er búin að vera spæld

síðan prestastefnan ákvað að senda málið um ein hjúskaparlög í nefnd. Í stjórnsýslunni er sending í nefnd til að kæla málið og lauma því svo áfram eða í ruslið.

Bjarni Karlsson vinur minn og sálusorgari bloggar á Eyjunni, þar birti hann videóblogg sama kvöld og þetta var sent burt. Það hjálpaði helling.

Svo í dag sá ég þetta og það er sko ekki í fyrsta sinn sem Davíð hefur fingurinn á púlsinum - sér aðalatriðið.

Ég veit samt eiginlega ekki nákvæmlega hvers vegna þetta fer svona svakalega í mig. Ég held að það sé óréttlætið, mismununin.

Færum við nákvæmlega eftir Bókinni - þá værum við enn höggvandi hvert annað í herðar niður, í moldarkofunum.

Þjóðfélagið hefur þróast. Þjóðkirkjan verður að þróast með.

Farin að hvíla mig - kemst ekkert út í góða veðrið í dag. Fjandans flensustand !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Leitt að þú sért með flensu Ragga mín, þarft að komast út í vorið, farðu vel með þig. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 1.5.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Láttu þér batna fljótt og vel. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2010 kl. 00:14

3 Smámynd: Sigrún Óskars

batakveðjur til þín

ég er líka spæld yfir þessum prestum - en einhvernvegin bjóst ég ekki við að þetta færi í gegn, ekki á meðan "gömlu" prestarnir taka þátt í prestastefnunni.

Sigrún Óskars, 2.5.2010 kl. 18:05

4 Smámynd: Kidda

Þegar strákarnir mínir voru litlir þá las ég fyrir þá á kvöldin. Ákvað að sinna kristlegu uppeldi í smátíma og lesa fyrir þá myndskreyttu bíblíuna. Ég las ekki mikið vegna þess að sá guð sem ég trúi á hefði ekki gert margt að því sem bíblíuguðinn gerði. Svo að ég hætti að lesa þessa bók fyrir þá og hef aldrei otað að þeim trú nema barnabænunum.

Hef umgengist þó nokkra samkynhneigða stráka að það fer ekkert á milli mála að þeir eru inni í vitlausri skel (líkaminn).

Minn guð er réttlátur og góður, gerir ekki upp á milli fólks með ólíkar kynhneigðir, litarhátt, trúar eða neins annars.

Vona að flensufj láti sig hverfa Ragga mín og þér batni.

Knús og klús  

Kidda, 3.5.2010 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband