Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Mér finnst
7.12.2008 | 13:37
það alveg magnað hversu óöruggur Egill Helgason er eftir allan þennan tíma í sjónvarpi. Stundum tekst mér að fá kjánahroll yfir honum, í þau fáu skipti sem ég horfi á þennan þátt.
Viðmælendur hans voru ágætir.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Össur hvað ?
4.12.2008 | 03:17
Kannski innsláttarvillur í boði hússins en so ?
BEST AÐ LAGA SVO FÓLK FÁI EKKI MEIRI HJARTSLÁTTARTRUFLANIR
Þetta er um draum sem mig dreymdi
Ég er í verslunarmiðstöð, það er erill. Mitt erindi er að finna sr Bjarna Karlsson til að skipuleggja útför, mína útför. Ég hef fengið að vita að ég er að deyja úr krabba.
Við ræðum lauslega saman
Svo förum við að leita að salerni
Það finnst seint og illa og þá bara salerni sem þarf að greiða fyrir afnot af. Við hittum mann sem á að vera faðir kunningja míns. (hann er það samt ekki, sá maður er látinn) Hann þrætir við mig um aldur minn og segir að ég hljóti að vera mun eldri en Bjarni Karlsson sonur hans (athugið allt annað Bjarni)
Ég er eitthvað að vandræðast um þetta við manninn þegar sr Bjarni segir ; ég er bara farinn á salernið þarna frammi, þó það kosti !
Kosti segi ég, ég hef ekki tök á að greiða slíkt.
Ja ég fæ það endurgreitt, segir sr Bjarni og gengur út um dyrnar ....
Iss þú setur það bara á einhvern útfararreikning góla ég á eftir honum
......og hrökk upp og vaknaði !!
hvað þýðir í draumi að skipuleggja eigin útför ???
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Ég labbaði í bæinn (nei nei djók)
1.12.2008 | 20:19
Ég labbaði bara hérna Jörfaveginn, skömmustuleg, með voffana mína.
Ég hef komist að því að háræðakerfið í rassinum á mér er ekki upp á hálfan fisk. Það vantaði bara að rassinn dytti af. Ég persónulega hefði fagnað því en ég veit ekkert hvað nágrannarnir hefðu haldið, finnandi rass á víðavangi.
Keli dró mig ...hann missir sig alltaf í gleðinni þegar ég labba með hann. Ég tilkynnti honum formlega á heimleiðinni að ef hann hefði verið hestur þá væri hann orðinn að buffi með sósu. Þetta er auðvitað frekar asnalegt eigandavandamál að eiga fullorðinn hund sem ekki er taumbetri en þetta.
Ég leit út eins og Michelin kallinn þarna á labbinu. Mér fannst ég heyra heilmikið vindgnauð áður en ég tölti af stað. Úti var blankalogn og ég hugsaði nágrannanum með sögina þegjandi þörfina, í smástund. Þá áttaði ég mig á að þetta er mun betri fitubrennsla.
Ég vind bara spikið úr fötunum þegar ég kem heim.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sofið í fréttaskýringum
1.12.2008 | 08:17
Ég fór snemma að sofa í gærkvöldi enda hálfbarin eftir helgina. Við gamli erum farin að lýjast þegar við vökum fram á rauða morgun í vinnunni.
En það bregst ekki þegar ég fer svona snemma að sofa að ég er að hrökkva upp alla nóttina. Núna var aðeins annað snið á þessu en vant er. Ég hrökk upp með kreppumola í hausnum, þennan og hinn fréttamanninn eða þennan og hinn stjórnmálamanninn.
Ég held að ég hafi náð hverju og einu kreppuhugtaki í hausinn þegar ég hrökk upp og leit á klukkuna.
Ég gafst upp að sofa klukkan 7
Ég er ekki morgunhani en ég nenni ekki að sofa í miðjum fréttaskýringaþætti.
Nú er spurningin, telst þetta ekki til martraðar ?
Til hamingju með fullveldisdaginn, þessi er ekki bjartur, við erum eins og hverjir aðrir aumingjar íslendingar. Komin undir forræði stofnunar úti í heimi.....
Nú fer að verða spennó að fylgjast með henni Hugarflugu, hún er farin að telja niður síðustu vikuna á meðgöngunni með litla ljósið sitt. Bara flottust.....
Ásdís gleður þennan dag -eins og alltaf- með því að skrifa svo fallega bernskuminningu á síðuna síða. Ljóslifandi og yndisleg frásögn.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)