Ég get alveg staðfest að það er svo margt sem leitar á hugann við slíkan voðaatburð. Hvað gat ég gert ? Afhverju talaði hann ekki við einhvern ? og ótal fleiri slíkar spurningar.
Við þurfum að fara að taka á málefnum þeirra sem þjást af geðröskunum, þeirra sem þjást af fíkn. Finna leiðir til hjálpar. Við erum lítil þjóð og við megum ekki við þessu mikla manntjóni. Á bakvið hvern og einn er heil stórfjölskylda, sem er í sárum. Þetta snertir okkur svo mörg, við erum svo særð vegna þessa.
Guð geymi fólkið okkar sem ekki gat verið með okkur lengur, við munum alltaf minnast þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Að minnsta kosti 30 karlar létust í fyrra
25.9.2008 | 20:10
féllu fyrir eigin hendi. Ég hef verið að bíða eftir hagtölum Hagstofunnar og þær eru nýkomnar inn á vefinn.
Hérna er hinsvegar hlekkur á alla þessa karla, þetta er hræðilega mikil mannfórn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)