Tazer fyrir lögregluna ?

Ég segi ;nei takk.

Ég hef hinsvegar fulla samúð með þeim vegna árása á þá en þessar rafbyssur líst mér ekki á. Hvað sem manni annars á að finnast um aðgerðir við Rauðavatn þá fannst mér lögreglan ganga fram með allt of mikilli hörku. Ég hafði ekki myndað mér skoðun á þessum rafbyssum fyrr en þá, ég sá fyrir mér þær notaðar við slíkar aðstæður.

Ég hef haft dálítið mikið að gera undanfarið og hef tekið ýmsar ákvarðanir sem höfðu beðið umhugsunar lengi.

Færsla hennar Heiðar minnar vakti mig líka til umhugsunar. Það eru til sorgarsamtök á Íslandi. Þau eru vísast ágæt til síns brúks. Við sem eigum aðstandendur sem svipta sig lífi erum dálítið sér á báti. Ég veit ekki til þess að við eigum okkur nokkurn félagsskap og ég veit að ekki veitir af. Við burðumst með svo sárar tilfinningar og spurningar. Ég hef í hyggju að bæta úr þessu með því að hitta mæður sem verið hafa í slíkum sporum, sjá hvort grundvöllur verður fyrir stofnun grasrótarsamtaka sem munu reyna að sjá um stuðning fyrir aðstandendur í þessum sporum.

Ef einhver les hér sem er móðir/faðir ungmennis sem hefur svipt sig lífi og hefur áhuga á slíkum stuðning þá er emailið mitt hérna í höfundarboxi og hérna ragghh@simnet.is

Ég mun bara spila þetta svona eftir hendinni og sjá hverjar undirtektir verða. Hitt er svo líka velkomið að hitta mig ein/einn ef fólki finnst það betra.

Njótið dagsins, það ætla ég að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég segi líka NEI !  við rafbyssum.  Ef lögreglan vopnast, held ég að glæpamenn vopnist líka.   Það er grafalvarlegt mál að þeir skuli íhuga að nota vopn á Íslandi.

Þú ert frábær Ragnheiður að styðja við aðra í sömu sporum.  

Getur ekki verið að það sé hópur innan sorgarsamtakanna sem samanstendur af aðstandendum þeirra sem svipta sig lífi ?  Þú veist, svona deild ?

Anna Einarsdóttir, 2.5.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Sammála! Vil ekki sjá rafbyssur hérna, sérstaklega ekki miðað við framgöngu lögreglu þarna um daginn!

Frábært hjá þér að setja þig í samband við foreldra í sömu sporum, þú ert æðisleg

Huld S. Ringsted, 2.5.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Engar rafbyssur takk.

Flott hjá þér Ragga að koma af stað úrræði fyrir ykkur.  Þetta er mjög sértækur vandi og ég hef svo mikla trú á sjálfstyrkingarhópum.

Mér þykir innilega vænt um þig

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.5.2008 kl. 15:14

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég er líka sammála engar rafbyssur hjá Löggunni.

Ég er alveg sammála því að það þarf að stofna svona hóp vegna sjálfsvíga(fólk sem hefur gengið í gegnum að missa í sjálfsvígum þarf öðruvísi hjálp en ef um "eðlilegan" dauðdaga er að ræða)þetta hefur mér verið sagt,ég veit líka að Nýdögun sem eru sorgarsamtök starfa ekki að krafti allt árið sóknarpresturinn í Grindavík er formaður þessara samtaka og ég talaði góða stund við hana fyrir stuttu síðan og ef þú vilt getur þú hringt í mig og ég sagt þér hvað okkur fór á milli,fyrir mig var það mjög gott.Ég finn það að ég hefði viljað hitta fólk sem hefði gengið í gegnum svona sorg þegar við mistum Himma.

Kveðja og knús til ykkar Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.5.2008 kl. 16:01

5 identicon

Þú ert einstök manneskja Ragga. Það verður ekki af þér tekið.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 16:04

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ragga ég linkaði þessu ef einhverir koma inn hjá mér sem ekki koma til þín nauðsynlegt að sem flestir sjái...vona að það sé í lagi

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 2.5.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Njóttu dagsins líka Ragga mín. Já. þú gerir rétt í því að stofna þessi samtök og þetta getur bæði  hjálpað þér og örðrum.

Svo hitt ég var jafnvel að hugsa um að blogga um Tazer byssrnar en ég segi það hér og nú að ég er á móti þeim, alveg eins og þú og mér fannst þetta ganga of langt við Rauðavatn. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.5.2008 kl. 16:18

8 identicon

Líst vel á þetta hjá þér með að stofna svona samtök.

En í sambandi við hitt þá hefur löggan ekki sýnt og sannað að hún (upp til hópa) sé hæf til þess að vera með svona vopn. Jafnvel ætti að taka af þeim úðann. Af hverju geta þeir ekki verið með vatn eins og starfsbræður þeirra erlendis.  Þeir eru kannski ekki hæfir til þess heldur.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 21:46

9 Smámynd: .

Duglega kona, tek ofan fyrir þér.

., 2.5.2008 kl. 22:01

10 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég er viss um að stofnun slíkra samtaka er bara til góðs, bæði fyrir þig og aðra í þínum sporum. Þú ert frábær kona og hefur fullt að gefa öðrum, þú hefur sýnt það með blogginu þínu. kveðjur frá mér.

Sigrún Óskars, 2.5.2008 kl. 22:34

11 identicon

Ég  segi nei takk...

Innilegar samúðarkveðjur sendi ég ykkur vegna Hilmars..

Megi Guð vera með ykkur,

Styrkja ykkur og styðja í sorginni

Kærleikskv.

Guðrún Harðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:52

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Gangi þér vel Ragga mín, kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:03

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég tek undir það með þér Ragnheiður,- engar rafbyssur. -  ég hafði ekki heldur, myndað mér neina skoðun, með eða á móti rafbyssum, þar til ég sá, aðfarirnar hjá lögreglunni, uppi við Rauðavatn.  - Nei, engar rafbyssur, takk.  - Ofbeldi skapar bara meira ofbeldi.  - Eins og gas -dæmið sýndi. -  Ekkert gas heldur.-

En ég ætla að senda þér póst í samb. við sorgarsamtökin. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 01:46

14 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það væri nú algjört rugl að leifa þær, eftir síðustu hamfarir

Eigðu góðan dag vinan

Kristín Gunnarsdóttir, 3.5.2008 kl. 13:55

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi elskan.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.5.2008 kl. 14:30

16 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Helgarknús.

Guðríður Haraldsdóttir, 3.5.2008 kl. 14:52

17 identicon

Hæ Ragnheiður mín, frábært framtak hjá þér að stofna svona samtök, mesta hjálpin er að tala við þá sem skilja hvernig það er að vera í þínum sporum. Við hin sem erum svo lánsöm að hafa ekki lent í þessum aðstæðum getum bara verið til staðar fyrir ykkur hin en getum ekki sett okkur inn í þá líðan sem þið takist á við. Gangi þér vel með þetta verkefni, guð blessi þig, knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 15:27

18 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Held að rafbyssur leysi engan vanda held að lögreglan hér geti nokkuð varið sig með gas og klifur held að rafbyssunotkun geti verið mjög hættuleg.

en að öðru þá held ég að það gæti hjálpað fólki í ykkar sporum mjög mikið að hafa samtök til að leita til.

Eyrún Gísladóttir, 3.5.2008 kl. 21:19

19 Smámynd: Tiger

Ragnheiður mín, ég er sammála þér með að segja nei við rafbyssum - höfum sko ekkert við þær að gera hingað á klakann.

Mér finnst stórsniðugt og líka mjög svo nauðsynlegt að stofna samtök sem styðja við bakið á fólki sem hefur týnt ástvini sem fór fyrir eigin hendi. Það eru alltaf svo margir sem eiga sárt um að binda en geta ekki snúið sér eitt eða neitt sér til styrkingar. Ég hvet þig til að ganga í þetta mál, ég myndi glaður styðja á einhvern hátt við bakið á slíku félagi þegar þar að kæmi.

Eigðu ljúft laugardagskvöld og yndislegan sunnudag Ragnheiður mín!

Tiger, 3.5.2008 kl. 21:47

20 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín engar rafbyssur, og hvet til mannúðlegri framkomu, það kemur fyrir að maður fær hana ekki undir venjulegum kringumstæðum.

Ég hef ætíð sagt það Ragga mín þú ert flott kona með stórt hjarta og þessi samtök eru það sem þú munt gera afar vel, engin betur,
því þú hefur skilninginn.
                                       Kærleikskveðjur
                                         Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2008 kl. 07:33

21 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærleikskveðja til þín elsku Ragga og mér líst vel á þessa hugmynd þína um samtök foreldra ungmenna sem hafa svipt sig lífi. Það er nú þannig að þeir skilja mann best sem hafa upplifað það sama. Ég fór í sorgarsamtök í Reykjavík 10 árum eftir að Óskar minn dó, það var 9 árum of seint en skilaði mér miklum bata.  Hafðu það gott elskuleg, þú ert alltaf í huga mínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2008 kl. 07:50

22 identicon

Ragga þetta er virkilega flott framtak hjá þér, ekki spurning um að þetta er nauðsynlegt

Gangi þér vel með þetta

Knús á þig

Anna Margrét Bragadóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:34

23 Smámynd: Soll-ann

Gott framtak að stofna svona samtök trúlega mikil þörf fyrir þau.

Nei takk fyrir að vopna lögregluna sáum það í Rauðvatns ævintýrinu.

Soll-ann, 4.5.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband