Smá tilkynning hehe
19.3.2008 | 14:42
Sko við Björn vorum að ræða afmælið hans. Hann ætlar ekki að halda upp á það á réttum degi, nennir því ómögulega segir hann. Það er vinnuhelgi hjá honum. Hann er að hugsa um laugardaginn þar á eftir og vill bjóða sem flestum úr familíunni. Þar á hann við sitt fólk í Grindavík og þau systkini sem vilja koma og gleðjast með honum á þessum tímamótum, Sigga frænka og strákarnir og auðvitað hann afi á Skóló.
Takið daginn allaveganna frá í bili.
Við þurfum að væla í Siggu frænku að gera brauðréttinn sinn góða. Ég hef reynt að gera hann en hann er aldrei eins góður og hjá henni.
Kveðja í allar áttir
Athugasemdir
Noh bara veisla framundan með namminammi. Öfund.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2008 kl. 14:54
jibby, ég mæti. En Mr.Björn klukkan hvað ertu að spá í að hafa þetta??? Veit að Jón er að vinna til kl.17:30
Solla, 19.3.2008 kl. 16:19
Það er enn alveg óvíst klukkan hvað...ætli það verði ekki bara galopið hús allan daginn ?
Ragnheiður , 19.3.2008 kl. 16:25
Hafðu það gott Ragga mín
Kristín Katla Árnadóttir, 19.3.2008 kl. 18:11
Við mætum ekki spurning ég er mikið búin að hugsa hvað ætti að gefa Bjössanum okkar og ef það er eitthvað sem ég get lagt til endilega að láta vita....
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.3.2008 kl. 19:10
Bara innlitskvitt.
Helga skjol, 19.3.2008 kl. 19:10
Ég fæ hroll þegar ég hugsa um veislur! Hafðu það gott Ragga mín
Huld S. Ringsted, 19.3.2008 kl. 20:15
Hafðu það rosa gott um páskana Ragga mín gleðilegt páskaknús
Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 21:41
Afmælisknús á Bangsann
Ásdís Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 22:34
Gleðilega páska Og til hamingju með yngsta soninn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2008 kl. 02:52
Spennandi :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 20.3.2008 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.