Mótmælandinn

á þessu heimili er farinn á Austurvöll. Móðir hans bjó til armband úr appelsínugulu efni sem fannst hér eftir nokkra leit. Það er hans leið til að sýna að hann styður ekki ofbeldi gegn lögreglunni né neinum öðrum. Hann reyndi að standa í skjaldborg framan við lögregluna í nótt þegar allt varð vitlaust. Hann græddi á því kúlu á hausinn og ætlar ekki að gera það aftur. Hann hefur fullan skilning á störfum lögreglu en þykir súrt í broti að vera bæði meisaður og barinn fyrir að reyna að aðstoða aðra mótmælendur við að verja líf og limi lögreglumanna.

Hann hefur fullan rétt á að mótmæla. Hans staða er þessi :

Hann er atvinnulaus

Hann er á þeim aldri sem atvinnuleysið bitnar mest á

Hann horfir upp á vandamál foreldra sinna við að reyna að halda húskofanum ofan á sér og honum sjálfum þar með.

Ég, móðir hans, styð hann í að mótmæla. Ég, móðir hans, hef sagt honum að ég muni ekki skamma hann verði hann handtekinn við mótmæli. Ég, móðir hans, hef lagt ríkt að honum með að taka ekki þátt í að grýta lögreglu. Ég, móðir hans, hef ennfremur lagt ríkt að honum að taka alls ekki þátt í að storma að heimilum lögreglumanna né áreita þá á nokkurn hátt.

Hann er friðsamur mótmælandi.

Áfram Bjössi !!!!!!!!!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já áfram með strákinn þinn.

Flott hjá honum.

Hér er ekki efnistutla í appelsínugulum lit.

Verð að hringja í dæturnar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 14:47

2 identicon

GOOOO Bjössi !!! Ég færi sko með honum ef ég væri í bænum.

Hjördís Edda (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Búin að grafa upp appelsínugulan bol, sem hér eftir verður notaður sem trefill!

Sigrún Jónsdóttir, 22.1.2009 kl. 15:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gott hjá stráksa

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já áfram Bjössi.  Gott hjá honum   !!!! Verst ef hann lendir í einhverju óheppilegu sem þeir eiga ekki skilið sem að eru að mótmæla á friðsamlegan hátt .     Gangi honum vel........... ég fylgist með í sjónvarpi þegar tök eru á en skil alveg að fólk geti kanski misst sig. Þetta er eitrað ástand sem að við búum við :(  Kv til þín

Erna Friðriksdóttir, 22.1.2009 kl. 15:20

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flottur Bjössi!

Ég á endalausan lager af appelsínugulum fötum og treflum. Appelsínugult er í uppáhaldi hjá mér ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:25

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég myndi sko gera nákvæmlega það sama ef ég væri móðir hans. Flottur hann Bjössi.

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 16:04

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús knús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:52

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðjur heim til ykkar og gangi ykkur vel!

Ía Jóhannsdóttir, 22.1.2009 kl. 18:47

10 Smámynd: Einar Indriðason

Go Go Bjössi!

Og Go Go Ragga!  Fyrir að hafa lagt línurnar fyrir stráksa!

Einar Indriðason, 22.1.2009 kl. 19:55

11 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Flottur mótmælandi og flott mamma.

Áfram Bjössi

Anna Margrét Bragadóttir, 22.1.2009 kl. 20:39

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Flott hjá Bjössa og ég stið hann 100 %, Knús á mótmælandann og baráttu kveðjur frá okkur hér.

ÁFRAM BJÖSSI

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 22.1.2009 kl. 21:20

13 Smámynd: Brattur

Fyrirmyndar mótmælandi hann Bjössi þinn... og góð fyrirmynd ert þú líka Ragga...

Brattur, 22.1.2009 kl. 21:46

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég kommentaði eitthvað rosalega merkilegt hjá þér áðan en um leið og ég ýtti á SENDA þá datt netið út.

Synd...... því þetta var svo spekingslegt. 

En held með Bjössa. 

Anna Einarsdóttir, 22.1.2009 kl. 21:52

15 Smámynd: Ragnheiður

Set hérna inn fyrir Bjössann, part af tilkynningu frá landssambandi lögreglumanna :

Þá vil Landssambandið færa því fólki þakkir sem brugðust við aðstæðum í nótt með því að slá skjaldborg um lögreglumennina og veita þeim vernd gegn grjótkasti,“ segir í tilkynningunni.

Takk öll fyrir innlegg og hlýjar kveðjur til Bjössa, þið eruð flottust !

Ragnheiður , 22.1.2009 kl. 22:44

16 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

ÁFRAM BJÖSSI!!!   

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:19

17 Smámynd: E.R Gunnlaugs

það væru óskandi að allir mótmælendur væru eins og Bjössi :)

E.R Gunnlaugs, 23.1.2009 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband