uppgjörið mikla

milli bankanna nýju og gömlu var þannig að þeir fengu lánin yfir á 20 - 30 % verðmæti. Afskrifaður stór hluti til að mæta mögulegum afskriftum. Okkur almenningi er sagt að peningar vaxi ekki á trjám né hrynji af himnum ofan. Afhverju nutum við þá ekki þessara afskrifta ?

Ég hef verið þeirrar skoðunar frá hruninu að öll lán hefðu átt að fara með bönkunum. Við áttum að byrja á núlli og taka sameiginlega þær skuldir sem þjóðarbúið hefði orðið að greiða. Einföld lausn en þægileg.

Við erum enn að klifra upp úr holunni...hún var djúp !


mbl.is Ábyrgðin hjá gömlu bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Peningar eru prentaðir í útlöndum, og gefnir út af Seðlabankanum.

Við njótum ekki afskrifta vegna þess að það á að láta á það reyna hversu miklar endurheimtur er hægt að kreista út, og starfsmenn bankanna fá greidda bónusa í samræmi við það. Þeir sem hagnast á þessu fyrirkomulagi eru fyrst og fremst eigendur bankanna.

Ég er 120% sammála þér um bestu lausnina: að núllstilla kerfið. Það hefði t.d. mátt bara frysta gamla bankakerfið í heild sinni og setja það í þrot, vera tilbúnir með viðbragðsáætlun til að kippa öllum landsmönnum og rekstrarfélögum yfir í viðskipti hjá nýjum ríkisbanka sem væri stofnaður sérstaklega í þessum tilgangi, og hefja svo nýsköpun á heilbrigðu fjármálakerfi. Gamla draslið yrði svo ALDREI endurreist heldur rannsakað og gert upp fagmannlega eins hver önnur gjaldþrotaskipti. Það eina sem hefði þurft að standa í neyðarlögum um þetta væri smávægileg breyting á gjaldþrotalögum varðandi kröfuforgang og undanþágu frá rekstrarstöðvun.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2010 kl. 01:29

2 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég er alveg samála þér Ragga mín en ég er dálitið hrædd um að það verði annað hrun í haust þegar atlega verður gerð að skudsettum heimilum og komið að skuldadögum .fólk á ekki pennig til borga skuldirnar og þá kannsi mun fasteingarmarkaðurinn fara yfirir um við það.svo erum við með rikistjórn sem gerir ekkert og það seiigir mér svo hugur að það verða haldnar kjösningar fyrir næstu jól .

Guðrún unnur þórsdóttir, 26.6.2010 kl. 16:33

3 Smámynd: Sigrún Óskars

ég skil þetta ekki - mér finnst einhvernvegin eins og ríkissjórnin ætli að láta almúgann borga og þeir eru ekki að hjálpa okkur uppúr þessari djúpu holu.

Sigrún Óskars, 27.6.2010 kl. 09:35

4 identicon

Það átti að gera eitthvað til að bjarga heimilunum var lofað.

Hvar hefur sá árangur komið upp á borðið ?

Afskrifað hjá stærstu svindlurum !!

Eftir situr fólk sem getur ekki haldið heimilinu og ekkert gert fyrir börnin sín.

Á lífið að vera svona ?? 

Ásgerður (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 16:27

5 Smámynd: Ragnheiður

Innlegg Guðmundar alveg nákvæmlega það sem ég á við. Takk fyrir að koma með þetta

Gunna, ég veit og er kvíðin

Nákvæmlega Sigrún, við erum ein á báti

Ásgerður ekki hef ég fengið krónu afskrifaða...enda ekki útrásarvíkingur. Æj þetta eru eintóm loforð

Ragnheiður , 29.6.2010 kl. 18:19

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi ríkisstjórn þarf að fara frá, hún er algjörlega vanhæf og verri en enginn, hér þarf utanþingsstjórn og fólk sem kann til verka, og fyrst og fremst lætur almenning njóta vafans eins og á að vera.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2010 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband