Leifavakt

Ég var að spökulera...Ætli maður verði að setja vakt um leifarnar á sér þegar maður uppafhrekkur svo maður lendi ekki á forsíðu blaðanna, fyrst sem krassandi spennusaga en síðar sem lummulegur afgangur af húsbúnaði "smekkfólks" í sveitinni. Það er kannski nóg að láta tattovera á hvert bein ; Þetta er ég ! Ragnheiður !! til að maður fái frið ? Talandi um leifar, mér hefur alltaf fundist nafn á sjoppu í Breiðholti fráhrindandi. Hún heitir Leifasjoppa. Eigandinn er kallaður Leifi en ef maður veit það ekki þá er voðinn vís.

Það á að rífa þessa skrattans kofa á Hverfisgötu. Útigangsmanni var gert þar rúmrusk í nótt þegar slökkviliðið fann hann óvart steinsofandi í brennandi húsi. Kallgreyið, loksins orðið hlýtt í húsinu og þá er maður rifinn framúr ! Fyrir þá sem ekki vita þá er gistiskýlið löngu sprungið og þessir sem enginn vill vita af sofa í ónýtum húsum, bátum og bílum. Iss okkur er alveg sama í hlýju húsunum okkar með fínu sængurverin. Þeir sofa á pappadrasli og breiða yfir sig dagblöð með fréttum markaðarins síðan í gær.

Sjálfskaparvíti ? Kannski en það er okkar sem samfélags að rétta hjálparhönd.

Var með flotta stráka í mat í gær. Það eru fáir með betri nærveru en þeir tveir félagarnir ofan úr Mosó.

Stórafmælisveisla Bjarnarins er í fullum undirbúningi, sá fær á baukinn núna fyrst það fékkst samþykki til að halda upp á daginn.

Það eru ekki bara góðir hlutir sem gerast í kringum mig. Dauðsfall ungs drengs hafði mikil áhrif á mig í gær og í vinnunni í morgun frétti ég af alvarlegum veikindum vinar míns. Hugur minn er því ekki alveg í fókus þessa daga.

Færslurnar bera þessu kannski vitni en to hell with it.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Mér finnst nú persónulega að eigi að gera allt sem hægt er, til að finna eiganda hausbeinsins. Finnst óhugarlegt að sé bara hægt að hafa mannabein upp á hillu hjá sér án þess að vita af hverjum það sé
Utangarðsmenn... sjálfskaparvíti??? Já, stundum. Stundum ömurlegar aðstæður. Stundum óskar fólk ekki eftir öðru lífi.
Viðkvæm mál sem þarf að afgreiða með ofur varúð.

Vona innilega að þú fáir það betra, og að vini þínum batni.

 kveðjur úr snjóveldi dana.

Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 08:33

2 identicon

Þegar barn kemur í skóla í fyrsta sinn og kennari spyr hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?Er svarið örugglega ekki útigangsmaður,dópisti,geðsjúkur.Enginn gerir það vegna þess að það er svo smart eða gaman.Sjálfskaparvíti?Svona eins og þegar reykingarmaður fær krabbamein og hjartasjúklingur sem étur smjör fær áfall.Stundum óskar fólk ekki eftir öðru lífi??????Þekki engan sem vill "búa"í Gistiskýlinu eða konukoti.Og sníkja sér að éta.Góðan bata Ragga mín

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 08:50

3 Smámynd: Ragnheiður

Sammála þér Birna. Þetta líf getur enginn kosið sjálfviljugur en aðstæðurnar oft þannig að fólk kemst ekki úr þessum hlekkjum

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 09:02

4 Smámynd: Ragnheiður

Spurning Jón Arnar....hugsa málið. Hafðu góða viku sjálfur

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 09:03

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það sem Birna skrifar er alveg eins og ég hugsa þetta fólk ætlar sér að verða eitthvað en svo stundum verða hlutirnir öðruvísi en ætlað var.

Ég nældi mér í 2 myndir af Himma úr albúmi í gær þessar nýjustu þetta er brosið sem ég þekki svo vel á Himmanum okkar.

Kveðja til þín og ykkar allar Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.3.2008 kl. 09:49

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi Ragga þú kemur mér til að hlægja og stundum gráta.  Þú ert megakrútt.  Húmorinn heldur okkur á lífi kerlunum.

Knús á þig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 10:37

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég get nú bara ekki gert af því að ég vorkenni þessu blessað fólki sem á ekki samastað.

 Knús á þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 11:50

8 Smámynd: Hulla Dan

Þar sem ég er hrædd um að ég hafi einhvernvegin komið einhverju vitlaust frá mér, reyni ég að útskýra þetta betur á minni síðu...
Ætlaði alls ekki að særa einn né neinn...

Vona að dagurinn verði góður hjá þér :)

Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ragga, það er erfitt að vita af veikindum hjá vinum, vonandi gengur vel.  Hafðu það sem best í dag elskuleg. 

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 13:04

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

takk fyrir mig....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.3.2008 kl. 13:56

11 identicon

Afsakaðu framhleypnina, en ég þakka fyrir innihaldsríkt blogg.  Vildi bara skrifa útaf honum Leifa.

Leifasjoppa er hverfissjoppan mín og Þorleifur eigandi hennar er mikill snillingur og menningarfrömuður.  Ættaður frá stórbýlinu Þorvaldseyri, gott ef ekki alinn upp þar.  Enda er sjoppan stórbýlið hans.  Konur segja mér að hann sé fallegur maður ytra sem innra.

Og fyrst ég er byrjaður, þá þetta með hauskúpuna.  Gróft að nota hana sem öskubakka.  Ekki held ég að lækninum sem "átti" hana hafi ætlað henni  þannig lagað hlutverk.

Sammála með Hverfisgötukofana.  Burt með þá.  Gæti þó orðið önugt með bílastæði ef byggt verður hótel þar.

Og best er ef hægt er að hjálpa útigangsmönnum til að hætta að vera útigangsmenn og verða eitthvað annað, sem hefur gleymst að kenna þeim eða þeir hafa gleymt að læra fyrr en í óefni var komið.

Og ég verð líka dapur þegar ungmenni deyja.  Hvernig sem það ber að.  Hugsa þá til eigin afkomenda.

Kveðja

Ólafur Vignir 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 15:54

12 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég efast um að það að vera útigangsmaður sé fyrsta val hjá neinum yfirleitt er þetta fólk sem ekki hefur náð að fóta sig í okkar hraða þjóðfélagi.

Eyrún Gísladóttir, 25.3.2008 kl. 17:03

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Leifasjoppa, er eitthvað sem vekur upp minningu frá því í gamla daga
þá var uppi maður sem Leifur hét, hann var held ég svona útigangsmaður, hékk ætíð upp við húsveggi með hendur langt niður í vösum sínum, aldrei máttum við tala við hann, en auðvitað kemur þetta Leifasjoppu neitt við.
En útigangsmönnum eigum við að hjálpa að svo miklu leiti sem þeir vilja, stundum er það ekki hægt.

Ætli það verði ekki bara hægt að ráða sér gæslu á leiðið innan tíðar.

Það verður fjör í Bjarnarafmælinu, örugglega.

Það er alltaf leiðinlegt að fá slæmar fréttir af vinum sínum Ragga mín
en svona er víst lífið.
                                      Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.3.2008 kl. 17:23

14 Smámynd: Tiger

  Ég verð að viðurkenna að það truflar mig ekki mikið þetta með hauskúpuna því sálin er komin til réttra aðila, í himnaríki - hitt er bara bein. En auðvitað væri nú sannarlega betra að fá að hvíla í friði eins og sagt er, þannig lagað.

Ég tek heilshugar undir með þér og tek líka mikið nærri mér þegar ungdómurinn okkar þarf að hverfa frá okkur, það er ætíð og mun ætíð verða mikið sorglegt og erfitt að upplifa.

Hafðu góða viku framundan Ragnheiður mín og farðu vel með þig í kuldanum sem er í kortunum. Knús á þig.

Tiger, 25.3.2008 kl. 17:24

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Risaknús í bæinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.3.2008 kl. 18:08

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert svo yndisleg.   

Þrátt fyrir vanlíðan og slæmar fréttir, þá er svo stutt í óborganlegan húmorinn þinn;

"Kallgreyið, loksins orðið hlýtt í húsinu og þá er maður rifinn framúr !"

Anna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 18:27

17 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir útskýringu á Leifasjoppunni Ólafur Vignir. Ég geri alveg ráð fyrir að Leifi sé úrvalsmaður. Ég var bara að hugsa um nafnið á sjoppunni.

Kæra kæra móðir, vonandi nærðu að hvíla þig. Ég mun sakna þín.

Takk Gurrí og Eyrún.

Æj já kallgreyið Anna mín, hann hefur vaknað við vondan draum.

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 18:31

18 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir Togercopper krúttmoli

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 18:32

19 identicon

Takk Ragnheiður.  Auðvitað.  Frábær húmor.  Leifarnar.  Ég er búinn að biðja sýslumanninn á Seyðisfirði að koma mínum leifum fyrir í pöntuðu heiðingjahorni í kirkjugarðinnum þar með passandi yfirlestri án prestsyfirsöngs.

Presturinn má vera viðstaddur, sem persóna.  Ekki "Í vinnunni". 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:37

20 Smámynd: Ragnheiður

Ó er hægt að panta svoleiðis yfirhalningu ? Það vissi ég ekki.

Ragnheiður , 25.3.2008 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband