Margt skrýtið í kýrhausnum

Um daginn kom ég lesanda nokkuð á óvart. Ég talaði um að ég hvíldi mig við heimilisstörfin. Þetta féll auðvitað í grýttan jarðveg. Málið er einfaldlega svona. Ég hef þjáðst af mikilli andlegri þreytu sem mér hefur ekki gengið vel að ná mér almennilega af. Ég er skást ef ég næ að einbeita mér að einhverju ákveðnu verki og hef til dæmis púslað mikið í vetur. Nú er hlé í því aðeins. Um daginn tók ég mig til og fór að þrífa almennilega til hjá mér. Ég fékk bæði útrás og hvíld í þreytta hausinn minn.  Húsið hefur verið mér til stórskammar í allan vetur. Orkan hefur bara ekki verið til nokkurra verka. En nú varð breyting á. Ég hef náð að gera húsið hreint og fínt og mér líður stórvel með það. Þegar krakkarnir voru litlir þá undraðist fólk alltaf hversu hreint var þó hjá mér, með öll þessi börn. Málið var að þegar þau voru sofnuð þá tók ég allt til og tók saman öll leikföng og svoleiðis dótarí. Mér leiddist að hafa þetta um allt. Eftir að þau uxu úr grasi og ég tala ekki um fluttu að heiman þá hef ég stundum slugsað við húsverkin, bæði vegna hreinræktaðrar leti og svo vegna slæmrar gigtar.

Mitt óskahús er þannig að fólk geti gengið inn af götunni hvenær sem er og ekkert er manni til skammar.

Núna er það þannig, ég er sátt og eins hamingjusöm og ég næ að vera svona Himmalaus.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.6.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Hulla Dan

Ó hvað ég skil þig vel.
Ég hef haldið heimili í 21 ár (næstum) og voðalega sjaldan tekist að halda því eins og ég sjálf vil, í meira en viku í senn. Nema fyrir jól.
Það er minn æðsti draumur að eiga hreint heimili. Mér finnst bara bæði svo anskoti leiðinlegt að taka til og er það líka tilgangslaust, orðið eins eftir hálftíma.
Veit það er mér að kenna því ég er svo óskipulögð, en pit med det, ég á samt sem áður fínt líf

'oska þér góðrar viku.

Hulla Dan, 2.6.2008 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband