Hrekkjóttir tengdasynir og góðir unglingar

Samkvæmt þessari frétt þá er ástand mála gott í þessu bæjarfélagi. Fréttin er hérna. Ljóst má vera að Björn gæðablóð hleypir ekki þessari tölu upp. Hann situr bara hérna inni hjá móður sinni og horfir á stóra sjónvarpið sitt í nýja skápnum. Hann er náttlega fúlskeggjaður og ég var að reyna að benda honum á í gær að það gæti ýmislegt flutt inn í þetta skegg án þess að hann hefði hugmynd um það. En ég veit líka að ef ég fer að rausa um skeggið þá fer það aldrei af. Hann er núorðið oftar með skegg en ekki þannig að mér finnst hann frekar asnalegur skegglaus.

Ég er nú farin að gruna þennan tengdason um að hafa fiktað með lím um svipað leyti og hann smíðaði barn. Andskotans fikt....Það er ekkert að gerast hjá Sollu en hún verður sett í gang 27 nóvember ef kríli vill ekki koma sjálft. Það á eftir að prófa að veifa súkkulaði við útganginn, mæli ekki með að veifað verði mynd af ömmu. Þá kemur enginn neitt. Errm

Amma er náttlega orðin tuskulegust af öllum ömmum en það vonandi horfir til bóta. Amman fékk tíma hjá menntuðum rotara á fimmtudaginn. Steinar heldur að það vanti í mig vítamín, á nú eftir að yfirheyra hann betur um það. Það er kannski A vítamín til að hamla sorg og B vítamín til að lina söknuð ?

Ég ætlaði að flytja Björninn yfir í minna herbergi en vegna þess að hann er búinn að kaupa græjur af stærri gerðinni þá verður ekkert af því.

Ég veit ekki hvað ég á að tala um meira, ég er hálfasnaleg eitthvað.

Ég er svakalega léleg að svara í símann og þið verðið bara að hringja í kallinn minn ef það er eitthvað áríðandi..ég bara er ekki alveg í lagi eins og er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorrí en ég er í kasti, þú ert frábær í sjálfsíróníunni, það er svo skemmtilegt þegar fólk gerir grín að sjálfu sér.

Hugsa fallega til þín og Sollu, þetta hefst með hægðinni

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.11.2007 kl. 21:16

2 identicon

hmm...

ertu viss um að Björninn sé ekki ástæðan fyrir því að talan haldist ekki í núllinu

Annars með þetta lím dót þá getur vel verið að ég hafi nú kannski í misgripum notast við tonnatak í staðinn fyrir þetta þarna yndisaukandi gel sem... jaaá... þið segið það...

a.... c.... pleghm........

Jón Berg (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:33

3 Smámynd: Solla

Haha ég þekki ekki þennan sem þykist vera minn maður, hummmm

Segjum það bara

Solla, 19.11.2007 kl. 21:35

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"......veifa súkkulaði við útganginn." Ég er í kasti

Gott að þú ætlar til atvinnurotara eða var það menntarotari? Vona að hann/hún/það? geti hjálpað þér að hvílast.

Hrönn Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Verður það ljóst eða dökkt súkkulaði?  fyndin ertu nú kona þó svo sálin sé í rúst.  Vona að doksinn geti eitthvað gert fyrir þig.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

HEHEHE bara fyndið að lesa.....vonandi fer eitthvað að gerast hjá sollu Góða nótt...og kveðja til allar frá okkur.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 19.11.2007 kl. 22:55

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tek undir þetta hér að ofan. Þér tekst að vera hrikalega fyndin þrátt fyrir allt og allt! Vona að þetta fari að koma hjá Sollunni. Vona líka að þér takist að fara að sofa vel og vandlega á nóttunni. Kannski lumar læknirinn á góðum ráðum. Vona samt að hann ráðleggi þér ekki að hlaupa Bessastaðaafleggjarann á kvöldin eða álíka! Knús í bæinn, elskan!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.11.2007 kl. 00:22

8 Smámynd: kidda

Þú ert æði Kannski vill ömmubarnið ekki koma fyrr en amma er farin að geta sofið, svo hún verði úthvíld þegar hún fær að passa og leika sér með ömmubarnið

En mikið gott að þú hafið pantað tíma hjá einhverjum sem vonandi hjálpar með svefninn.

Vona að þú sofir eitthvað í nótt

kidda, 20.11.2007 kl. 00:32

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Kveðjur til ömmunar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 01:03

10 Smámynd: Marta smarta

Já húmorinn er a.m.k. í góðu lagi hjá þér þrátt fyrir svefnleysið.

Er að klára heita kakóið mitt og ætla svo að reyna að finna svefninn.

Gangi þér vel hjá rotaranum, nei !! þar komu "24 stundir" inn um lúguna, eins gott að lesa það fyrst. 

 Nótt, nótt. 

Marta smarta, 20.11.2007 kl. 05:32

11 Smámynd: kidda

Vonandi hefur þér tekist að lúlla eitthvað í nótt og vonandi fer svefnleysið að verða sjaldgæf undantekning en ekki regla.

Knús og klús

kidda, 20.11.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband