hrmpf

ég held að ég hafi farið öfugum megin framúr í morgun. Að öllu jöfnu hefði það ekki gert til en nú er ég í vinnunni. Það er óheppilegt að vera krumpaður í vinnunni. Ég er bæði búin að virkja pókerfeis og Pollýönnu. Annað hvort hlýtur að fara að skila sér bráðum.

Allt undanfarið ár hefur verið álag í vinnunni, það er mikið að gera hér og oft alls ekki nógu margir til að vinna þau störf sem fyrir liggja. Þetta veldur aukaálagi og það safnast upp þreyta. Það er slæmt.

Eftir að Himminn minn fór þá er ég minni bógur, þolmörkin eru áberandi neðar. Kjarkurinn er minni og úthaldið nánast ekkert. Svo fer ég inn á síður þeirra kjarnakvenna sem kljást við veikindi og ég verð reið við sjálfa mig.

Kvöldið samt lofar góðu, við systur ákváðum fyrir löngu að okkur veitti ekki af smá gleði og pöntuðum miða á Ladda. Með okkur fara þessir 4  karlar sem eru heimilisfastir hjá okkur, synir hennar og Steinar og Björninn.

Mér gengur ekki vel að sofa og það er kannski skýringin á krumpunni þennan morguninn. Það er bara segin saga að um leið og ég sé koddann þá kemur Himmi upp í hugann og ég skottast með honum í huganum um allar jarðir. Það er svo margs að minnast. Hann var mikill gleðigjafi eins og þau öll krakkarnir. Þau eru miklir húmoristar og hafa gaman af lífinu. Nú er allt ónýtt.

Geðvonskutauti lokið í bili....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góðan daginn Pollýanna mín, ég meina Ragga mín.  Ég þekki það að hræðast rúmið mitt, vegna hugsanana sem nú sækja á.  Ég held að þú getir reiknað með að þetta lagist.  Reyndu endilega að ná svefni, því annars á maður svo mikið erfiðara að takast á við daginn.

Það hlýtur að vera gaman að sjá Ladda, þú verður að blogga um það.

Njóttu dagsins Ragga mín

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ elsku snúllan mín, þú mátt alveg vera með geðvonskutaut, það er alveg bráðnauðsinnlegt.

Ragga mín þetta með svefninn, þegar ég átti erfitt

fyrir mörgum árum, en í mörg ár, þá fór ég í Pollýönu-leik við sjálfan mig þegar ég þurfti að sofa

Lagðist á koddann reyndi að tæma hugann, en það fyrsta sem kom upp í huga mér notaði ég með mér í

pollýönu-leikinn lét hann flæða með mér í huganum,

oftast nær sofnaði ég út frá þessum leik.

prufaðu bara gæti komið að notum. Ef þú nærð að sofna í gleðinni þá vaknar þú líka í henni.

Nú ætla ég að fara að hvíla mig er svolítið lúin eftir þjálfunina og svo hnaut ég svolítið í gær

þannig að ég er, já, já, nenni ekki að tala um það meir. hafðu það gott í dag Snúllan mín þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2007 kl. 10:57

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Mig langar bara að segja góða skemmtun á Ladda Þetta verður ábyggilega gaman allavega hlakka ég til sunnudagsins þegar við förum með Hjalta og Anítu....kveðja til ykkar

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.11.2007 kl. 12:49

4 identicon

Þekki þetta

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband