Í dag grét ég

lítinn yndislegan snáða sem ég hef aldrei hitt. Frá því að hann fæddist hefur hann barist við ofurefli mikilla veikinda með svo mikilli hörku að í huga mér kom ekkert annað í hug en sigur.

Ljúfi drengur móður sinnar og stolt föður síns. Hjartans ljúfi Huginn Heiðar.

Það er svo sárt til þess að hugsa að hann fékk ekki lengri tíma hérna en hann hefur markað spor í hjörtu svo margra. Ég mun aldrei gleyma honum.

Blessuð sé minning þín elskulegi Huginn Heiðar.

Slóðin á síður foreldranna hans eru hérna. Fjóla og Mummi

Hugur minn er hjá ykkur. Innilegar samúðarkveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þegar ég fæ svona fréttir sæki ég oft í tónlist og í dag hlustaði ég á þessa yndislegu tóna og hugsaði um Hugin Heiðar og fólkið hans.

http://www.youtube.com/watch?v=XMbvcp480Y4 

Guðríður Haraldsdóttir, 24.3.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Ragnheiður

Gurrí, þetta er afar vel við hæfi. Má ég ekki setja þetta inn í færsluna ?

Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 18:17

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 19:16

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta sorglegar fréttir. Innilega samúðarkveðjur til foreldra og ættingja.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2008 kl. 19:28

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Þetta eru sorglegar fréttir. Hann hefur verið og er hetja þessi litli drengur. Falleg tónlistin og myndirnar, sem þú settir með.

Sigrún Óskars, 24.3.2008 kl. 19:52

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Falleg skrif um duglegan dreng Ragga mín.
                         Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.3.2008 kl. 20:05

7 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

samúðarkveðjur fjölskildu hans. og þú ragga ég þekki þig ekki neitt en mikið hlítur þú að vera hlí og yndisleg manneskja .

Eyrún Gísladóttir, 24.3.2008 kl. 20:19

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hún Ragga er ein hlýjasta mannvera á þessari jörð.  Lagið er yndislegt, ég hlustaði þrisvar sinnum á það.

Fjölskyldu litla drengsins sendi ég innilegar samúðarkveðjur.

Anna Einarsdóttir, 24.3.2008 kl. 20:47

9 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kærleiksknús til þín Ragga mín.

Kristín Snorradóttir, 24.3.2008 kl. 21:18

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo sorglegt.  Samúðarkveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 22:19

11 Smámynd: Hugarfluga

Æ, þetta líf. Óskiljanlegt stundum. 

Hugarfluga, 24.3.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ææ er blessað barnið dáið, ég las söguna hans á barnalandi að mig minnir fyrir mánuði síðan.  Ótrúlegur strákur hann Huginn Heiðar og alltaf brosandi, ég votta líka samúð mína til allra sem sakna hans.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.3.2008 kl. 01:13

13 Smámynd: Hulla Dan

Þú er fallega innrætt Ragga  
Mikið meiðir hjarað við að lesa svona fréttir.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur til allra þeirra sem sakna litla drengsins.

Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband