Færsluflokkur: Bloggar

Og hvað nákvæmlega átti varaliðið að gera ?

Sko, Björn, við hin vorum hér alveg til friðs á meðan löggæslan var "skörðuð" hérna suðurfrá.  Við varla lentum í árekstri á meðan, við vorum að fylgjast með vinum okkar í Árnessýslu.

Hinsvegar er umhugsunarefni afhverju vefsíður fréttamiðla eins og Rúv og Vísis þoldu ekki álagið en það fellur líklega undir einhvern annan ráðherra eða hvað?

Svo má líka svara spurningu Ragnars skjálfta sem hélt því fram að fjársvelti stofnunarinnar væri orsök þess að ekki væri hægt að senda aðvaranir um yfirvofandi skjálfta.

Leystu þessi vandamál, svo skulum við spá í tindátadótið !


mbl.is Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt skrýtið í kýrhausnum

Um daginn kom ég lesanda nokkuð á óvart. Ég talaði um að ég hvíldi mig við heimilisstörfin. Þetta féll auðvitað í grýttan jarðveg. Málið er einfaldlega svona. Ég hef þjáðst af mikilli andlegri þreytu sem mér hefur ekki gengið vel að ná mér almennilega af. Ég er skást ef ég næ að einbeita mér að einhverju ákveðnu verki og hef til dæmis púslað mikið í vetur. Nú er hlé í því aðeins. Um daginn tók ég mig til og fór að þrífa almennilega til hjá mér. Ég fékk bæði útrás og hvíld í þreytta hausinn minn.  Húsið hefur verið mér til stórskammar í allan vetur. Orkan hefur bara ekki verið til nokkurra verka. En nú varð breyting á. Ég hef náð að gera húsið hreint og fínt og mér líður stórvel með það. Þegar krakkarnir voru litlir þá undraðist fólk alltaf hversu hreint var þó hjá mér, með öll þessi börn. Málið var að þegar þau voru sofnuð þá tók ég allt til og tók saman öll leikföng og svoleiðis dótarí. Mér leiddist að hafa þetta um allt. Eftir að þau uxu úr grasi og ég tala ekki um fluttu að heiman þá hef ég stundum slugsað við húsverkin, bæði vegna hreinræktaðrar leti og svo vegna slæmrar gigtar.

Mitt óskahús er þannig að fólk geti gengið inn af götunni hvenær sem er og ekkert er manni til skammar.

Núna er það þannig, ég er sátt og eins hamingjusöm og ég næ að vera svona Himmalaus.

 


Eins og þið sjáið

þá er ég komin með flotta hausmynd. Hann Gunnar svíafari bauðst til að gera hausmynd fyrir mig og ég get ekki almennilega lýst því hversu alsæl ég er með þessa mynd.

Takk kæri Gunnar fyrir hjálpina.

Heart


Þetta er nú ekki gróðavænlegt

Það er einfaldlega þannig í þessum bransa að flestir borga okkur með kortum og leigubílstjórar eru sjaldnast með einhverjar upphæðir á sér.

Hvað er annars fólk að þvælast á djammið með hníf meðferðis ?!

Andskotans vitleysa er þetta!


mbl.is Leigubílstjóra ógnað með hnífi og hann rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki mánaðamót ? *blikkblikkblikkblikk*

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
 

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar.

_________________________________________________________

Svo var ég að setja nýjan tengil hérna til hliðar. Hann heitir fangarnir á meðferðarganginum -endilega kíkið á það.


Nú er fátt að gerast ( ein spurning samt )

og ég verð eiginlega að segja hreinskilnislega, að ég fagna því. Undanfarnir dagar hafa verið heilmiklir tilfinningarússibanar og andleg þrek er enn ekki komið í það sem ætti að vera.

Ég sárfinn til með fólki á skjálftasvæðunum, ekki vegna brotinna bollapara heldur einfaldlega vegna þeirrar tilfinningar sem hefur læðst að, að öryggi heimilisins sé stefnt í voða. Heimilið er okkur öllum heilagt og flest ættum við erfitt með að vinna okkur út úr slíku áfalli. Það er líka það sem fólk talar um sem brotist er inn hjá, slæm vanmetatilfinning og öryggisleysi.

Veraldlega hluti má bæta en hitt tekur lengri tíma.

Nokkrar bloggfærslur hef ég séð í dag þar sem fólk kveinkar sér undan of mikilli umfjöllun um atburði fyrir austan. Það er enginn skyldugur til að lesa allar blaðagreinar né horfa á alla fréttatíma. Þessu er líkt við verri hamfarir annarsstaðar og á það bent að þangað ættum við að beina okkar athygli. Þessu er ég ekki sammála, ef við leitum alltaf að verri aðstæðum áður en okkur þóknast að hjálpa þá endar með að engum verður hjálpað í heiminum. Það er alltaf einhver verr staddur til.

En nóg um þetta.

Fór að vinna í dag. Það gekk ágætlega. Í fyrsta sinn í sögunni ók ég farþega bæjarleið sem tíndi upp í mig harðfisk með smjöri alla leiðina. Það var snilld.

Fór svo í annarra manna hverfisverslun í dag og fékk mér slátur, við ákváðum að hafa það í snemmlagaðan kvöldverð enda nóg um að vera hérna bráðum. Landsleikur í handbolta og kallinn fer að vinna.

Að lokum vil ég óska Hafnarfirði til hamingju með 100 ára afmælið..Wizard

Spurningin er :

Ef ég er spurð hvað ég eigi mörg börn hvað á ég að segja

a)átti fimm en eitt dó

b)á fjögur en ....dæs....þögn

Hvað segir maður eiginlega ?


Barnfóstrustörfum lokið

Við horfðum á teiknimyndir, þrömmuðum okkur út á leikvöll og fengum okkur göngutúr með Kela að skoða hestana. Hestarnir og Keli stóðu alveg fyrir sínu, hestarnir þáðu gras úr litlum höndum og Keli hagaði sér eins og stórhöfðingi. Þær fengu að teyma hann og hann hagaði sér afar vel. Hann passaði að tosa ekki og fella ekki litlar stelpur. Hann passaði sig svo vel að við lá að hann væri staður öðruhvoru.

100_1303

Keli lét fara vel um sig í kjöltunni á Guðmundu.

Svo er best að sýna ykkur áhugasaman tölvusnilling, hann var að bíða eftir að mamma hans kæmi heim sl sunnudagsmorgun svo hann gæti farið að borða eitthvað.

100_1302

Áhuginn leynir sér ekki !


Í miðju myrkrinu koma

frábærar fréttir. Íþróttahúsið á Höfn var troðfullt á styrktartónleikum Öldu í kvöld. Ég þarf hinsvegar að fara að sofa, núna. Leikskólar og skólar á Selfossi eru lokaðir á morgun og Öldudæturnar ætla að heimsækja Röggu ömmu meðan mamma fær meðalið sitt.

 

Góða nótt elskurnar

góðanótt


Æj (viðbót mynd af skjálftunum)

greyin, það vill til að þeir eru nú í rammgerðu húsi og vel um þá hugsað. Ég hef hinsvegar miklu meiri áhyggjur af fólki á Suðurlandi sem er núna sumt vegalaust. Aldan mín er til dæmis á Selfossi og ég hef miklar áhyggjur af henni.

Mín upplifun af skjálftanum var svona ;

Ég var að setja ryksuguna í gang þegar ég heyri hljóð. Ég held áfram við að labba eftir ganginum og loka áfram hurðunum inni í herbergin. Þá er ég farin að gruna alvarlega ryksuguna um að vera biluð og framkallandi aukahljóð. Ég sný mér við og sé þingmann undarlegan á svipinn í sjónvarpinu, þingforsetinn stendur upp og ég hélt að þingmaðurinn hefði misst einhvern ósóma út úr sér. En þá sjá ég kertaljósakrónuna, hún sveiflast eins og vitlaus.

Ég beið en þetta ætlaði aldrei að hætta, ég var komin á fremsta hlunn með að hlaupa út en þá stoppaði þetta loksins.

En það leið langur tími áður en ljósið hætti að sveiflast....

jarðskjálftar2

Sjáið muninn á þessari og þeirri sem er í fyrri færslu

 


mbl.is Fangar á Litla-Hrauni úti í garði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skammast mín !

og biðst hér með afsökunar á hálfvitalegu gríni í fyrri færslu.

Kveðjur austur, ég er alveg miður mín yfir þessu.

Reyni að koma með myndir

jarðskjálftinn29maí1

jarðskjálftinn29maí


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband