Allt vitlaust bara
21.2.2008 | 12:10
Þingmaður spilaði póker og allt fór á hliðina.
Ráðherra skrifaði beittan pistil á síðuna sína og allt varð vitlaust.
Þingmaðurinn verður að átta sig á því að fyrst verður hann að fá vini sína til að hjálpa sér að breyta lögunum áður en hann tekur þátt í því sem bannað er. Það er ætlast til þess að þingmenn fari að lögum, alltaf.
Ráðherrann sem þekktur er að því að hafa fljúgandi vald á íslensku máli þarf líka að gæta að sinni eigin virðingu. Birting á vefsíðu jafngildir opinberri birtingu. Hann var svo harðorður í þessum pistli að ég hefði ekki mátt birta svona. Það hefði líka gengið þvert á mína sannfæringu. Minn tilgangur er ekki og hefur ekki verið að meiða neinn.
Ég er mun skárri núna. Skriðin uppúr þessari sjálfsvorkunn í bili, auðvitað vorkenni ég sjálfri mér. Það er eðlilegasti hlutur í heimi þegar maður er ósáttur við atburði í sínu lífi. Venjulega þegar ég hef verið ósátt við eitthvað fram að þessum degi þarna í fyrra, þá hef ég reynt að breyta því sem ergir mig, laga það til. Núna get ég engu breytt og ekkert lagað og það er þungur kross að bera. Það er nánast alveg sama hvað ég geri, sonur minn heldur bara áfram að vera dáinn.
Við böðuðum voffana í gær og þeir fengu krullur á rassinn, frekar fyndnir. Þegar ég sagði systur minni frá þessu krulluveseni í gær þá varð hún allshugar fegin að verða ekki svoleiðis sjálf þegar hún væri búin að baða sig. Það væri ljóta vesenið hehehe.
Bankarnir keppast við að koma með yfirlýsingar þessa dagana um að þeir séu ekki að fara á hausinn. Ég held að ástandið sé mun verra en við höldum í þeim geira. Ég las frétt í gær um að bankarnir fengju ekki lán erlendis, þeir væru sortéraðir með einhverjum sveitabönkum í bili. Hérna er sú frétt. Það er eins gott að varkárir menn séu við stjórnvölinn í íslenskum bönkum eins og sakir standa og svo væri ágætt ef þeir myndu í næsta góðæri að stíga varlegar til jarðar. Ekki veit ég hvernig ungar manneskjur eiga að ná að kaupa fasteiginir eins og sakir standa, sagan segir að bankarnir séu búnir að loka alveg á útlán og ekki lánar Íbúðalánasjóður nema ákveðna hámarksupphæð til fasteignakaupa. Sú upphæð dugar vísast ekki ein og sér.
Ég er allaveganna fegin að vera búin að kaupa hérna og kann svo vel við mig. Hér ætla ég bara að vera. Nú er bara planið að laga húsið til. Munið þið eftir flísalögninni minni síðan í fyrra ? Nú fer að passa að byrja á því með hækkandi sól. Skipta um glugga og gler. Færa hitaveitugrind í skúrinn og svona hitt og þetta sem er fyrirhugað. Byrjum samt á gluggunum, þeir leka svo mikið skammirnar á þeim. Svo ætlum við að taka eitt og eitt herbergi og gera fínt.
En ef fer sem horfir að vesen sé að skapast á nýbyggingamarkaði þá ætti maður að geta fundið iðnaðarmann. Ef þið vitið um svona iðnaðarmannasíður þá megið þið benda mér á þær. Það væri þá helst pípulagningameistari (dugir víst ekkert minna) og smiður til að skipta um glugga.
Nú hafið þið verkefni...hehe finna svona fyrir mig hehe
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hrifin af þessu og smá viðbót
20.2.2008 | 19:40
Sjá hérna
Ég ætla að skrifa meira á eftir, langaði bara að sýna ykkur þetta. Það skemmir ekki fyrir að um er að ræða mann sem ég hef mikið dálæti á.
Verð að skemmta ykkur aðeins með Acmed vini mínum
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skjótt skipast veður í lofti á þessu heimili
20.2.2008 | 17:44
Eins og ég var niðurdregin í gær þá er ég ferlega kát í dag. Ég myndi hafa áhyggjur af sjálfri mér ef ég vissi ekki nákvæmlega í hverju þetta liggur.
Málið er að ég hef ekki heyrt í músunum mínum tveimur í allt of langan tíma og þau hafa ekki hringt í mig til baka þegar ég hef verið að reyna að hringja. Músmundur minn hringdi áðan og það lá við að ég argaði á hann, af einskærri gleði. Hann er búinn að þramma um allt hverfið sitt að leita að vinnu og vonandi ber það árangur hjá honum kallanganum. Hann var í flottum gír og allt í besta lagi.
Það sem maður getur orðið hjartanlega glaður innan í sér þegar allt er eins og það á að vera.
Hérna vappa um 2 blautar grænsápur, sumir voru baðaðir og eru núna með krullur á rassinum og svakalega flottir. Þeir fengu líka ný leikföng. Þeim finnst þetta undarlegasta mál í heimi þegar við böðum þá. Nú er garðurinn búinn að vera nokkuð blautur og þeir verða skítugir greyin. Þeir eru nokkuð góðir að láta baða sig en Keli verður sjáanlega skíthræddur við þetta allt saman. Svo hlaupa þeir eins og asnar um allt hús til að reyna að ná yl í kroppinn. Þeir móðgast samt ekkert við okkur, það er nokkuð skondið.
Hvað ætlaði ég nú að segja meira...........hm.
Jú ég held að ég sé aðeins að hressast aftur, djö sem ég er orðin leið á þessu fargins heilsuleysi alltaf...
2000 stykkja púslið kláraðist í gær og Steinar fór upp í skáp og sótti næsta. Það kom á óvart. Hann kom með 1000 stykkja mynd af mótorhjóli ! Þetta vakti nokkra furðu hjá mér og ég hugsaði málið nokkuð lengi. Svo rifjaðist upp fyrir mér að líklega kemur þetta púsl frá Himma, hann skildi það eftir einhverntímann handa mér.
Ég er takmörkuð merkjavörukelling en hef frekar ákveðnar skoðanir á því hvaða púsluspil eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Það eru þessi frá Ravensburger. Þau eru svo flott, rétt skorin og þykk.
Ég sakna minnar kæru vinkonu, Jennýar. Samt er ég svo stolt af þessari mögnuðu konu, það er sko ekkert hálfkák á ferðinni hjá henni.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
maðurinn minn
20.2.2008 | 16:25
er að breytast í tölvugúrú. Hann var að bögglast með eitthvað í stóru tölvunni og fann ekkert. Þá hafði hann hlustað á Björn Ófeigsson í morgunútvarpinu og hann langaði að sjá síðuna hans. Við gamla settið hjálpuðumst við að finna þetta og mér fannst síðan svo merkileg að ég setti hana í hlekk hérna til hliðar. Hjartasjúkdómar eru alvarlegt heilbrigðisvandamál og oft þögull óvinur. Öll hljótum við að þekkja einhvern sem þjáðst hefur af þessum veikindum og þarna er ótrúlega margt sem fróðlegt er.
Hlekkjasíðan sem ég er með þarna til hliðar er fyrir þá vefi sem mér finnast athyglisverðir og líka ætla ég að setja þarna inn slóðir hjá þeim fyrirtækjum sem mér finnst ég fá góða þjónustu hjá. Hér snýst allt um jákvæðni. Fyrirtæki sem ég er ekki sátt við verða bara ekki nefnd á nafn hahaha....
Endilega kíkiði á hjartavefinn hjá Birni.
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bilun yfirstaðin
20.2.2008 | 15:33
en það er vegna þess að hundrassgatið var svo nett í þessu að hægt var að smella takkanum á, einfalt mál fyrir indælan strák hjá digital task eða hvað það heitir á horninu á grensásvegi. Það hefði verið heldur verra ef takkinn hefði brotnað, þá hefði ég þurft að kaupa nýtt borð á tölvuna. Kelmundur heppinn.
Fór svo og keypti hundamat og hundadót, smávegis kvöldmat...loksins komin heim aftur úr þessu slagveðri og roki. Hvurslags veðurlag....
Skrifa eitthvað ef mér dettur eitthvað í hug
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kannski smápása nema
20.2.2008 | 13:09
ég nenni að blogga í stóru tölvunni eða komist yfirleitt að henni fyrir Birninum í WOW. Ég þarf að skjótast með "lappann" (ekki hundinn) í viðgerð. Kelmundur knúsibolla ákvað að stytta sér leið yfir hana og mig í gær, ég græddi kúlu á handlegginn en tölvan tapaði j takkanum og er með hálfbilað u.
Keli veit ekkert afhverju hann fær baneitruð augnaráð þennan morguninn, hann er alveg hissa á þessu.
Í gær ákvað maður að hætta sem verið hafði 49 ár á valdastóli. Hann segir sjálfur að hann sé búinn að lifa af 10 bandaríkjaforseta sem allir hafi með einum eða öðrum hætti reynt að drepa hann. Kalltuskan hann Fidel. Þetta leiðir auðvitað hugann að því hversu langt bna seilist í að ráða yfir öðrum þjóðum, þramma bara inn í önnur lönd og reyna að stúta viðkomandi forsetum.....
Verð að hætta hér, tölva með hrekki
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að lokinni árshátíð
18.2.2008 | 09:43
Árshátíðin var í gærkvöldi og var ágætlega heppnuð.
Það var heilmikið fjör.
Við fórum nú snemma heim, gamla settið, vorum komin heim klukkan 23.30
Kærar þakkir fyrir öll fallegu Himmaljósin, ég skrifa kannski meira síðar í dag. Ég er allt of nývöknuð núna til að geta hugsað !
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gáta og góða nótt og viðbót
16.2.2008 | 00:53
Sko þið sem lesið hérna vitið að ég er púslukelling..............
við að púsla nota ég auðvitað augun, hendurnar og eyrun..........
spurningin er ; til hvers nota ég eyrun ?
Góða nótt

Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Æj smá hlutir geta sett mann úr sambandi
15.2.2008 | 22:48
Steinar ætlaði að gera við engilinn hans Himma í kvöld. En vængirnir duttu í 2 stykki og okkur sýnist að engillinn hans sé ónýtur. Líklega er um frostskemmdir að ræða en ekki skemmdarverk. Hálf undarlegt að selja svona vöru sem þolir svo ekki að standa úti....æj þetta sló mig svolítið.
Ég þarf að finna nýjan engil fyrir englastrákinn minn. Vitið þið nokkuð um búðir sem selja svoleiðis ?
Og þá engla sem þola frost og kulda...
Uppáhaldsfrændi minn kom keyrandi sjálfur til mín áðan og ég bakaði pönnsur til hátíðabrigða. Hann Haukur minn er kominn með æfingaakstursleyfi. Hann ljómaði svo að það birti yfir öllu á Álftanesinu.
Hér á blogginu hef ég kynnst afar mörgum góðum einstaklingum en sú sem á alla aðdáun mína í dag er Ásdís. Hún hringdi inn í Bylgjuna til að leiðrétta skelfilega fyrirsögn Vikunnar sem hafði tekið viðtal við hana Birnu okkar (www.skralli.blog.is) Fyrirsögnin særði svo illa en Ásdís elskuleg með hjartað á réttum stað nú sem æfinlega kom á framfæri leiðréttingu í þeim þætti sem mest að hlustað á.
Ásdís hefur reynst mér afar vel, hún kom hingað til mín stuttu eftir andlát Himma og færði mér kerti. Ásdís mín, mér þykir ótrúlega vænt um þig
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
á skjálftavaktinni
15.2.2008 | 14:09
hér er trukkur að vesenast fram og til baka í götunni og voffar eru ekki sáttir við það. Öll ný hljóð í götunni valda háværum mótmælum á mínu heimili. Ég myndi ekki vilja vera sá morri sem kæmi í mína götu í vafasömum tilgangi.
Svo passa þeir af alefli bæði bakhúsin hjá mér, svo duglega stundum að íbúarnir sjálfir mega ekki hreyfa sig.
Það verður frumsýning á eftir, á hárinu. Nei ekki söngleiknum illarnir ykkar...hárinu á mér í vinnunni. Nú er að sjá hvort einhver kvartar yfir því að rótin er horfin,krullurnar og allt í einum lit, engar gráar strípur efst. Maður veit aldrei með kallana sem ég vinn með, undarlegir stundum hehehe
Nú er búið að dæma í Pólstjörnumálinu og fengu þeir þunga dóma. Ég myndi vilja sjá dómara nýta betur refsiheimildir í árásarmálum, nauðgunum og slíkum málum. Við getum ekki alltaf sagt svei þér við menn sem ganga um berjandi mann og annan.
Eins og ég sagði við mína krakka ; slæm hegðun hefur vondar afleiðingar.
Svo erum við með flóttamann á Íslandi, það er nýtt. Manni finnst það nú hálfgert æði að ætla að stinga -og allir þekkja mann í sjón.
Nú man ég ekki meira í bili.....
Með voff! kveðju.....
Bloggar | Breytt 21.9.2009 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)