Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Húki hér og hangi
4.6.2008 | 12:16
finn mér nákvæmlega ekkert að gera ! Samt náði ég að spjalla við systu á msn í morgun, milli þess sem hún hentist út og suður í einhver erindi. Það er mikið að gera hjá henni, bæði í strætómálum og einkamálum.
Ég sit hinsvegar hér, næstum í fýlu. Þreif allt voða vel um helgina og dettur ekkert í hug. Nenni ekki einu sinni að hugsa. Er að hlusta á uppáhaldsútvarpsstöðina mína, Rás 1. Já já ég veit....old old old.
Það eru bara hellings góðir þættir þar. Mín uppáhalds útvarpskona er þar, Margrét Blöndal og margir aðrir afar góðir.
Henti litla götusóparanum fram í forstofu og ákvað að láta þrífa þar. Búin að fá rafvirkja til að tengja nýja kló fyrir mig á þvottahúsið nýja. Þið sem hafið lesið hér lengst fenguð að fylgjast með flísalögnum konunnar, áður en Himmi dó og ég fór í verkfall. Nú er verkfalli lokið og ég fer að druslast í að klára þetta. Gera fínt, gera fínt.
Ég lánaði undan mér bílinn og er að bíða eftir að lánþeginn hringi í mig til að skila farartækinu aftur. Ég ætlaði annars að aka í dag og á morgun og líklega föstudaginn...svo eru símavaktir inn á milli og svona æfingar.
Gerði mistök í gær og saup seyðið af þeim fram eftir nóttu. Ég átti lifrarpylsu sem var að komast á ellibætur og ég deildi henni fallega milli mín, Lappa og Kela. Það hefði ég betur látið ógert. Mr. Keli rak ,kasúldið ,við í alla nótt og frú Ragnheiður með sitt ofvirka nef var alveg að farast úr ólykt !
Note to self ; ekki gefa voffum lifrarpylsu !
Ég held að ég hafi gengið í vestfirsk náttúruverndarsamtök í gær, bíð samt eftir staðfestingarpósti þess efnis. Ég get ekki hugsað mér svona olíuhreinsistöð fyrir vestan, hef hugsað með hryllingi til mengunarinnar sem af þessu hlýst og svo ef færist skip þarna úti fyrir , fullt af olíu....*hrollur*
Viðskiptahallinn er eiginlega flatur núna samkvæmt fréttum. Ég hef lítið lagt til að skemma það. Er með sófasett úr Rúmfó og svona dótarí sem kostaði frekar lítið. Það minnir mig á þegar ég sagði manninum mínum frá verði stóls sem við sáum í blaði. Ljótur stóll en einhver verðlaunahönnun, og það kostaði bara litlar 150 þúsund krónur fyrirbærið. Bóndanum varð illt í veskinu í marga daga. En hann heppinn, enginn heima hjá honum svo snobbaður að vilja kaupa þetta.
Heiður (www.snar.blog.is) skrifar góðan pistil í dag um úrræðaleysi kerfisins. Kíkið á það. Við sem eigum börn sem eru á jaðrinum erum gleymdur hópur..Ekkert gert fyrir þessi börn...andskotans sem maður verður reiður yfir þessu.
En aftur að því að leiðast.....
Baráttukveðjur til vagnstjóra strætó !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Halló ! Halló!
3.6.2008 | 21:53
Æi elsku bestu bloggarar takið nú höndum saman og gerið eitthvað!!
Látum ekki einhverja örfáa vaða yfir okkur á skítugum skónum og eyðileggja einn fallegasta stað á Íslandi með OLÍUHREINSISTÖÐ!
Ekki trúa því eitt augnablik að það sé verið að bjarga atvinnustöðunni á Vestfjörðum. Fólk sem býr þarna í nágrenninu kemur ekki til með að komast til og frá vinnu, hvað þá þeir sem búa í einhverri fjarlægð.
Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir því að þetta verði þrælakista illa launaðra útlendinga.
Hvaða hálvita datt í hug að Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum væri málið?
Fyrir nokkrum mánuðum stofnuðu þær Bryndís Friðgeirsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir Náttúruverndarsamtök Vestfjarða. Ég hvet ykkur til að skrá ykkur í þau samtök eins og skot.
Það gerið þið með því að senda tölvupóst á bryndis@isafjordur.is
Hún Lára Hanna Einarsdóttir sem við ættum öll að þekkja eftir Bitruhálsvirkjanabaráttuna hefur skrifað mikið um Olíuhreinsihneykslið og ég hvet ykkur til að kíkja á það
Ekki láta þessa færslu detta út í tómið!! Endurskrifið hana á ykkar bloggi í einum grænum og látið heyra í ykkur
Ekki röfla yfir kaffibolla núna!
-------------------------------------------------------------------------------------
Nennti ekki að endurskrifa en stal bara færslunni í heild frá Heiðu minni. Ég vil ekki sjá þessa stöð þarna fyrir vestan og í raun hvergi á landinu. Ekki bulla með að fólkið þurfi vinnu, það er nóg annað hægt að gera en eitthvað sem eyðileggur fallegustu staðina á landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
og så videre
3.6.2008 | 21:46
Ég var að horfa á Rúv eftir að hafa nærri slasað mig á flótta út af skjá einum. Svíar á þvælingi í Víetnam, í fjallaþorpi þar. Það var ein gömul sem þeir vildu tala við og það gekk alveg með aðstoð barnabarnabarns. Gamla var nú ekki alveg klár á hversu gömul hún væri en taldi sig vera 125 ára. Með smá rannsóknarvinnu á staðnum þá komust Svíarnir að því að það er rangt hjá henni. Hún er 129 ára ! Æj smá sjónlaus og heyrnarlaus og illt í hnjánum. Ég sat í sófanum (langleiðina 100 árum yngri) og skammaðist mín fyrir mín hné og almennan aumingjaskap. Stelpur ! Ég er að segja ykkur það - ég harðneita að verða svona gömul !
Samkvæmt fréttum dagsins þá er Björnum ekki óhætt úti, ég er að spá í að loka minn inni til frambúðar. Björn ! Heim og inni í herbergi !!
Annars er ég góð, væri betri ef ég þyrði að skipta um rás á sjónvarpinu...
Hey já, hlustaði í fyrsta sinn á útvarp Sögu í gær, þá er það afgreitt...hehe.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég eignaðist óvart frídag
3.6.2008 | 16:30
og hugsaði með mér að best væri að nota hann í tilgangslaust sjónvarpsgláp en þá rifjuðust upp fyrir mér auglýsingar Skjás eins um stelpustöð eða hvurn skrattann þetta heitir hjá þeim. Og ég fann hárið rísa upp í hnakkanum á mér af pirringi. Einhvernveginn halda dagskrárstjórar að það þurfi að gera eitthvað alveg sér sjónvarpsefni fyrir konur. Einhverjar bull langlokur um húsmæður í hinum og þessum klemmur og fíflalegum uppákomum. Á meðan fá strákarnir að horfa á fótbolta eða spennandi sakamálaþætti og allskonar sniðugt efni.
Hvurslag vitleysa er þetta ?
Þegar maður er 6 ára þá má maður ekki horfa á bannað innan 12. Svo smáfærist maður upp prikið og má að lokum horfa á það sem manni sýnist, nema maður sé kona (stelpa í þeirra skilgreiningu) þá er allt í einu sortérað ofan í mann þvílíki vibbinn að manni stendur bara ekki á sama.
Skýrasta dæmið um helvítis vibbann sem maður á að sættast við að horfa á er þessi auglýsing frá LU kexinu. Fari það nú norður og niður. Hellingur af flottum konum að fara á límingunum yfir einhverju happdrættisrugli í kexpakka?
Ég þekki bara ekki nokkra konu sem lætur svona og ég kaupi bara ekki vöru sem auglýsir sig á þennan hátt, ég bara tek ekki þátt í þessu.
Svo er hitt og nú hlæja þeir sem þekkja mig. Saumaklúbbar ! Það er nú efni í heila blaðsíðu. Upphaflega líklega hugsað svo konur gætu setið saman við útsaum og prjón og aðstoðað hverja aðra jafnvel eða hreinlega montað sig að hæfni sinni á handavinnusviðinu. Ok gott og vel, ég er enn alveg að skilja samhengið. En hvað eru saumaklúbbar í dag ? Er einhver handavinna í dæminu ? Eru þetta ekki orðnir kjaftaklúbbar frekar með matarívafi þannig að allir geti montast með snilld sína í eldhúsinu ?
Ég hef aldrei á minni æfi farið í saumaklúbb og langar ekki til þess. Enda myndi steinlíða yfir þá sem mig þekkja ef ég tæki upp á svoleiðis.
Vinkona mín var í svona. Allar voða duglegar að mæta. Svo veiktist ein og klúbbkvöldið fór í að tala illa um hana, fjarstadda. Vinkona mín stóð upp og gekk á dyr og er síðan meðlimur í félagi mínu gegn saumaklúbbum.
------------------------------------------------------------------------------------
Svo þegar ég var búin að hugsa þetta allt saman -bíða smástund, greiða mér og rétta úr tásunum þá ákvað ég að hvorugt þessara atriða væru þess virði að ergja sig á þeim. Það er OFF takki á mínu sjónvarpi og ég fer hvorteðer ekkert í saumaklúbb, ég er líka allt of feit til að vera étandi kex
Þannig að úr þessu varð tilgangslausasta færsla dagsins og ég veit enn ekkert hvað ég á að gera á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Einn, tveir og ...........
3.6.2008 | 11:55
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
steinsofandi starri og ein spurning
3.6.2008 | 09:34
Í gærkvöldi fórum við, gamla settið, í löngu fyrirhugaðan bíltúr. Planið var að skoða sig um í nýju Kórahverfi og Þingahverfi. Hér er lenska hjá bifreiðastjórum að ætlast til að ég viti allt um allt og þess vegna fer ég og skoða ný hverfi. Það má kalla þetta starfskynningu. Hundar fóru með. Við fórum á gamla bílnum og þar er bekkur frammí. Kelmundur sat frammí, milli "foreldranna" og skoðaði þetta allt með miklum áhuga.
Við komum heim um miðnætti. Þá var gríðarlega fallegt um að litast á nesinu heima, alveg kyrrð og allar tjarnir spegilsléttar. Þá urðu sumir auðvitað að fá að skreppa út fyrir nóttina. Upp í tré steinsvaf starri. Hann svaf alveg grjótfast og vaknaði ekki þó Keli hlypi utan í tréð og hristi það allt. Við eyddum góðum tíma í að horfa á fuglasnann en auðvitað endaði með að hann vaknaði og hentist burt stórmóðgaður.
Spurningin er þessi ; hvað er til ráða fyrir krabbameinssjúkling sem þjáist af ertingu í slímhúð vegna aukaverkana lyfja ? Einhver ráð eða svoleiðis sem þið getið komið með ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þegar ég var þriggja ára
2.6.2008 | 20:29
las ég ekki Moggann. Ég byrjaði á því seinna og ég hef áreiðanlega byrjað á því að skoða myndirnar fyrst. Þegar ég var þriggja ára þá tók Styrmir við þar á Mogga. Í dag er hann hættur sem ritstjóri.
Takk fyrir samfylgdina Styrmir.
Annars veit ég ekki hvernig á að breyta Mogganum. Hann er fínn eins og hann er. Ég er steinaldardýr og er áskrifandi að blaðinu og get ekki hugsað mér að hætta því.
Ég lagði mig eftir vinnuna og missti af skjálftanum áðan, ég er fegin. Sumu er betra að missa af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mamma fanatíker hljóp á sig í gær
2.6.2008 | 09:14
Með bravör eins og oftast þegar kelling fer framúr sér.
Málið var svona.
Meistari Björn birtist heima, haldandi á þremur ókennilegum brúsum. (Móðir vanaföst og kaupir allar vörur eins síðastliðin 25 ár)
Mamma : Hvað ertu að gera ! Bera brennivín inn til mín ?
Björn ; Uhh nei, þetta er tómatsósa og svoleiðis !! Ég var sendur með þetta úr Grindavík !!
( Björn heldur brúnaþungur þegar hér var komið sögu)
Mamma: nei vá ! flott, ég var einmitt að henda næstum öllu úr ísskápnum í dag, var sko að taka til
Næst ætla ég að lesa á hlutina áður en ég fæ flog en af þessu má greinilega sjá að ég er fanatísk á vín.
Hrmpf...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Og hvað nákvæmlega átti varaliðið að gera ?
1.6.2008 | 21:27
Sko, Björn, við hin vorum hér alveg til friðs á meðan löggæslan var "skörðuð" hérna suðurfrá. Við varla lentum í árekstri á meðan, við vorum að fylgjast með vinum okkar í Árnessýslu.
Hinsvegar er umhugsunarefni afhverju vefsíður fréttamiðla eins og Rúv og Vísis þoldu ekki álagið en það fellur líklega undir einhvern annan ráðherra eða hvað?
Svo má líka svara spurningu Ragnars skjálfta sem hélt því fram að fjársvelti stofnunarinnar væri orsök þess að ekki væri hægt að senda aðvaranir um yfirvofandi skjálfta.
Leystu þessi vandamál, svo skulum við spá í tindátadótið !
Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Margt skrýtið í kýrhausnum
1.6.2008 | 21:12
Um daginn kom ég lesanda nokkuð á óvart. Ég talaði um að ég hvíldi mig við heimilisstörfin. Þetta féll auðvitað í grýttan jarðveg. Málið er einfaldlega svona. Ég hef þjáðst af mikilli andlegri þreytu sem mér hefur ekki gengið vel að ná mér almennilega af. Ég er skást ef ég næ að einbeita mér að einhverju ákveðnu verki og hef til dæmis púslað mikið í vetur. Nú er hlé í því aðeins. Um daginn tók ég mig til og fór að þrífa almennilega til hjá mér. Ég fékk bæði útrás og hvíld í þreytta hausinn minn. Húsið hefur verið mér til stórskammar í allan vetur. Orkan hefur bara ekki verið til nokkurra verka. En nú varð breyting á. Ég hef náð að gera húsið hreint og fínt og mér líður stórvel með það. Þegar krakkarnir voru litlir þá undraðist fólk alltaf hversu hreint var þó hjá mér, með öll þessi börn. Málið var að þegar þau voru sofnuð þá tók ég allt til og tók saman öll leikföng og svoleiðis dótarí. Mér leiddist að hafa þetta um allt. Eftir að þau uxu úr grasi og ég tala ekki um fluttu að heiman þá hef ég stundum slugsað við húsverkin, bæði vegna hreinræktaðrar leti og svo vegna slæmrar gigtar.
Mitt óskahús er þannig að fólk geti gengið inn af götunni hvenær sem er og ekkert er manni til skammar.
Núna er það þannig, ég er sátt og eins hamingjusöm og ég næ að vera svona Himmalaus.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)