Þvergirðingsháttur

og líklega alveg skortur á mannkærleika.

Ég segi það enn og aftur, ég er lánsöm með nágranna.

Þessir leiðsögu og hjálparhundar eiga algerlega að vera óháðir hundalöggjöf - þetta er sérþjálfað vinnudýr.

Þessir nágrannar yrðu menn að meiri ef þau létu undan.

Annars hélt ég að byggi bara gott fólk á Skaganum, þekki ekkert annað....


mbl.is Vilja ekki leiðsöguhund í blokkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skil þetta bara ekki, vona að málið leysist farsællega.  Kveðja til ykkar hjóna á nesinu litla

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2010 kl. 19:59

2 identicon

Þetta sannar bara hið fornkveðna að "fólk er fífl"............. allavega sumt

Manni (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 20:03

3 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Má vera að nýflutta fólkinu hafi ekki verið greint frá þessum væntanlega hundi. Sé það raunin, má alveg taka það með í dæmið og setja sig í spor nýju íbúanna. Þeir verða líka að setja sig í spor Svanhildar Önnu og rétturinn hlýtur að vera hennar, þar sem samþykkið var í höfn og hundsins beðið. Sé málið svona vaxið, getur fólkið þurft að leita réttar síns, en alls ekki á kostnað hunds og eiganda.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.7.2010 kl. 20:16

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Því miður er það svo að dýraeigendur eru nær réttlausir í fjölbýlishúsum með sameign, samkvæmt íslenskum lögum. Fjöleignahúsalögin veita þeim sem amast við dýrum gríðarleg völd gagnvart nágrönnum sínum. Fólk hefur einmitt misnotað þessi lög í nágrannadeilum og neytt aðra til að losa sig við dýr eða flytja, bara út af illgirni.

Það er nógu slæmt, en auðvitað ættu að gilda sérreglur um leiðsögu- og blindrahunda.

Svala Jónsdóttir, 11.7.2010 kl. 20:24

5 identicon

Skil ekki svona lagað, hvort sem fólkinu var sagt frá þessu þegar það keypti eða ekki þá eiga svona leiðsögudýr að vera undanþegin.

Geri fastlega ráð fyrir því að ef ég sel húsið mitt að ég verði lengi að finna íbúð sem leyfir hunda og ketti. Þau eru ekki leiðsögudýr.

kidda (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 20:31

6 identicon

Ótrúlegt ,ég get ekki skilið það ef konan fær ekki að hafa hundinn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2010 kl. 22:59

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fáránlegt!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2010 kl. 23:32

8 identicon

"heyrnar- og sjónskert og þjáist af jafnvægisleysi" Þannig að hún verður ekki vör við hvar hundurinn gerir þarfir sínar og gæti ekki hreinsað upp eftir hann þó hún sæi. Og varla truflar geltið hana mikið. Það er ekki öllum gefið að geta haldið dýr svo vel sé. Og miklar fatlanir gera fólk ekki endilega að góðum hundaeigendum. Auk þess sem einhver gæti verið haldinn ofnæmi eða hræðslu við hunda. Það er ekki að ástæðulausu að þessi lög voru sett.

Krappur (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 01:29

9 identicon

Krappur, og heldurðu að ástæðan fyrir þessum lögum sé að heyrnar- og sjónskert fólk sem þjáist af jafnvægisleysi geti ekki þrifið upp eftir hundinn? Ætti þá ekki bara að banna alla blindrahunda?

"Og miklar fatlanir gera fólk ekki endilega að góðum hundaeigendum."

kiddi (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 02:21

10 identicon

Krappur. Þú verður að athuga það að þessi hundur er sér þjálfaður. Annað væri ef það væri bara einhver rakki. En það er langt frá því að vera tilfellið í þessu máli.

Christine Einarsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 09:59

11 identicon

Krappur, ekki ert þú maðurinn sem ert að senda hundinn burt? Þessi rök sem þú berð fram bera vott af miklum fordómum í garð fatlaðra og hunda og gefa í skyn að viðkomandi hundaeigandi sé gjörsamlega ósjálfbjarga og heimskur og hundurinn sé ekki annað en hver annar skítugur flækingshundur. Haltu þig vinsamlegast við mál sem þú veist eitthvað um og tjáðu þig um mál sem þetta þegar þú hefur kynnst fötluðum einstaklingum og nokkrum hundum líka. Orð þín sína bersýnilega að þú þekkir hvorugt. Ef þú ert hins vegar þessi maður sem vill setja hundinn út þá mæli ég með því að þú hættir því bulli og farir í kaffi til nágrannakonu þinnar með hundinn og kynnir þér aðstæður, konu og hund. Hver veit það væri jafnvel ánægjulegt þar sem þessi kona er alveg örugglega ekki eins mikill aumingi og þú heldur.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:39

12 identicon

Fyrir mér er hundur bara hundur. Þó hann geti vaskað upp og teflt þá eru útbrotin ekkert minni og astmaköstin ekkert þægilegri. Skíturinn úr honum lyktar eins illa og geltið er jafn hvimleitt.

Krappur (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 12:48

13 identicon

Hrappur: Er eitthvað annað sem veldur astma hjá þér. Hvað með svifryk, áfengi, sykur og hreyfingarleysi. Er hægt að breyta samfélaginu á einhvern frekari hátt svo þú getir haldið áfram að afsaka eigin galla með því að benda á aðra.

Ég var með astma og ofnæmi fyrir gróðri og köttum, svo breytti ég mataræðinu því þá líður mér betur, ég fyrirskipaði ekki að kettir og tré yrði fjarlægð.

Aumingja þú að vera með astma og vilja ekkert gera í því sjálfur. Láttu okkur vita hvernig við getur þjónað þér betur.

Rannveig S. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 13:12

14 identicon

Kæra Rannveig, það er gott að þú skulir vera svona tillitssöm. Ef til vill mætti ég koma nokkrum sinnum á nóttu og flauta hressilega fyrir utan svefnherbergisglugga þinn? Henda rusli á lóðina og skíta í skjóli við útidyrnar? Eða þarf ég að vera hundur svo þú sættir þig við þannig truflanir með bros á vör?

Krappur (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:02

15 identicon

Ég meinti Krappur.

Veistu það Krappur, að ef þú hefur eitthvað vit í kollinum sem efast má um, þá er verið í þessu tilfelli að tala um sér þjálfaðan leiðsöguhund. Þeir gjamma ekki á næturnar og þeir skíta ekki í skjóli við útidyr. Ég vil ekki fylla heiminn af hundum það skrifaði ég ekki. Þú ert þá líklega einnig á móti leitarhundum þegar fólk er týnt og sniffhundum tollvarða? Ég tel enn að þú tjáir þig svona vegna eigin sjálfselsku. Ef þér líður svona illa yfir geltandi hundum þá ættir þú kannski að flytja eða kaupa þér eyrnatappa. Og önnur spurning: Eru engir kettir eða gæsir sem skíta utandyra í þínu bæjarfélagi. Taktu nú höfuðið á þér út úr þeim þrönga stað sem það er á og hættu að blogga þér til skammar.

Ég endurtek, það er ekki hægt að banna allt þótt sumir einstaklingar séu á móti því eða með ofnæmi.

 PS. Lífsstílsbreyting mín var ekki gerð vegna tillitssemi við aðra. Þvert á móti. og ef þú vilt flauta og kúka fyrir utan húsið mitt þá segir það meira um sjálfan þig en skoðanir mínar á leiðsöguhundum fyrir þá sem eiga við fötlun að stríða.  Auk þess myndi ég ekki taka eftir því þar sem ég bý í miðborg Reykjavíkur þar sem hvort eð er er flautað, ælt og skitið í nágrenni við heimili mitt.

Rannveig S. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 14:22

16 Smámynd: A.L.F

Krappur gangi þér vel þegar set verða ný lög, sem ég gæti trúað að ekki verði langt í eftir þessa frétt.

Hjálparhundur er nefnilega ekki það sama og gæludýr. Þú bannar ekki fatlaðri manneskju í hjólastól að fara um íbúð sína á kvöldin því hljóðið frá stólnum truflar þig.

Það var búið að gefa leyfi fyrir þessum hundi fyrir 3 árum, eftir það hefur væntanlega verið farið að stað að finna hund, þjálfa hann og svo þjálfa hann og þjónustuþegan saman, já það tekur þess vegna allt að 3 árum, svo leyfið stendur enþá.

Þetta fólk sem vil hundinn út ætti að skammast sín og hætta þessu tuði ef þau geta það ekki geta þau flutt, það er jú auðveldara fyrir þau að fóta sig í nýju umhverfi en blinda konuna.

HRÆSNI og skítslegt eðli er það eina hægt er að segja um fólk sem hegðar sér eins og þetta fólk.

A.L.F, 12.7.2010 kl. 14:47

17 identicon

Það er ekki spurning um hvort eitthvað sé hægt að banna, þetta er bannað. Hafi konan þarfir sem kalla á sérbýli þá eru til opinberar stofnanir sem eru til þess að leysa þannig mál. Þessi kona er búinn að hafa þrjú ár til að koma sér í húsnæði þar sem má hafa hund. Þess í stað treystir hún því að engar breytingar verði á íbúum fjölbýlishússins um aldur og æfi. Og er svo voða undrandi þegar nýir íbúar vilja ekki hund inn á sitt heimili.

Bloggheimur stekkur upp á nef sér og fólkinu eru ekki sparaðar kveðjurnar. þeir sem ekki geta eða vilja umgangast hunda ættu bara að flytja burt enda heimsk illmenni upp til hópa. Einn bloggari vildi nöfn og myndir svo hægt væri að "ræða" við fólkið. Mörgum virðist ekki sjálfrátt þegar hundar eru annars vegar, s.b.r. lúkasarmálið.

Krappur (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 15:15

18 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Mannvonska að hálfu þessa fólks sem ætlast til að hún losi sig við hundinn.

Ía Jóhannsdóttir, 12.7.2010 kl. 16:59

19 identicon

Krappur: Fólkið er ekkert að fá hundinn inn á sitt heimili þó hann gangi gegnum sameignina þegar hann þarf með konunni út. Og afhverju eru þau, sem eru nýflutt, í meiri rétti til að búa þarna en hún, sem er búin að búa þarna lengi? Þau hafa væntanlega haft úr fleiri íbúðum að velja!! Og kannski er íbúðin hennar sérinnréttuð fyrir hennar fötlun!!

Sigrún (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 17:02

20 Smámynd: A.L.F

Krappur þetta er ekki svona einfalt.

Blindur einstaklingur á ekki auðvelt með að flytja á annan stað. Og að koma með "þetta er bannað" og því sé í lagi að láta dinti fávita ganga fram yfir  lífsgæði annars einstaklings, jahh ég á bara ekki til orð yfir þessari skoðun þinni.

A.L.F, 12.7.2010 kl. 17:25

21 identicon

Það er enginn að banna konunni að búa þarna. En samkvæmt lögum þá má hún ekki hafa hund. Hundurinn má ekki búa þarna, í fjölbýli hefur fólk meiri réttindi en hundar. Og henni hefur verið fullkunnugt um það í fjölda ára.

Krappur (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 17:40

22 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Lögin BANNA EKKI hundahald í fjölbýli, þau kalla eftir samþykki allra íbúa og þá má hundurinn vera. Samþykki var fengið og því var komið leyfi fyrir þessum hundi. Ef fólk vill ekki búa þar sem hundahald er leyft, þarf það ekki að kaupa húsnæði á þannig stað. Ekki frekar en að fólk með dýr flytur ekki í húsnæði þar sem dýrahald er bannað. Aftur á móti getur verið að nýju íbúunum hafi ekki verið kunnugt um leyfi fyrir hundinum. Það mál verða þeir að eiga við fyrri eigendur íbúðarinnar eða fasteignasalann.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 12.7.2010 kl. 23:35

23 Smámynd: Ragnheiður

Hér eru lífleg skoðanaskipti sé ég er. Ég er alveg sammála orðum þeirra sem eru með þessu TILTEKNA dýri í þessu TILTEKNA húsi.

Almennt er alveg sjálfsagt að hundar séu ekki í fjölbýli nema með samþykki allra íbúa.

Þeim sem efast bendi ég á að kynna sér þjálfun þessara dýra. Þeir munu ekki vera gjammandi fyrir utan glugga fólks að næturlagi.

Margir þurfa að þola flaut og háreysti við hús sín að nóttu til og þar er orsakavaldurinn drukknir einstaklingar á 2 fótum. Og þeir míga og skíta í garðinn hjá þeim. Þeim sem þurfa að þola þetta eru íbúar miðborgarinnar.

takk öll fyrir ykkar skoðanir hér  

Ragnheiður , 17.7.2010 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband