Þetta kemur ekki á óvart

Ástand manns eftir svona stór áföll er undarlegt. Það er eins og maður sé dofinn, í draumkenndu og ruglingslegu ástandi.

Þið sem ekki þekkið getið valið hér hitt bloggið mitt til að sjá þetta betur. Þar fer ég alveg yfir (minnir mig) hvernig mér gekk að fóta mig eftir andlát sonar míns 2007. Það verða 3 ár í ágúst.

Ég held að þetta sé einhverskonar öryggiskerfi sem tekur yfir, svo maður brjálist ekki. Svo síast veruleikinn inn, smátt og smátt. Maður tekur þetta áfall í skrefum og um að gera að taka sér þann tíma sem maður þarf.

Marga marga morgna varð ég að rífa mig framúr, ég vildi ekki lifa og vildi ekki koma til lífsins.

Nú lifi ég.

Hann lifir líka, í hjarta og hug okkar sem elskuðum hann.


mbl.is Hudson glímdi við þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Einlæg færsla eins og þér einni er lagið. 

Þú færir mörgum gleði, visku og þroska með bloggunum þínum.   

Anna Einarsdóttir, 2.7.2010 kl. 22:55

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.7.2010 kl. 23:48

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg

Hrönn Sigurðardóttir, 3.7.2010 kl. 16:50

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elska þig stelpa

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2010 kl. 12:29

5 identicon

Uff hvað ég þekki þetta vel.Núna eru 2 vikur síðan ein besta vinkona mín dó .Dofinn er að minnka og hin sorgin hefur ekkert farið bara breystKveðja til þín elskuleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 14:09

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já enginn veit fyrr en lendir í sjálfur þungri sorg og missi.  Og hvernig líkamin bregst við því öllu saman. Þá skiptir máli að bæði eiga góða að og hafa unnið í sjálfum sér.  Það er eitt það besta sem maður gerir, en það bara gengur ekki alltaf upp, nema með stuðningi fólks sem þekkir til.  Knús á okkur öll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.7.2010 kl. 08:02

7 Smámynd: Kidda

Þó svo að ég hafi aldrei kynnst Himma þá finnst mér ég þekkja hann. Og man brottfarardaginn hans. Man hvað þú gekkst í gegn um og hvað maður hefði viljað getað tekið þó ekki væri nema brot af sársaukanum.

Knús og klús

Kidda, 6.7.2010 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband