Snjall bíll
29.9.2007 | 08:20
"Það óhapp varð á Óseyri á Akureyri í gærkvöldi, að maður bakkaði bíl sínum óvart á kyrrstæðan og mannlausan bíl. En við það hrökk sá í gang og hélt af stað aftur á bak út í óvissuna, þartil hann rakst á kerru og staðnæmdist.
Eigandi bílsins, sem var með lyklana af honum í vasanum, stóð álengdar og horfði á uppákomuna, án þess að hafa ráðrúm til að bregðast við. Engin skýring er á þessum dularfullu viðbrögðum bílsins, nema að hann hafi ætlað að forða sér undan frekari pústrum, en þetta er lífsreyndur 25 ára dísilbíll."
Ég hefði líka reynt að forða mér í hans sporum !
Athugasemdir
ég hló mikið þegar ég las þessa frétt í gær
Huld S. Ringsted, 29.9.2007 kl. 08:35
Hahaha, góður, en mikið vildi ég Ragga mín að þinn bíll hefði náð að forða sér líka. Hann hlýtur að vera yngri og vanþroskaðri.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2007 kl. 08:44
Já Ji...minn er bara smástrákur.6 ára en dísilbíll samt
Ragnheiður , 29.9.2007 kl. 08:59
Hehe. Það þyrftu allir bílar að vera með svona fídus í sér
Bryndís R (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 09:37
hehe ég hló þegar ég heyrði þetta í fréttum í gær.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.9.2007 kl. 09:38
hæhæ. það er gaman að geta fylgst með þér hérna. mamma byður að heilsa þér með knúsi.
kveðja Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:14
Bjarndís Helena Mitchell, 29.9.2007 kl. 12:21
Svo er sagt að bílar hafi ekki sál, sumir hafa alla vega vit
Knús og klús inn í daginn
kidda, 29.9.2007 kl. 12:36
Hæ kæra vinkona ... er búin að vera án internets í 2 daga og það er hræðilegt ! Gat loksins kveikt á kerti og nú líður mér betur
Kiss og knús úr Firðinum C",)
Hjördís Ósk (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 14:36
Takk Hjördís mín
Ragnheiður , 29.9.2007 kl. 14:41
Það var leitt með bílinn þinn, en gott að drengurinn slasaðist ekki.
Bráð fyndið þetta fyrir norðan,
veit nokkur hvaða sort af bíl þetta var, maður fer kannski að velja sér bíl eftir því hvaða sort hann er.
Orkukveðjur Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2007 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.