Stórmerkileg kona fallin frá

Þessi kona var ein þeirra sem ég dáðist reglulega að, hún sýndi að þar sem er vilji þar er vegur.

Fréttin er tekin af Vísi.

Vísir, 06. nóv. 2007 21:32

Andlát: Marta G. Guðmundsdóttir

mynd
Marta G. Guðmundsdóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans í gær.

Marta G. Guðmundsdóttir kennari og Grænlandsjökulsfari lést á krabbameinsdeild Landspítalans í gær, 37 ára að aldri.

Marta fæddist 29. apríl 1970 í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Hallberu Ágústsdóttur húsmóður og Guðmundar Finnssonar pípulagningarmeistara í Grindavík. Marta lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands. Hún starfaði sem grunnskólakennari bæði á Englandi og í Grindavík.

Marta var liðtæk íþróttakona, lék körfuknattleik með Grindavík og Keflavík, knattspyrnu með Grindavík og var í unglingalandsliðinu í körfuknattleik.
Marta vakti þjóðarathygli þegar hún í maí og júní sl. gekk á gönguskíðum þvert yfir Grænlandsjökul til að vekja athygli kvenna á mikilvægi þess að fara reglulega í brjóstaskoðun og til að afla fé til frekari rannsókna á brjóstakrabbameini.

Sjálf greindist Marta með brjóstakrabbamein í október 2005 og gekkst undir uppskurð ásamt lyfja- og geislameðferð í kjölfarið sem lauk í júní 2006. Meðan á meðferðinni stóð reyndi Marta að setja sér ýmis markmið til að ná fyrri heilsu að meðferð lokinni.

Marta einbeitti sér að því að hreyfa sig eins og þrek leyfði og einnig fannst henni mikilvægt að reyna að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir veikindin og tók þátt í daglegu amstri eins og hún treysti sér til. Marta fór í nokkrar gönguskíðaferðir hér heima, m.a. á Sprengisandi, til að undirbúa sig fyrir Grænlandsferðina.

 

Marta sinnti starfi sínu áfram sem kennari þar til fyrir skömmu er hún greindist með illvíg meinvörp í höfði.

Marta lætur eftir sig eina stúlku, Andreu Björt Ólafsdóttur, sem fædd er 1995.


Fjölskyldu hennar sendi ég samúðarkveðjur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

samúðarkveðjur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nú er ég hissa, það viðurkenni ég fúslega, ég hélt að þessi kona af öllum myndi sigrast á krabbameininu. Samúðarkveðjur.

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2007 kl. 23:55

3 identicon

Vil senda fjölskyldu hennar líka mínar samúðarkveðjur, Marta var yndisleg manneskja, frábær kennari og vinur barnanna sinna eins og hún oft kallaði börnin í bekknum sem hún kenndi sl 4 ár þar til í vor Kveðja Þóra Björk 

Þóra Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 00:23

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sorglegt. Sorglegt. Sorglegt. Samúðarkveðjur til ástvina hennar.

Helvítist krabbinn. Hann gerir svo sannarlega ekki mannamun.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.11.2007 kl. 00:27

5 Smámynd: Magnús Paul Korntop

samúðarkveðjur,já,helvítis krabbeinn eyrir engum það hef ég fengið að finna fyrir

Magnús Paul Korntop, 7.11.2007 kl. 03:02

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Það var mikil sorg í gær þegar þetta fréttist hér sendi allar mínar samúðarkveðjur til fjöldskyldu hennar og bið góðan guð að venda Andreu litlu.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.11.2007 kl. 08:17

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2007 kl. 09:15

8 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég dáðist mikið af þessari sterku konu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 7.11.2007 kl. 13:57

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sá þetta í kvöld þegar ég fletti Mogganum og fékk algjört áfall. Hitti þessa yndislegu konu yfir kaffibolla í fyrra og tók viðtal við hana fyrir Vikuna. Verð bara að segja að hún lifði lífinu sannarlega lifandi þennan allt of stutta tíma sem hún fékk og var frábær fyrirmynd. Mikið hreifst ég af henni. Æ, hvað þetta er sorglegt. Sendi samúðarkveðjur til allra ástvina hennar.

Guðríður Haraldsdóttir, 7.11.2007 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband