Góð helgi að baki

Með engri afslöppun en mikilli vinnu, heilmiklum lestri og allskonar skemmtilegheitum.

Þessa helgi hitti ég marga ættingja hehe. Hilmar Reyni, mömmu hans og pabba, Siggu systur og auðvitað góða Pattann minn og Sigga Atla tvisvar.

Sigga færði mér bók um daginn, reisubók Guðríðar sem er auðvitað saga Tyrkja Guddu. Ég byrjaði að lesa með hálfum huga en bókin er algerleg heillandi. Leiftrandi skemmtilegur texti og áhrifarík saga. Steinunn Jóhannesdóttir skrifar þessa bók.

Það hefur verið mikil umræða um einelti að undanförnu. Núna í sunnudagsmogganum er grein um einelti og þar er skráð saga ungs manns sem nærri var orðinn fjöldamorðingi af sársaukanum sem eineltið olli honum. Ég sýndi Patta mínum þetta sem þurfti að þola skelfilegt einelti í skóla, kom heim og blóðið lagaði úr honum. Honum leið skelfilega í þessum skóla. Skólinn ónýtur að bregðast við og sárindin eru svo sannarlega til staðar. Ég sýndi honum þetta svo hann sæi að þessa reynslu hefur hann ekki einn- það eru ótrúlega margir sárir vegna slíkrar framkomu í skóla og þar á meðal ég. Mér var strítt heil ósköp á hárinu, öllunum krullunum. Stelpurnar sögðu að það væri lýsnar sem flæktu hárið svona. Svo var mér auðvitað strítt á að ég vildi ekki vera með í neinu með þeim í skólanum en það kom af sjálfu sér vegna þess að þær voru leiðinlegar við mig.

Þessum kafla hef ég þó lokað og þetta gerði mig bara sterkari ef eitthvað er. Því er samt ekki að heilsa með börn mín, þau eru með ör eftir ónærgætnar athugasemdir, einelti og einhvern annan vibba síðan úr æsku.

¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨¨verð að þjóta..meira síðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Einelti er ekkert annað en viðbjóðslegt ofbeldi. Það á aldrei að líðast og það er skömm að því hvað skólayfirvöld eru lokuð fyrir þessu.

Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elskulegust og góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:22

3 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Það er alveg löngu komin tími til að tala um eineltið eins og það er, ekki einhverja fegraða mynd af þessu skelfilega ofbeldi!

Ég vil amk trúa því að blákaldur raunveruleikin sé sterkasta forvörnin í þessu máli. Það er ekki lengur hægt að segja við þann sem verður fyrir einelti að harka þetta tímabil bara af sér. Það er ekki hægt að segja að sá sem verður fyrir einelti verði seinna meir sterkari fyrir vikið.

Ég þekki dæmi um gamlann skólabróðir sem var lagður í einelti. Þegar við vorum komin í menntó hélt eineltið áfram og einn daginn fékk hann nóg og mætti með hníf í skólann. Hópur af krökkum (þar af bekkjarfélagar mínir) voru að koma úr tíma þegar hann gekk að einum stráknum sem á að hafa lagt hann í einelti og stakk hann í hálsinn, Hann slapp þó tæplega með skrekkinn. Þetta var ekki hér á landi, en ekki langt í burtu, bara í litlum bæ í svíþjóð.

Vonandi fer nú eitthvað að gerast að viti í þessu, tími til komin að við birgjum brunninn áður en barnið dettur, það á ekki alltaf að bíða eftir fallinu!

E.R Gunnlaugs, 28.9.2008 kl. 21:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bókin hennar Steinunnar er yndisleg.

Njóttu restar af kvöldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.9.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband