Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Súperjólasveinn !! með smá viðbót

Það er sko ekkert minna....fór klukkan 15 og kom heim klukkan 18 með ALLAR jólagjafirnar plús helling af öðru tilbehör. Skrapp bæði í Hagkaup Holtagörðum og Bónus í sama kofa...þá er ég búin að koma þangað. Þvældist svo í fleiri búðir en eðli málsins samkvæmt mun ég ekki upplýsa um þær. Jólaálfarnir mínir komast þá síður að því hvað er í pökkunum hehe.

Tókst að koma svaka brosi á kallinn minn áðan í miðri Bónusröð. Kva, segi ég við hann, ég er ekkert stressuð og sýndi honum skjálfandi hendurnar til staðfestingar. Það vildi til að enginn nálægur var með íslenskt upprunavottorð og misstu þar af leiðandi af brandaranum tíhíhíhí.... Hann hefur svakalega gaman að því þegar ég geri grín að sjálfri mér hehehe...eiginlega óeðlilega gaman.

Svo stóð ég í innkeyrslunni þegar birtist ein bloggvinkona færandi hendi, það datt svo af mér andlitið að ég hafði ekki rænu á að bjóða henni í kaffi...meiri sauðurinn ! Þá munið þið það bara að tölta sjálf inn í kaffi ef húsmóðir virkar rænulaus....

Í dag er ég sátt við sjálfa mig, það er svolítið afrek.

Munið vinuna okkar góðu og litla stelpuskottið hennar og þau hin sem lifa í svörtum skugga...með erfiðleikana hangandi yfir sér.

PS

Ég, þessi með símafóbíuna, hentist í símann áðan og hringdi í ofboði í Heiði hina mömmuna hans Himma. (www.snar.blog.is) Málið var að hann Þorvaldur sem söng svo listavel við útför Hilmars var í kastljósinu og ég vissi að hana hafði langað svo að sjá hann. Steinar botnaði nú ekki mikið í útlimakæti konunnar og ákvað að vera bara ekki fyrir. Hann skrapp svo í dekkjaviðgerð með syninum, móðir sonarins var með flatt og það gengur nú ekki upp til lengdar. Nú er ég að hamast við að reyna að muna að vekja Bjarndýrið sem þarf að mæta á næturvaktina á eftir. Var að vonast eftir Hjallanum í heimsókn en hann er allaveganna ekki kominn.

Hjödda, það verður áreiðanlega sent með rútunni bara. Svo bara senda sms þegar ég þarf að sækja á flugvöllinn eitthvað.


opin augun

Síðasti skiladagur pakka út á land er í það...ómæ....Hjödda mín, ég er ekki búin að kaupa handa ykkur gjöfina. Það vill til að hægt er að senda með rútu eða trukki hehehe...já já fer í dag að redda málum...klús austur.

Sem sagt fer af stað í dag að redda gjöfunum..ætlaði að fara á morgun en núna er hið herfilega tímaleysi að renna upp fyrir mér...maður má ekkert liggja svona í flensu á aðventunni. Ég er svona aaaðeins að byrja að verða stressuð yfir þessu.....bara smá...pínupons...........

ARG

nei nei djók...

en hinsvegar er það ljóst að ég loka ekki að mér fyrir jólin og áramótin. Enn hefur ekki tekist að leysa málið með að opna fyrir alla bloggvinina sem ég ætlaði að hafa þannig að ég verð að leysa það á hinn mátann....lykilorð og þið pantið það í e maili.

Ástæður mínar eru, ja mínar og ég sé til með að upplýsa þær þegar málið verður komið í höfn. Annars breytir það engu, þið eruð ekkert fróðari með að vita það.

Munið eftir að biðja fyrir þeim sem þess þurfa, það tekur ekki langa stund. Smákertaljós á kvöldin.

Ég er eiginlega klumsa, ég er bara að bulla eitthvað hérna, ég hefði ekki átt að skrifa færslu um ekkert....

Dóh...farin ..bless

 


Skrefi nær mannheimum

mér tókst að komast í bað áðan, tilfinningin er yndisleg.

Hér hefur kallinn minn jólast í dag, ég með óstjórnlegan hósta hef bara setið á hliðarlínunni. Hóstanum fyrir vesen, ósmekklegt vesen sem ég læt liggja milli hluta. Það vill til að kallinn er umburðarlyndur.

Ég minni ykkur á ljós fyrir Þórdísi Tinnu og Kolbrúnu Ragnheiði. Ég var svo heppin að kær vinkona færði mér kerti fyrir nokkru. Það fékk hlutverkið að vera fyrirbænaljósið góða.

Kertasíðan hennar er svo hérna fyrir þá sem vilja líka setja rafræn kerti.

Nú fauk í mig ! Það var að byrja þessi helv..hreingerningarþáttur og stefið sem notað var var stefið sem notað var í jarðarför Himma. Andsk....fór þetta í mig.....


Hjálp!

Vantar mannskap í fyrirbænir...bara strax.

Allt sem þið getið hugsað ykkur

SJÁ HÉRNA

Hann hefur lengi verið í mínum bænum og huga enda skrifar hann rosa skemmtilega pistla. Hann biður okkur um fyrirbænir og nú verða allir að skrifa sem vettlingi geta valdið. Stöppum stálinu í strákinn !!


Jæja

Pornodog #1 er farin heim og það er sprungið á pornodog#2.

Þetta var nú heldur undarlegt system, ég blásaklaus í bælinu og svo bara fjörugir ferfætlingar. Steinar kom rosalega seint heim í nótt og ég búin að segja honum,flissandi, frá hundabröltinu. Brandarinn snerist hinsvegar við þegar Steinar kom heim og miðja nótt og rakst á Blush kellingu og 2 hundbjána sem voru fastir saman. Steinar segir að það hafi verið lofthvolpaframleiðsla í gangi, ideal fyrir þá sem eru með ofnæmi fyrir hundum. Hundeigandi glotti mikið þegar "amma" fór að kvarta yfir brölti og brasi.

Rakst á snilldarvef áðan (www.andlat.is) og setti Himma minn inn þar. Athyglissýki.is eða hvað ? Sýnist þessi síða bjóða upp á sniðuga valkosti. Minningu Himma má finna m.a. inn á www.gardur.is

Annars er ég bara eins. Treysti mér ekki í vinnuna á morgun og mun bara nota eitthvað æðruleysi á þetta. Ef þetta fer ekki að lagast þá bið ég elskulegu jólagestina mína að koma hingað snemma á aðfangadag og hjálpa mér að ljúka við undirbúninginn. Ég verð ekki í vandamálum með gjafirnar. Steinunn mín ef illa fer þá hef ég samband og sendi þig með lista jólasveinsins hehe....díll ?

Takk fyrir hlýjar kveðjur. Mig langar að biðja ykkur um að hugsa fallega til hennar Kristínar minnar, ekki verra ef þið vilduð skilja eftir hlýjar kveðjur til hennar. Slóðin hennar er www.daudansalvara.blog.is

Smá meira hundasystem. Ég náði mynd af samföstum hundabjánum í gær, Keli er vandræðalegastur í heimi. Venjulega hefur hann mestan áhuga á ljósi, vasaljós, myndavélarflass....en núna fór hann bara í asnalega kleinu

 


enn bloggað úr bælinu

og enn styttist í jólin....

Það endar nú með vandræðum ef ég get ekki druslast á lappir bráðum...iss...hengi bara hundahárin á tréð og innleiði náttfatatísku um jól, smyr samlokur ofan í jólagestina og legg mig bara..hehehe

Öfugt við það sem ætla mætti þá er ég ekki stressuð vegna þessa...nú er letrið eitthvað að hrekkja mig hérna.

Hundarassar sváfu í nótt en þá voru sumir búnir að hegða sér furðulega og út úr öllu korti miðað við kúluleysi og annan skort, ég þarf að finna hundsérfræðing til að spyrja hvort þetta sé normal. Þori ekki að blasta þessu öllu hérna svo mér verði ekki hent út  af hinu hreina og heilaga moggabloggi. En ég er hins vegar alveg hissa á ,,furðulegu háttalagi hunds um nótt"


Húki hér ein

en þó ekki alveg. Kallinn að vinna og hinn sjúklingurinn sefur í hausinn.

Hér kom næturgestur sem greinilega er þó ekki alveg sáttur við viðurgerning sinn. Hún er rétt að klára lóðarí og botnar ekki í þessum hundaulum sem hér eru. Meiri viðvaningarnir segir hún og hristir gullna lokka. Þeir töpuðu kúlunum sínum fyrir hálfu öðru ári og vita ekkert hvað hún er að fjasa um. Til að kóróna glæpinn þá er hún með skerm á hausnum, það er að gróa á henni sár sem ekki má sleikja. Keli læknishundur sýnir sárinu mun meiri áhuga en hinum endanum sem potað er fram í hann. Þessi dama er orðin hundfúl.


U beygja

Í staðinn fyrir að batna þá tók ég alveg u-beygju í hina áttina, flensan veður yfir mig fram og til baka og þykist vera hinn mikli sigurvegari. Ég sem hef passað mig afar vel, ég hef ekki stigið fæti út úr húsi síðan kvikyndið mætti. Ansans...öll húsráðin og það allt, ekkert virkar. Flensur eru það sem ég má síst fá, þær eru sem betur fer sjaldgæfir gestir en vilja oft setjast að og bæta vinum sínum í hópinn, astma og lungnabólgu. Ég má ekkert vera að því að skemmta þessum vinkonum núna í aðdraganda jólanna en þær eru frekar ókurteisar og sitja sem fastast...........

Mér er að mestu runnin reiðin í bili enda ekki minn stíll að vera reið. Ég sé fram að notaleg jól, mér er búið að takast að smala saman því sem mestu skiptir, krakkarnir mínir sem búa hér sunnanlands ætla að vera hér og passa mömmu gömlu sína. Það var það eina sem mig langaði í til jólanna...að hafa þau hjá mér.

Ég ætla að passa eitt hvuttabarnabarn á eftir. Siggi okkar á afmæli á morgun og ætlar að skella sér út á lífið. Ég spurði pabba hans áðan hvort hann tryði því að litli strákurinn hans væri að verða 22ja ára. Kallinn hristi hausinn alveg bit á þessu. Þetta var svo flott system, Himmi minn var 16 nóvember og Siggi er 16 desember og að sjálfsögðu fæddir sama árið blessaðir kallarnir og bestu bræður og vinir.

Svo fyrir þá sem eru að vesenast með jólagjafir, það er bara nánast ekki neitt sem mig langar í eða öllu heldur er ekki hægt að koma með það sem mig langar í.  Það þarf ekkert að vera að hafa áhyggjur af því að gefa okkur gamla settinu hérna...við eigum allt til alls þannig séð. Ég hef ekki einusinni náð að skoða hvaða bækur eru að koma út fyrir þessi jól, er óttaleg bókakelling. Hef þó séð Davíð Stefánsson auglýstan og langar í hana. Kaupi sjálf hefðbundna bók fyrir mig kall og er búin að finna út fyrir aðra að mestu leyti. Verkurinn er bara að komast á lappir til að ná í það. Ef ekkert gengur þá endar með því að Steinar fær lista jólasveinsins og verður sendur aleinn af stað. Ég neita að fresta þessum jólum, fyrstu jólum án Himma míns. Djö það er meira að segja vont að skrifa þetta...

Það er stórgott viðtal við fallegustu og hjartahreinustu konu í heimi í Fréttablaðinu, það er gott að lesa það. Sérlega gott fyrir mig sem hlýnaði um allar mögulega hjartastöðvar við að sjá myndina af henni InLove 

Ég var að hugsa um það í gær, ég á nokkrar svona vinkonur sem mér þykir verulega vænt um. En þegar maður spáir í aldur minn og þeirra þá sést að ég á enga vinkonu akkurat á mínum aldri. Þær eru annaðhvort miklu eldri eða miklu yngri. Svo er ég smátt og smátt að bæta við hérna....það nær alltaf ein og ein inn fyrir skelina.

Jæja...hvað skal gera......ég held að ég sé að breytast í umhverfisslys hérna Sick Meiri gemlingurinn. Bjakk.


Leið á flensunni

og þessu andstyggðarroki. Hér fara bara hvuttar út með semingi, þá alveg komnir í krossfisk með allar lappir. Lappi ekki sáttur í morgun, hann komst að því að hann komst ekki upp með að lyfta bara löpp...meira þurfti hann að gera.

Skúrþak nágrannans hugsaði sér til hreyfings í dag en hér mættu vaskir menn og greinilega vanir, klömbruðu það á sinn stað og málið leystist farsællega. Sem betur fer.

Ég er eiginlega enn í frekar andstyggilegu skapi,það verður að hafa það bara.

En hefði ég hitt á þennan sem fór svo í skapið á mér í nótt þá hefði ég sparkað í hann, alveg grínlaust og áreiðanlega ekki skammast mín einusinni. Stundum er lífið búið að berja meira á manni en maður ræður við. Þá langar mann að berja til baka.


Afbrotaamma bloggar

enda þori ég ekkert að fara að sofa strax, það er að koma vitlaust veður jú sí.

Hérna er afbrotið, stal mynd af mér og Hilmari af barnasíðunni hans.

Hilmar og amma

Svo er ég búin að horfa á þessa mynd í allt kvöld og dást að okkur Hilmari þangað til mér varð litið á hendina hans. Vó hvað mig hlakkar til þegar hann fer að tala, sá á eftir að segja nokkur vel valin orð við hana ömmu sína. Þetta er að minnsta kosti í annað sinn sem amma fær the finger.....

Hohohoho....góður !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband