Jæja

Nei nei það er ekkert að, svona fundir eru venjulegir hjá okkur þó þið fréttamenn vitið ekkert um það , hreytti Geir út úr sér í kvöldfréttum í gær eða fyrradag. Svo tók hann sig til og hékk á fundi með köllunum alveg fram í nóttina og hérna kemur svo niðurstaðan.

Einn af þremur stórum bönkum er farinn í raun á hausinn, ríkið bjargar honum svona.

Nei nei það er EKKERT að.

Það urgar alveg í mér. Hann gat alveg sagt að þeir væru að leysa eitthvað mál en hann þarf alls ekki að ganga ljúgandi fram fyrir alþjóð.

 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er orðlaus eins og aðrir bloggar og kjaftaskar landsins. Skyldi Geir hafa munað eftir að bæta við í uppskriftina sem hann fékk hjá Bush, því sem snýr að launum stjórnenda og starfslokasamningum sbr. kröfur Bandaríkjaþings.

Já svo logið upp í opið geðið á landslýð. Sammála ykkur stelpur.

Enn þykir mér líka átöluvert þegar fjölmiðlar lepja sannleikinn upp úr greiningadeildum bankanna sem geta ekki einu sinni unnið fyrir eigin húsbændur. Frekar vil ég sannleika Greiningadeildar Múrbúðarinnar

Gáfnaljósið (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dauði og djöfull.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 10:26

3 identicon

Það urgar alveg í mér líka, Ragga mín. Hvert í ósköpunum á þetta allt saman eftir að fara, maður spyr sig?!

En allavega, knús á þig, kæra vinkona,

eigðu notalegan frídag og góða komandi viku

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:29

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:35

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og hvað er þá að þegar ekkert að? maður spyr sig. Kveðja og knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 12:50

6 Smámynd: Hugarfluga

Það er með ólíkindum hvílíkum hroka og dónaskap þessi maður býr yfir. Trekk í trekk kemur hann svona fram við þjóðina ... burt með manninn!!!

Hugarfluga, 29.9.2008 kl. 15:24

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Nei það er alltaf allt í góðu lagi með allt að hans áliti

Eyrún Gísladóttir, 29.9.2008 kl. 18:24

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Geir er bara strengjabrúða Davíðs og segir bara það sem hann má í það og það skiptið.

Helga Magnúsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:39

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Líst ekki vel á hlutina.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.9.2008 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband