Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Góðan dag
10.4.2008 | 09:50
Ég er auðvitað vöknuð, væri varla að skrifa annars. Í gær var stöð 2 opin hjá mér og ég , afbrotaaulinn , horfði á. Sá meðal annars Kompás endursýndan. Aðgengi fyrir hjólastóla er fáránlega lélegt en yfirlæknirinn fyrir norðan kom mér verulega á óvart. Fyrst ætlaði hann að stugga við myndatökumanni, já hann gerði það, ætlaði það ekki bara. Svo var hann afar asnalegur og kom illa fyrir í þessu viðtali um aðgengi að heilsugæslunni. Ég veit ekki hvaða maður þetta er.
Björn kom heim í gærkvöldi, búinn að klára ökuskólann. Ég bauð honum að lesa loftfimleikafærsluna um sig sjálfan og hann gerði það.
M: Mannstu eftir þessu ?
B: Nei, enda hefur vitið greinilega ekki verið mikið á þessum tíma !
Oft hefur mér fundist ég skrýtin skrúfa. Mér fannst ég samt vera komin nærri því að slá persónulegt met í gær að ætla að drepast í kirkjugarði. Það er í raun heimskulegasti dánarstaður sem hægt er að finna sér.
Ferlið yrði þá svona ; labb í kirkjugarði, kelling dauð, sækja kellingu, setja í líkhús, útför og aftur í kirkjugarð !
Glatað, það sé ég sjálf.
Ég nenni nú eiginlega ekkert að fara í fleiri jarðarfarir í bili en þessa yrði ég líklega að mæta í.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Óskaplegur labbitúr
9.4.2008 | 22:25
Ég vildi endilega rjúka áðan í Fossvogsgarð, átti þangað ákveðið erindi. Rukum af stað með hunda meðferðis og það passaði, búið að loka hliðinu að ofanverðunni. Það er lokað klukkan 21.
Fórum þá niðurfyrir garðinn og sáum í leiðinni gamla Passatinn minn, fyrsta leigubílinn sem ég átti eða sko þann fyrsta eftir að ég fékk formlega atvinnuleyfið. Hann býr greinilega þarna blessaður.
Ég var búin að gá á kort af kirkjugarðinum og vissi í hvaða átt ég átti að fara. Það er heldur lengra labb neðan úr garðinum heldur en ofanfrá eins og ég ætlaði fyrst.
Það var ekki langt liðið á labbið þegar ég varð óeðlilega móð, þetta er aðeins upp í móti þarna. Mæðin versnaði og versnaði og það var farið að ískra í mér eins og gömlum hjörum. Manninum mínum leist ekki á ástandið og með einu og einu orði samþykkti ég að hætta við og fara á morgun frekar.
Þeir sem hafa heyrt óhljóðin í fólki í astmakasti vita líklega hvernig ástandið varð. Honum leist nú ekki meira en svo á gömlu sína.
Ég held að nú verði ekki undan því vikist að reyna að steinhætta að reykja og fara að spá aðeins í málin.
Eins og alltaf þegar ég fæ svona kast þá er ég uppgefin núna, steinuppgefin.
Býð góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Englakór
9.4.2008 | 20:21
í Kastljósinu núna. Ef ég á eftir að hitta englakór þá býst ég við að svona muni hann hljóma.
En að öðru, meiri hrakfallaminningar úr æsku barnanna minna.
Solla mín hafði gaman af að leika sér og oft við bræður sína. Hjalta fannst ótrúlega skemmtilegt að vera tekinn í kleinu. Eitthvert kvöldið var ég að vinna og fyrrum maðurinn minn heima með krakkana. Hann hringir með öndina í hálsinum, Hjalti er lamaður segir hann.
Þá hafði Solla verið að kleinast með bróður sinn en missti jafnvægið og datt ofan á hann. Við þetta lamaðist hann allur og varð máttlaus. Ég brunaði heim og við á slysó með "kleinuna". Hann gubbaði þegar við komum með hann þangað en þá þegar var hann kominn með einhvern mátt og svona náladofa í alla útlimi. Hann var hafður þarna frameftir kvöldi til rannsóknar og aðallega var verið að hugsa um heilahristing.
Hann jafnaði sig á þessu. Og ég hugsaði ekki meira um það nema þegar þurfti að hughreysta Sollu skinnið sem var alveg ónýt yfir að hafa meitt bróður sinn.
Hjalti fékk arf, eftir móður sína. Hann erfði festumeinin og gigtina og er bara heilmikið slæmur af þessu. Öll liðamót eru meira og minna brengluð og föst. Við skoðun hjá lækni þá kom í ljós undarleg sveigja á hálsinum.
Okkur er farið að gruna að meiðslin um árið hafi verið verri en við héldum þá. Við upprifjun þá man ég að ekki var tekin mynd af höfði né hálsi.
Við höldum að Hjalli minn hafi hálsbrotnað fimm ára gamall.
---------------------------------------------------------------------------
Hann flaug svo niður fjall á Grundarfirði. Hann endaði þá í polli og rankaði við sér. Hann þrammaði heim og var hinn versti við Björn bróður. "hann grenjaði svo mikið að ég gat ekkert grenjað sjálfur !"
Þetta gerðist í byrjun júní. Hjalti orgaði eins og stunginn grís og gólaði, nú get ég ekki farið í skólann búhúhúhú. Það er enginn skóli strax Hjalti minn. "Wahhhh það er alveg sama, ég kemst ekki !" grenjaði hann. Hann var saumaður víðsvegar um andlitið og hausinn. Allur götóttur grey kallinn.
----------------------------------------------------------------------------
Í fyrra fór hann á bíladaga á Akureyri með Himma. Himmi hringdi í mig,alveg í kerfi og sagði Hjalti er á spítala. Hann er fótbrotinn ! Þá réðust einhverjir gaukar á Hjalla. Hann flúði og fékk allt stóðið yfir sig þegar hann á flóttanum, steig í fótinn. Fóturinn tvíkurlaðist um ökklann. Afar færir læknar á FSA náðu að gera aðgerð á fætinum þannig að hann er þrælgóður. Ég ákvað samt að biðja ekki Hjalla um að vera líkmaður þegar Himmi var jarðaður. Ég vildi ekki leggja það á fótinn hans.
Ég veit ekki hvort ég hef sagt frá því en líkmenn voru pabbarnir hans Himma, Gísli og Steinar. Bræður hans Valdi, Sigþór og Björn. Þar sem ég var þá uppiskroppa með syni þá fékk ég tengdason minn, hann Jón Berg, til að bera mág sinn síðasta spölinn.
Það eru myndir af þeim í albúminu sem heitir útför Hilmars. Allir í jakkafötum nema Valdi sem var í fallegum íslenskum karlabúning.
Þeir unnu þetta erfiða verk með miklum sóma og munu allir alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mömmunnar.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Takmörkuð lausn
9.4.2008 | 17:48
á máli sem fæstir nenna að spá nokkuð í.
Frétt tekin af www.visir.is og ég undirstrika það sem ergði mig við lestur hennar.
Fram kemur í tilkynningu frá borginni að Gistiskýlið í Þingholtsstræti sé ætlað heimilislausu fólki sem hvergi eigi höfði sínu að halla. Í skýlinu eru nú pláss fyrir 16 einstaklinga en verða 20 eftir breytinguna. Undanfarið hefur þurft að vísa einstaklingum frá vegna plássleysis með fjölguninni á að leysa brýnasta vandann.
Velferðarráð samþykkti einnig á fundi sínum að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina / Al hjúkrun um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga. Búsetuúrræðið er samvinnuverkefni Velferðarsviðs og félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Tuttugu manns sem hætt hafa neyslu áfengis- og/eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu fá þar aðstoð.
Úrræðið er ætlað að veita einstaklingum húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu þannig að hlutaðeigandi einstaklingar geti búið sjálfstætt án vímugjafa og tekið virkan þátt í samfélaginu. Þörf fyrir búsetuúrræði með öflugum félagslegum stuðningi hefur lengi verið fyrir hendi fyrir fólk sem á að baki margar áfengis- og vímuefnameðferðir en er ekki í stakk búið til að búa í sjálfstæðri búsetu," segir í tilkynningu borgarinnar.
---------------------------------------------------------------------------------------
Það á semsagt bara að þrengja enn meira að þeim þarna. Borgin hefur kannski keypt kojur á útsölu?
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hugmynd
9.4.2008 | 12:14
en aðallega til að blogga yfir endurminningasorgarbloggið þarna fyrir neðan.
Voru geitungar vaknaðir ? Fá þeir þá ekki kvef í stórum stíl og steindrepast?
Sorry smá Pollýanna, var að reyna að finna góðan flöt á snjónum úti hehe
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
grasekkja
8.4.2008 | 19:38
kallinn strauk að heiman, enda ekki undarlegt. Ég gaf hann í dag. Við vorum í erfidrykkju og ég vildi endilega sitja hjá henni Nínu minni, samstarfskonu og vini. Næsta sæti þar við var svo illa staðsett að ég sá fram á að ná ekki Steinari þaðan út aftur þannig að ég gaf hann, hinumegin á borðið. Plantaði honum hjá Grímu dóttur hennar Rósu sem er líka samstarfskona mín. Mér til undrunar kvartaði kallinn, ég sem hélt að ég væri að gera honum stóran greiða. Hengja hann á glæsilega stúlku, áratugum yngri en ég er.
Svona er lífið, eintómur misskilningur.
Það var fjölmenni í jarðarför Eggerts Thorarensen forstjóra BSR. Það mættu margir af þeim eldri sem eru hættir, ósköp gamlir orðnir sumir þeirra. Einhverjir komu líka frá Hreyfli, bílstjórar sem voru áður hjá okkur. Athöfnin var afar falleg. Eggert var stórbrotinn maður, bráðskemmtilegur og mikið gæðablóð eins og þessi saga sem sögð var í minningarræðu ber með sér.
Þannig var að Eggert var í laganámi. Einhverju sinni átti hann leið um Kringlumýri og sá þar einstæða móður með 5 börn , borna út úr húsnæði sínu sem var þó ekki annað en lágreistur skúr. Eggert hætti umsvifalaust námi og sagðist ekki ætla að læra þetta fag til að fara svona með fólk. Og þar við sat.
Líkmenn voru 8 bílstjórar sem hafa lengstan starfsaldur á stöðinni, þeir báru sinn gamla vin á leiðarenda.
Mér varð á að flissa í erfinu. Var að spjalla við einn af þessum gömlu þegar annar enn eldri kemur aðvífandi. Hann kannast strax við þær Gunni og Rósu enda eru þær nánast naglfastar en bendir á okkur Nínu og segir ; þessar eru nýbyrjaðar ! Já já segi ég. Ég er bara búin að vera í 25 ár æEg byrjaði á BSR 1984 og hef verið þar með örstuttum hléum síðan. Héðan af fer ég varla þaðan.
Dagurinn byrjaði ekki gæfulega. Einn nýliðinn fór alveg með allt systemið í kerfi og hann náði þeim skemmtilega áfanga að vera búinn að koma afgreiðslunni í morðskap klukkan 8. (ég byrjaði klukkan 7.30) En vegna þess að vinnan mín er ekki umræðuefnið hér og verður það ekki þá fer ég ekki nánar út í þá sálma.
------------------------------------------------------------
Smá Himma blús
____________________________________
Solla sagði að það hefði eitthvað verið dáið í augunum á mér þegar ég var að segja þeim frá láti hans. Ég held að það sé meira en í augunum, mér finnst oft eins og það hafi dáið hluti af mér sjálfri. Ég er samt ágæt, þannig lagað. Þeir sem ekki þekkja nákvæmlega sjá þetta ekki en ég efast um að brosið nái alltaf til augnanna. Það verður bara að hafa það, lífið verður aldrei aftur eins.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Aparannsóknin í gær
8.4.2008 | 09:28
vakti upp bros. Ég rifjaði upp sjálfa mig í gamla daga, ég að nenna að draslast með dúkkudruslur...nei það var ómögulegt. Samt voru mér alltaf gefnar dúkkur öðruhvoru, þær sátu þá bara einhversstaðar. Ekki hafði ég áhuga á þeim. Ég átti hinsvegar mikið bílasafn og lék mér mikið með það.
Ansi oft kom það fyrir þegar átti að fara í sunnudagsbíltúr að ég var skilin eftir, þá var ég svo skítug upp fyrir haus að það var ekkert hægt að hafa mig í bílnum. Svo var ég á hausnum endalaust og má undrum sæta að ég skildi ekki brjóta í mér öll bein. Enn í dag er ég með minningu um kvartsklæðninguna á Hrísateignum á hausnum. Þá var ég á hröðum flótta heim og flaug niður tröppurnar með viðkomu á hvassri klæðningunni.
Krakkarnir mínir voru allaveganna með þetta. Hjödda var afar lík mér. Mest gaman að leika með strákunum og á hvolfi í allramestu forarpyttunum. Solla nennti alveg eins að druslast með dúkkudrasl en lék sér líka með strákunum. Ekki annað hægt eigandi alla þessa minni bræður.
Hilmar var STRÁKUR og var með gríðarlega bíladellu frá upphafi. Hjalti var minna ýkt útgáfa og bíladella hefur aldrei plagað Björn. Það var eins gott að ég hætti að eiga stráka eftir að Björn fæddist, ómögulegt að segja hvernig þetta hefði endað hjá mér
Dagurinn lofar góðu en hann verður þungur samt. Það er ekki nóg að sólin skíni á mann útvortis þegar hana skortir innvortis. Það verður jarðarför í dag.
Vonandi eigið þið góðan dag
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Getur maður sagt upp ?
7.4.2008 | 20:00
Sem Íslendingur ?
Hætt við þetta ?
Það er nú ekki eins og þetta hafi verið val til að byrja með. Þetta snýst eitthvað um foreldrana og Chevrolet bíl, líklega árgerð 57.
Það er alveg sama um hvaða flokk er að ræða, allir lofa öllu fögru en enginn stendur við neitt. Samfylkingin er uppspretta vonbrigða. Það geta allir verið í stjórnarandstöðu en það þarf almennilegt bein í nefið til að vera í stjórn og þora að standa með sjálfum sér og þeim málum sem lofað var að vinna að.
Ég er semsagt leið á stjórnmálamönnum.
Ég er hinsvegar búin að fatta afhverju ég er svona þreytt. Jenný segir manni alltaf að henda sér í vegg. Ég hef áráttu fyrir að gegna henni. Það reyndist vel fyrir rúmum 2 áratugum.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
eins og undnar tuskur
7.4.2008 | 13:40
Þannig er þetta í dag. Vegna þess að ég er stórbrotin kvenpersóna þá er ég eins og margar tuskur
Á eftir ætla ég heim, ég ætla að setja gáfurnar í náttborðsskúffuna og heilann í tannburstaglasið og neita að hugsa eina einustu hugsun. Ég ætla bara að sitja, heilalaus, heima og slaka á.
Fíflið sem kveikti í hesthúsunum fór í mig
Áströlsk feðgin fóru í mig þó mér komi þau ekki rass við
Lyktin á bloggi Jennýar fór í mig líka.
Verð kannski löt við blogg næstu daga en þið hljótið að lifa það af.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fór í skoðunarferð
6.4.2008 | 23:51
niðrí bæ. Bjóst við hrundum húsum og öllu í voða. Þetta var nú samt ekki svo voðalegt. Ansi mörg hús við Laugaveg og Hverfisgötu auð.
Ljós hjá systu....
En annars allt í orden.
Nú er að sjá hvort ég komist í vinnuna í fyrramálið eða hvort ég verð tekin með trukki á miðri leið.
Spennan gríðarleg.
Farin að sofa
Góða nótt
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)