Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Ánægð með þetta

Heildar tryggingapakkinn lækkaði í dag, um litlar 205.697 krónur. Það munar um minna í kreppunni.

Ég hringdi hæstánægð í Steinar og sagðist vera þyngdar minnar virði í gulli í dag.

hvað gerðirðu spurði hann varlega.

(auðvitað átti hann að segja : Já elskan mín, ég vissi það)

HRMPF

kallar !

Nú set ég tryggingarfélagið mitt í tenglana mína sem heita Góðir staðir !

Þar fá bara eðal að vera..bestu vinir aðal á síðunni hehe


Skrjóður

Ég er sífellt að lenda í undarlegri uppákomu með sjálfa mig. Núna er nýjasta dellan að skrifa kolvitlaus, allir réttu stafirnir í orðunum en í vitlausri röð! Það er eins og skilaboð heilans fari í vitlausa putta. Fer maður til læknis með vitlausa putta ?

Já ég nenni því amk ekki

Milli þess sem ég hef verið að hitta fólk í dag hef ég verið að hugleiða mín mál. Skoða brestina mína og reyna að setja þá niður á blað. Það bregst ekki að mesta hugljómunin verður þegar ég hef ekki nokkurt einasta tækifæri á að skrifa það hjá mér og heldur bregst það ekki að hugljómunin er fjöruð út þegar ég kemst í skriffæri. Þá verð ég pirruð á mér og mínu minnisleysi.

Í dag hefur það verið dómharkan sem ég hef verið að hugsa um. Ég er svo andstyggilega fljót að missa mig í hana. Sný upp á mig og fer sko alla hundrað metrana með þetta. Svo átta ég mig. Skammast mín og reyni að gera betur.

Ég hef líka verið að vinna svolítið í samskiptum við fólk. Ég veit alveg að ég er ekki hundleiðinleg kelling en mér hefur tekist að koma sjálfri mér rækilega í skilning um að ég passi ekki með öðru fólki og að enginn nenni að fá mig í heimsókn. Ég er semsagt kellan sem er kyrr heima hjá sér og fer ekkert þaðan nema þá til að vinna fyrir salti í grautinn.

Á miðvikudögum hitti ég oftast í kringum 200 manns, á góðum stað með góðu fólki. Á fimmtudögum hitti ég svona 20-30 manns í hádegismat. Það hefur verið fínt líka og ég held mig við þetta í vetur amk.

Í dag fór ég hinsvegar líka og truflaði einn toppbloggarann hér á moggabloggi. Þið getið skilið eftir skammir í kommentakerfinu ef þið hafið verið að bíða eftir færslu frá Jennýu með ofvæni og ekkert gerðist. Hún bloggaði nefnilega ekki staf á meðan ég var hjá henni og mér tókst að stoppa í ágætan tíma. Ég er áreiðanlega húsfluga í aðra ættina, mér gengur ekki vel að vera kyrr. Ég hitti þar í eigin persónu hið skemmtilega barnabarn sem af alkunnum rausnarskap bauð mér umsvifalaust í heimsókn strax á morgun.

Takk fyrir kaffið og spjallið Jenný mín.

Nú ætla ég að halda áfram að hugsa um hvernig ég kemst hjá því að vera dómhörð og snúin við fólk, blásaklaust.


Sól inn um gluggann

og ég er að reyna að hefja þennan dag með sól í sinni líka. Það er svona og svona sem það gengur. Var eitthvað pirruð í gærkvöldi en tókst ekkert að finna hvað það var samt, svo ég bara hristi það af mér.

Fór með "nýja starfsmanninn" í kynningarferð í gær, sýna hvar biðstöðvar okkar eru og hvernig þetta er svona í grófum dráttum. Ég er nokkuð viss um að undirbúi maður nýjan starfsmann almennilega þá gengur honum betur í vinnunni og allir hagnast á því. "Nýi starfsmaðurinn" hefur áratuga reynslu af akstri og samskiptum við fólk þannig að ég kvíði ekkert fyrir þessu.

Eina sem gerist þegar ég afhendi bifreiðina í næstu viku er að ég mun blogga meira múhahahaha Devil

Já og þó ekki ég hef hellings viðhaldsvinnu að sinna hérna (ekki svoleis viðhald dónarnir ykkar) get málað herbergi og hitt og þetta dund.

Það verður líka hvíld í að vera bara í einni vinnu..snilld.

Ahh..ég held að ég sé búin að fatta pirringinn, þá er best að takast aðeins á við hann.

Ekki fer ég að ausa svívirðingum yfir bloggheim sakir pirrings ? Nei nei nenni því ekkert.


Jæja!

Búin að gera ráðstafanir með vandræðin í síðustu færslu, erþa nú vandamál !

Ók framhjá Fjölskylduhjálp í dag og þar gekk fólk áleiðis heim með poka. Þar eru vandamál. Mitt er eiginlega ekki vandamál, efnahagsleg beygla bara.

Ég get líka alltaf sagt af mér, eins og Jóhann lögreglustjóri á Suðurnesjum. Ég fæ að vísu hvorki biðlaun né starfslokasamning en það eru nú bara baunir í skál.

Eldsneytið hefur hækkað gríðarlega, tryggingarnar eru að skila sér í hús og bara hér hefur það hækkar um 25000 á mánuði. Stöðvarnar hafa hækkað sín gjöld á bílstjórana og þessu verður ekki velt yfir á neytandann. Afleiðingin verður einfaldlega sú að menn munu fara að leggja inn leyfin í einhverjum mæli. Þjónustan skerðist og við það fækkar viðskiptavinunum enn meira. Svona verður þetta vítahringur sem engum verður til gagns.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨

Var að koma úr viðgerðinni minni, það var ofsalega gott. Ég þarf að finna nokkuð stíft í þessu þessa vikuna, er aðeins stöðnuð í huganum. Það mun þó lagast.

Ég skrapp í klaustur í dag með Siggu systur, ofsalega notalegt að koma þar inn í kyrrðina. Við versluðum aðeins þar -ég fékk mér róðukross á vegg og talnaband.

Farið vel með ykkur.

Jenný 17 cm eru heillangir lagðir saman í eina röð Whistling


Fólksflutningar

urðu óvænt á árinu. Ég veit nú ekki hvort sagan mun líka þeim við Vesturheimsferðir á sínum tíma en það kemur þá í ljós. Mér skilst að allir vinir mínir (og það er flottur hópur) á Selfossi hafi flutt, óspurðir og óvart, eitthvað annað. Um er að kenna jarðskjálfta sem hristi þá til í vor, blásaklausa.

Annars fékk ég glaðning í dag Frown Mitt ástkæra tryggingafélag ákvað af sínum alkunnu almennilegheitum að senda mér reikning fyrir næsta ár. Hér eru tveir leigubílar á heimilinu.

Fyrir annan borga ég 294.000 á árinu en hinn leggur sig á 306.000.

Afsakið meðan ég grenja hérna Crying

Knús á Selfyssingana mína


Ef maður heldur áfram að reyna

þá tekst það á endanum. Dropinn holar steininn.

 

Ég er alveg heilluð af honum syni mínum núna. Hann hefur verið í erfiðleikum í lífinu en aldrei gefst hann upp. Hann verður kannski niðurdreginn í einhvern tíma en svo rís hann sem fuglinn Fönix úr öskustónni og breiðir út fallegu vængina sína.

Hann stendur frammi fyrir erfiðleikum hvern dag, hann leysir það sem hann getur en hann gefst aldrei upp. Hann er hetjan mín.

Hann er alltaf hlýr og góður við hana mömmu sína.

Hann er í "tómu tjóni" en hann er flottastur.

Patti minn , ég elska þig til tunglsins og til baka...bara flottastur !


Vondur fréttadagur

en ágætur dagur persónulega fyrir mig. Vinnan mun skárri en í gær og kallarnir í nokkuð góðu skapi. Einn þeirra kvartaði yfir því að þjóðþekktur maður hefði farið yfir á rauðu (leigubílstjórar gera aldrei svoleiðis Whistling) ég sagði manninum að hætta þessu röfli. Maðurinn sem hann sá hefði einfaldlega keypt gatnamótin ef hann hefði fengið sekt !

Fréttir dagsins eru heldur nöturlegar, hugurinn leitar óhjákvæmilega sterkt til aðstandenda ungu konunnar í Dómínikanska lýðveldinu. Ég veit hversu hræðilega erfið sporin þeirra eru.

Svo hef ég fylgst með harakiri Frjálslynda Flokksins. Mér sýnist nokkuð ljóst að þessi fjörbrot séu dauðateygjur þessa smáflokks. Hann á ekkert líf fyrir höndum ef samstaðan innan flokksins ætlar að vera svona.

Ég var svakalega klár í gær, vann gizkið hjá Hrönn W00t Ég er alveg sannfærð um að Anna hefur verið utan við sig í smástund fyrst ég náði svo góðu heilasambandi, kannski var hún sobbnuð bara.


Mikil er mæða ungra manna

hilmar gerir viðHilmar Reynir að gera við bilaða farartækið sitt. Þarf maður virkilega að gera allt sjálfur ?

 

 

 

 

 

 

 

 

 

hilmarþreytturSvo verður maður svo svakalega þreyttur á svona viðgerðabrasi.

 

 

 

 

 

 

 

Ó mæ...sætastur auðvitað ömmusinnarsnúðurinn


Kolakallinn

og frændi hans Fjörulallinn voru notaðir sem grýlur á krakkana mína í gamla daga. Fjörulallinn bjó í fjörunni og þangað mátti ekki fara. Kolakallinn hinsvegar bjó í olíufíringunni sem var í þvottahúsinu á Grundarfirði. Það var nóg að renna smá loku frá og þá horfði maður inn í olíueldinn. Stórvarasamt fyrir smá fiktu putta.

Nú er ekkert barn hér enda er ég komin af þeirri skoðun að nota grýlur, ehh hélt ég. Fann grýlu á Steinar á sunnudaginn. Við skruppum í MAX raftæki og vorum að kíkja á uppþvottavélar, held að kínverjinn með burstann í eldhúsinu sé að gefast upp á djobbinu.

Allt í einu hvarf kallinn, ofan í hægindastól fyrir framan stóran flatskjá með heimabíókerfi. Hann sat heillaður og horfði á sjóræningjamynd. Það var hinsvegar fótbolti í beinni til hliðar við hann á minni skjáum, hann leit ekki á það (hann er mikill boltakall) Þarna sat hann með sælusvip. Ég prufaði að labba aðeins í hvarf. Kíkti svo fyrir horn og hann sat þar enn..hrmpf. Ég labbaði kæruleysislega til hans og horfði á hann í smástund. Ekkert gerðist enn, alveg heillaður af sjónvarpinu. Þarna var frú Ragnheiður farin að ókyrrast verulega, sá fyrir sér keyptan flatskjá og langar raðgreiðslur.

Ég prófaði að ræskja mig aðeins og hvessa blíðlega augun á hann ; Veistu Geir Haarde er búinn að leggja blátt bann við að fólk sé að eyða í svona !

Kallinn spratt á fætur, kom þægur með mér í hrærivéladeildina og við keyptum grænmetiskvörn á hrærivélina mína.

Slapp út með eyðslu innan við 4000.

Það gekk hinsvegar ekki alveg eins vel að spara í Bónus, tölum ekki um það (RÆSKJ)


Meira hugs

en vonandi skiljanlegri færsla.

Kær bloggvinkona fjallar um Alzheimer sjúkdóminn. 

Maður getur ekki valið sér sjúkdóma þegar ellin læðist að en ég vona heitt og innilega að þennan fái ég ekki. Ég skal tækla allt annað en það.

Alzheimer tekur sjálfið manns. Maður sjálfur hverfur smátt og smátt á braut, aðeins umbúðirnar eru eftir. Sjálfið manns sem skilgreinir mann og maður hefur eytt æfinni í að rækta og laga þannig að það sé eins nothæft og hægt er.

Ó þetta er svo miskunnarlaus sjúkdómur.

Getið þið hugsað ykkur nokkuð hræðilegra ?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband