Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Verð í fríi

um helgina,sko bloggfríi. Verð mikið upptekin sko.

Í dag eru fimm ár síðan mamma lést, dauðuppgefin eftir hart stríð við krabbamein. Nú passar hún upp á Himma...lillanabba eins og hún kallaði hann oft.

Góða helgi.


Margt skrýtið

í kýrhausnum þennan morgun, ætli það geti verið að ég sé orðin brúnaþung yfir því að horfa á þingmenn rífast um fjárlög.

Ólafur F á að skila vottorði, ég skil ekki málið og finnst þetta undarleg ósk. Man bara ómögulega eftir að þetta hafi gerst fyrr. Við erum að tala um kjörinn fulltrúa, ekki báðu kjósendur um vottorð þegar þeir kusu hann. Hinsvegar hefur hann oft verið erfiður ljár í þúfu og að mér læðist grunur að það sé verið að reyna að skáka honum til hliðar. En hvað veit ég svosem ?

Svo er hitt og það getur enginn sagt að ég hafi ekki reynt. Það er nokkuð síðan mbl.is var breytt. Ég er búin að reyna að sættast á þessar breytingar með svo opnum huga að ég hef nánast fengið hausverk. Nú er ég samt komin á endann á þolinmæðisspottanum. Mér finnst þessi breyting ómöguleg og mér finnst fréttaflæðið mun minna en áður var, færri nýjar fréttir og svoleiðis. Mbl.is var minn uppáhaldsfréttamiðill. Nú er ég hálfmunaðarlaus.

Sko ég er ekki einusinni geðvond. Sumt bara gengur ekki ofan í mann svona óforvandis.

Ég er enn að horfa á þessa þingmenn og ég bara kannast varla við nokkurn mann þarna, er búið að breyta öllu ? Eða eru gamlir þingmenn orðnir værukærir og nenna ekki að mæta í ræðustól til að tala um fjárlög ? Eða er ég bara farin að tauta og sjá samsæri í hverju horni ?!

Hallast að því síðasta.

 


Hef margt að þakka

fyrir og ég var að spá í það á leiðinni heim. Í fyrsta sinn í langan tíma var ég ekki sorgmædd á heimleiðinni. Ég hugsaði um allt sem gleður mig og komst að þeirri niðurstöðu að ég er lánsöm kona á margan hátt. Ég er í raun á góðum stað í lífinu ef maður lítur á fjárhag og svoleiðis dót. Ég á enn 4 frábær börn, merkilega ólík öll en ég myndi ekki vilja breyta þeim á nokkurn hátt. Ég er líka rík af barnabörnum, ég á 3 dásamlega dóttursyni og svo eru 2 gullfallegar telpur Steinars megin ss barnabörn, hann á 2 frábær börn líka. Svo eru tengdabörnin orðin nokkur og þau eru frábær viðbót við stækkandi hópinn.

Að mörgu leyti er ég þakklát. Nú er kominn lítill snáði og hann sýndi ömmu sinni heilmikið ljós í lífið. Sjáðu mig amma mín, sagði hann. Nú er ég sjálfur kominn og ég skal hugga þig elsku amma. Hann er með falleg augu, hann er gömul og fróð sál, það þykist amma sjá strax.

Ég er búin að sýna vinnufélögunum myndirnar af honum og þeir hafa brosað við barni, klappað á öxl ömmunnar og samglaðst. Sumir fengu broshrukku á nefið og sögðu,,amma gamla " hehe það má stríða ömmunni.

Annars leit húsband Jennýar við hjá mér áðan og við vorum að spá í handauppstillingu unga mannsins á þessari mynd.

100_0919

Hann er ss með F merki á annarri hendinni en peace merki á hinni, segið svo að maður geti ekki haft skoðanir nokkurra tíma gamall hehehe.

Í Kastljósi kvöldsins var fjallað um hjón, fárveikt fólk, sem býr í tjaldi í Laugardal. Fólk hefur bloggað um þetta og sitt sýnist hverjum. Það sem ég hef séð sem rauðan þráð er að fólk bendir á að "sumt fólk" vilji ekki þiggja aðstoð og svoleiðis. Það kemur bara málinu ekki við. Við erum með kynjaskipt gistiheimili og þau eru fín til síns brúks .

Hversvegna má ekki vera eitt enn sem tekur við hjónum ?

Afhverju finnum við endalausar afsakanir fyrir því að bregðast ekki við eins og ég skrifa að ofan ?

Afhverju erum við svona aftarlega á merinni með alla hluti ?

Afhverju er ekki staðið betur að foreldrahúsi sem sagt fjármagni og aðstöðu til að reka það myndarlega ?

 Afhverju eru ungu fíklarnir okkar bara nothæfir þegar flokkar eru að reyna að snapa sér atkvæði ?

Afhverju hef ég orðið að þjást í öll þessi ár vegna vandamála sona minna ?

Afhverju vildi enginn hjálpa ?

En eitt enn sem ég hugsaði á heimleiðinni, ég hefði ekki viljað missa af allri lífreynslu sem ég hef eignast..ja nema þá að missa elskulegan Himma minn. Allt hitt var dýrmætur lærdómur og ég hef eignast æðruleysi og umburðarlyndi sem má telja í bílförmum. Fyrir það er ég þakklát líka.

Það er margt að þakka fyrir en stundum sér maður það ekki alveg. Núna er ég að sjá það. Og það er ekki vegna þess að ég sakni ekki Himma, mér er að skiljast að hann kemur aldrei til mömmu sinnar meira. Ég er farin að tala oft við hann í huganum og ég reyni að gera eins og ég held að hann vildi.

Nú er ég löngu farin í hring með sjálfa mig, vonandi er eitthvað samhengi...annars skáldið þið bara í eyðurnar hehe

Klús og góða nóttina


Vek athygli á þessu

Sjá hérna...stöndum saman um unga fólkið okkar sem er í erfiðleikum og um fjölskyldurnar sem líða fyrir. Foreldrahús

Fyrirgefðu mín kæra hvað ég er sein að setja inn, vinnan að trufla mig !


Óttalega asnalegt

finnst mér, ég vorkenni mínum karli bara ekkert að þramma með mér í gegnum verslun að sækja björg í bú. Minn karl er allaveganna það klár að hann fattar að ef við ekki verslum þá fær hann ekki að borða. Ég veit ekki hvort honum finnst leiðinlegt að versla, ég hef bara ekki spurt hann. Í þau 8 ár sem við höfum búið saman þá hefur hann allaveganna aldrei komið sér undan því, það segir eitthvað er það ekki.

"Í fyrir heimilið. Í plássinu eru fjögur sæti og stórt sjónvarpstæki, þar sem boðið verður upp á sýningar frá ensku knattspyrnunni. Einnig stendur til að tengja Playstation-leikjatölvu viðtækið, til að stytta karlpeningnum stundirnar.nýrri verslun Hagkaupa í Holtagörðum er sérstakt pláss ætlað körlum meðan konurnar kaupa inn "

Hinsvegar finnst mér umræðan um ráðherrana og  bleikt og blátt fyrir litlu börnin ósköp ómerkileg og léttvæg. Mér finnst þetta ekki vera mál sem eiga að taka tíma í þinginu, ef þið viljið sá hvað mér finnst skipta máli þá getið þið litið á síðuna hennar Þórdísar Tinnu og lesið nýjasta pistil hennar.

Annars er ég ekki alveg eins hress í dag og í gær, vinnufélagi minn til margra ára sofnaði inn í sumarlandið í morgun. Það var reyndar ekki óvænt en sorgin bankar samt upp á hjá manni. Ég er búin að missa töluna á jarðarförum þetta árið. Það eina sem hægt er að gera er að staulast áfram einn dag í einu og loka augunum og sjá fyrir mér fallega snáðann hennar Sollu minnar. Hann er haldreipi ömmu sinnar nú á slæmu ári. Það var eins og þegar mamma dó ( 5 ár á morgun) þá átti ég tvo litla sæta ömmustráka, Vigni og Patrek.

Farin að gera eitthvað

 


Gleðivíman

varir ennþá...en ég ætla að segja ykkur tvær skemmtisögur að gamni mínu.

Í morgun vaknaði ég við lykt, það er óvenjulegt. Ég vaknaði meira að segja snemma og hrökk framúr til að finna lyktina. Skýringin fannst...minn eigin kall með nýjan rakspíra.

Hitt er saga af einföldum misskilningi. Við eigum eðlilega oft leið í kirkjugarðinn. Á sumum leiðum er fallegt skrautkál. Þegar það er frekar lítið þá lítur það út eins og kálhaus. Í dag fórum við í blómabúð og sáum svona skrautkál meira sprottið. Þá leit það ekki út eins og kálhaus. Björn varð allshugar feginn. Hann hélt að fólk væri komið með garðrækt á leiðum ættingja sinna og gæti þá alltaf sagt að þeir væru líka í mat ! Við Sigga vorum nærri kafnaðar úr hlátri við tilhugsunina...hehe. Sáum okkur fyrir okkur veiðandi upp kartöflur og gulrætur hjá Himmanum okkar. Ó boj...


Snilldin ein

ég held að hann sé fallegasta barn í heiminum....alveg grínlaust !

100_0928

Hérna er hann með pabba sínum InLove

100_0926

 

 

Hérna er hann svo

með stoltum foreldrum

,mamman eðlilega

 þreytuleg.

 

 

 

 

 

 

 

 100_0919

Ég er svo svakalega sætur strákur InLoveHeart

Þið verðið að fyrirgefa þarna dagsetninguna, held að ég sé búin að finna hvernig á að taka þetta af framvegis...maður er náttlega tækjafatlaður sko

Hilmar Jónsson

Hérna er svo enn ein af myndardrengnum. Þessi er tekin af vef HSS í Keflavík . Þar eru þeir svo skemmtilegir að birta myndir af nýburunum.

 


Breaking news **uppfærsla**

Það er kominn strákur, set inn á morgun stærð og þyngd.

"litli" snáðinn var 17 merkur og 53.5 cm. Hann er ss rúmlega þrisvar stærri en amman hans var þegar hún fæddist. Mamma hans var 10 merkur.....Þetta eru úrvalsgen tengdasonarins að verki.

Ég er enn svo hamingjusöm að ég er alveg að tapa mér...ef þið sjáið kellingu í dag með svakalegt sólskinsbros þá er það ég !!


Amman á spennutrippi **uppfærsla**

en barnið er ekki komið enn, miðað við gang mála um klukkan 18 þá getur biðin ekki verið löng í viðbót.

Fórum á American Style áðan...gríðarlöng bið. Kallinn sneri bílnum öfugt þannig að ég gat ekki farið í faraldsfræðirannsókn í huganum á holdafari viðskiptavinanna. Í staðinn sinnti ég ímynduðu umferðareftirliti út á götunni. Við biðum samt grínlaust í ca 40 mínútur þarna fyrir utan....brjálað að gera þarna.

Nú ætlar vinur minn að skella sér í kaffi til mína og ég ætla að gera hlé að skriftum og halda áfram að vera á skjálftavaktinni....

það gengur heldur hægt að koma barninu í heimiÞað gengur nn, sumir eru litlir sætir þverhausar. Eins og amman segir Steinar og er fjallviss um að það sé að birtast stórbrotin kvenpersóna í ættinni. Verst er að í hans haus er stórbrotin kvenpersóna þverhaus og þrjóskupúki eins og amman...

Amma áfram á vaktinni..(hver sýndi barni mynd af ömmu ?)


Ekki ráð nema í tíma sé tekið**uppfærsla**

og með það í huga þá þrammaði ég inn í Húsasmiðju áðan og fékk mér.......................................................................................................................................................................

 

 

Jólatré !

 

gamla gerfitréð lenti í ruslinu í árið og í fyrra ætlaði ég að versla nýtt tré, þá varð mín heldur sein og engin tré til nema þá einn og ekkert á hæð eða þá svo stór að ég hefði þurft að gera gat á þakið og fá slökkviliðið til að setja stjörnuna á toppinn.

Í fyrra var ég ss með smájólatré sem er alsett díóðuljósum, ekkert hægt að hengja neitt á það. Allt það dót beið í kössunum en án árangurs, ekki tekið upp það árið. Svo um leið og pakkar fóru að berast þá barðist þetta litla tré um athyglina enda nánast horfið á bakvið.

Nú fær það að vera í heppilegu horni og engir pakkar í kringum það. Hitt fær að geyma pakkana og fá á sig skrautið, að því tilskyldu að konan fari ekki alveg í kerfi á Himmalausum jólum. Það verður töff....sjáum til.

Svo fékk ég mér hreindýr í leiðinni,smá ljósakvikindi sem verður skellt einhversstaðar á heppilegan stað. Það er eins gott að sumir (Lappi og Keli) haldi ekki að það sé samkeppni við þá, set þá bara seríu í rófurnar á þeim.

BREAKING NEWS.

 Það er lagt af stað í heiminn ömmubarn. Hringdi í mig stoltur faðir áðan og fæðingin er komin í gang. Amman verður samt á spani í dag og oftar en ekki símasambandslaus, set fréttir um leið og þær berast. Það var ekki búið að kíkja í pakkann og enginn veit hvort kynið kemur.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband