Hver á hvað?

Sko við sem viljum taka þátt í þöglum mótmælum, t.d. með því að versla ekki við "útrásarvíkingagengið" þurfum einfaldlega að fá að vita hver á hvaða fyrirtæki. Ég var að velta þessu fyrir mér um daginn þegar BT músin breyttist á nokkrum dögum í Hagamús. Er þetta það sem koma skal ? Einhver strandar í rekstrinum og þá kemur einhver annar Palli nýríki og reddar þessu ? (bið fyrirfram alla heiðarlega Palla afsökunar)

Hvað er málið með Noa Noa og Next ? Sömu hjónin komin með þann rekstur aftur ?

Mér finnst vera b***** skítalykt af þessu orðið öllu saman.

Ég versla í lágvöruverðsverslunum en hver á þær ? Auðvitað veit ég hver á Bónus en hver á þá Krónuna ? Hagkaupsveldið ? Konan hans ?

Hvernig væri að skutla þessu öllu upp á borðið og hafa sér dálk í mogganum og fréttablaðinu sem uppfærist eftir breytingu á eignarhaldi. Þá getur maður kannski stýrt sínum viðskiptum aðeins eftir því og verslað við venjulega heiðarlega kaupmenn. Vesturbæingar eru ekki í vanda staddir, þeir hafa bæði Kjötborg og Melabúðina.  Fjarðarkaup er hérna næst mér og það er verslun sem er alveg prýðileg.

Verð ég virkilega að hætta að versla í ódýrustu búðunum?

Ég get bara ekki lengur varið það fyrir sjálfri mér að ausa peningum í þessa aðila....þið sem sáuð atriðið með Jóni Ásgeiri í spaugstofunni...það setti punktinn yfir I-ið.

Þið sem sífellt skammist yfir rolugangi okkar hinna sem ekki höfum mætt í mótmælin, hjálpið okkur frekar að finna leiðir til að mótmæla á annan hátt. Ég hef ekki nokkurn kjark í að ráðast inn í þing, seðlabanka né ráðherrabústað. Ég er ekki þessi mannfjöldamanneskja heldur....fæ andarteppu í stórum verslunum vegna fólksfjölda og því fegnust að sleppa þaðan út.

En ég held að þessir jólar finni mest fyrir í veskinu en til þess að það virki þá þurfa nokkuð margir að sniðganga þá, ég er bara ein kelling með lítið heimili ......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.R Gunnlaugs

þetta er alger frumskógur og ferlega erfitt að fylgjast með hver á hvað!

mesta lágkúran finnst mér þó jólalán Hagkaupa... hræsni held ég að sé ágætt orð yfir það.

E.R Gunnlaugs, 9.12.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er sterkur punktur hjá þér Ragga mín, það má nefnilega mótmæla á margan  hátt. Ég hef samt ekki efni á því að versla annarsstaðar en í Bónus, en kaupi eins lítið og ég get, enda nokkur kíló sem mega fjúka

Ásdís Sigurðardóttir, 9.12.2008 kl. 13:25

3 Smámynd: Sigrún Óskars

já hver á hvað og hvenær. hver skilur þetta?

versla mikið í Fjarðarkaup, enda er sú búð frábær og sæmilega ódýr.

Sigrún Óskars, 9.12.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband