Ég hef setið og horft á reykinn

bylgjast kolsvartan upp í loftið. Núna fyrst - klukkan rúmlega hálffimm, er hann að missa flugið. Þetta hefur tekið einhverja klukkutíma.

Ég veit ekki hvar ætti að hafa þessa starfsemi en ekki líst mér á að hafa hana þarna. Það kviknar varla í dekkjum af sjálfu sér, þarf ekki að loka þessu miklu betur af ?
Í þessu tilviki bjargar vindáttin heilmiklu ef ekki næstum öllu bara. Hefði verið norðanátt þá hefði meira að segja ég, astmakellingin, lent í veseni hér í vinnunni.

Þetta er ekkert venjulegur viðbjóður, gúmmíbrunafýla ...


mbl.is Eldur logar við Hringrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Ég þurfti að flýja út síðast þegar brann á heima Kleppsveg næst efstu blokk fyrir neðan Dalbraut....

En betra að það lá yfir það svæði en ekki gamlingjanna hjá Skjól og þeim megin...

Hrikalegt...

Halldór Jóhannsson, 12.7.2011 kl. 06:31

2 Smámynd: Ragnheiður

Já það er satt Halldór, þú tekur þessu eins og karlmenni :)

Ragnheiður , 12.7.2011 kl. 07:02

3 Smámynd: Kidda

Þetta er í annað sinn sem kviknar í þarna, síðast 2004 og eftir minni bestu vitund þá kviknar ekki af sjálfu sér í dekkjum. Baneitraður reykurinn sem kemur frá dekkjunum. Þeir hljóta að hafa sett upp öflugt eftirlitskerfi með myndavelum eftir síðasta bruna.

Kidda, 12.7.2011 kl. 09:31

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það varð rosalegur bruni þarna fyrir nokkrum árum og það er bara með hreinum ólíkindum að þetta skuli gerast aftur, þeir hafa greinilega ekki breytt vinnubrögðunum. Þetta hlýtur að hafa einhverja eftirmála, það getur ekki verið í lagi að safna upp svona eldsmat í haug, vitandi um lofttegundirnar sem gúmmíið gefur frá sér þegar það brennur

Margrét Birna Auðunsdóttir, 12.7.2011 kl. 11:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það hlýtur að vera tekið á þessu máli með almannaheill í huga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.7.2011 kl. 19:45

6 Smámynd: Kidda

Það er til dæmis bannað að safna upp dekkjastæðum við veggi á dekkjaverkstæðum. Það var kveikt einu sinni í dekkjum við verkstæðið sem pabbi átti einu sinni og þá munaði litlu að illa færi. Veit hins vegar ekki hvort þessu banni sé fylgt eftir.

Kidda, 14.7.2011 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband