Og hvað nákvæmlega átti varaliðið að gera ?

Sko, Björn, við hin vorum hér alveg til friðs á meðan löggæslan var "skörðuð" hérna suðurfrá.  Við varla lentum í árekstri á meðan, við vorum að fylgjast með vinum okkar í Árnessýslu.

Hinsvegar er umhugsunarefni afhverju vefsíður fréttamiðla eins og Rúv og Vísis þoldu ekki álagið en það fellur líklega undir einhvern annan ráðherra eða hvað?

Svo má líka svara spurningu Ragnars skjálfta sem hélt því fram að fjársvelti stofnunarinnar væri orsök þess að ekki væri hægt að senda aðvaranir um yfirvofandi skjálfta.

Leystu þessi vandamál, svo skulum við spá í tindátadótið !


mbl.is Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessa færslu, mér finnst hann vera að leita að ástæðu til að fá tindátana sína.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég sat úti á tröppum eins og hver önnur kerling í Kína og hristi hausinn 30 mínútum eftir skjálftann þegar ég sá að lið úr bænum var mætt á svæðið og þyrlur sveimuðu yfir. Ég verð að segja að mér létti.......

Hef enga trú á að Reykjavík hafi tæmst af lögregluliði! Ég sá fjóra bíla úr bænum og svo talsvert mikið af mótorhjólalöggum!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:31

3 Smámynd: Ragnheiður

Já hann talar eins og allt hafi verið í voða hérna í borginni á meðan ..erða nú vitleysa...við vorum flest öll horfandi á sjónvarpið eða hlustandi á útvarpið til að heyra um ástand mála á ykkur, vinunum okkar.

Hrönn, ég er gríðarlega ánægð að sjá þig ....

Ásdís mín, ekkert að þakka, ég hef að vísu ekki villuprófað færsluna, það snöggfauk í mig við HerBjörn

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 21:34

4 Smámynd: Haraldur Davíðsson

BB er hættulegur fasisti.

Haraldur Davíðsson, 1.6.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Ragnheiður

Sammála Ísak og Haraldur.

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 21:45

6 Smámynd: Mummi Guð

Sammála þér eins og svo oft áður. Annars nenni ég ekki að pæla í Birni, þar sem ég er ekki sérfræðingur í sálrænum vandamálum.

Mummi Guð, 1.6.2008 kl. 21:45

7 Smámynd: Ragnheiður

Hehe Mummi góður hehe

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 21:45

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það var náttúrulega afar líklegt að hryðjuverk yrðu framin á meðan..... að Osama hefði verið í sambandi við móður náttúru og biði færis fyrst lögreglan var upptekin við annað.    Eða var það ekki vegna hryðjuverkahættu sem herinn átti að verða til ? 

Anna Einarsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:11

9 identicon

Mikið er ég sammála ykkur, hann BB notar hvert tækifæri sem gefst til þess að koma þessu varaliði á. Væri fróðlegt að vita hvað sérfræðingur í sálrænum vandamálum segði um fólk sem þráir svona mikið her á litla Ísland.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:12

10 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég vildi bara kvitta fyrir mig .ég les oft bloggið þitt en ég hef aldrei kvittað fyrr en ég er samála þér sambandi bb .

knús Gúnna (ókunng)

Guðrún unnur þórsdóttir, 1.6.2008 kl. 22:30

11 Smámynd: Ragnheiður

Velkomin Guðrún Unnur og kvittaðu bara sem oftast, það má líka kvitta og vera ósammála hehe

Ragnheiður , 1.6.2008 kl. 22:33

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 23:09

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góð spurning hjá þér Ragnheiður. -  Og vonandi fáum við að heyra svarið til Ragnars skjálfta um fjársveltið í stofnun hans. -

Það er "skandall" sem Björn verður að svara:  Afhverju er slík stofnun er í algjöru fjársvelti,  svo ekki er hægt að senda út viðvaranir til almennings, um Suðurlandsskjálfta.  -

 Á  meðan dómsmálaráðherra sem er yfirmaður almannavarnamála telur sjálfsagt að veita aukið fjármagn í hersveitarleik sem enginn þörf er á.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:02

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Formlega er skorað á Björn Bjarnason að segja af sér nú þegar þar sem hann hefur með óyggjandi hætti sýnt sig vanhæfan til ábyrgðarstarfa.

Allan tíman var til staðar öflugt borgaralegt varalið skipað sjálfboðaliðum. Með því á ég við alla þá íbúa hér á Suðvesturhorninu sem héldu sig á mottunni á meðan stór hluti lögregluliðsins var upptekinn fyrir austan fjall. Ég veit ekki til þess að það hafi þurft að kalla neinn út sérstaklega til þess að allt færi friðsamlega fram rétt eins og á venjulegum degi á meðan hjálparstörf stóðu yfir, enda var mönnum líka brugðið hér við hristinginn og hugur flestra hjá íbúum Suðurlandsundirlendisins. Við Íslendingar erum nefninlega aldrei samhentari heldur en einmitt þegar náttúruöflin sýna okkur mátt sinn og megin, af því megum við sko vera stolt. Sjálfur fór ég t.d. út úr bænum og hélt norðaustur á bóginn þar sem löggurnar voru síst uppteknar vegna jarðskjálfta enda var víða sýnilegt umferðareftirlit á vegunum. Eins og fram kom annarsstaðar á blogginu þá væri miklu meira vit í að styrkja og efla hjálparsveitirnar sjálfar, frekar en að fjölga þessum blessuðu laganna "vörðum" sem ráðast svo kannski bara á unglinga í kjörbúðum, spreyja piparúða framan í saklaust fólk á bensínstöðvum, fara með samsæri og tilhæfulausum ásökunum gegn fólki sem þorir að segja upphátt skoðun sína á umhverfismálum, hnýsast ítrekað með ólöglegum hætti í stjórnarskrárvarið einkalíf fólks, og almennt hafa grundvallarréttindi samborgaranna að engu. Af slíkum óþverravinnubrögðum íslenskrar lögreglu hef ég ítrekaða persónulega reynslu af misslæmu tagi auk þess sem öll tilvikin sem ég nefndi hér á undan eru staðfest og skjöluð!. Þar sem ekki hefur verið sýnt fram á annað verður maður að taka þessi ummæli Björns eins og hvern annan fasista-áróður sem hann lætur frá sér fara, og í þetta sinn af fullkomnu virðingarleysi fyrir því áfalli sem dundi á Sunnlendingum. Megi það verða honum til ævarandi minnkunar að hafa ætlað að nota þessar hamfarir sem enn eitt tilefnið til slíkrar áróðursstarfsemi fyrir öfgasinnaðri hugmyndafræði sinni. Fyrst honum þykir hugmyndir um lögregluríki svona heillandi ætti hann bara að flytja vestur um haf í það "sæluríki" öfganna og láta okkur friðelskandi Íslendinga í friði, um aldur og ævi!!! A.m.k. ráðlegg ég honum að vera ekkert að heimsækja Selfyssinga á næstunni... ég held þeir vilji miklu frekar fá aðstoð við að laga húsin sín en fá yfir sig meiri löggufasisma en nú þegar viðgengst hér á landi. 

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband