Sitt sýnist hverjum

og þegar mér finnst Bjarni Ben loksins vera með bein í nefinu og kominn upp úr flokkshjólförunum þá fer Davíð á saumunum.

Ég er ekkert sérlega hrifin af þessu Icesave drasli. Ég er samt hrædd um að við sitjum uppi með það hvorteðer. Er þá ekki betra að taka það núna fyrst það er orðið viðráðanlegt ?

Ég las í kringum jólin bólina um Gunnar Thoroddssen og átökin í Sjálfstæðisflokknum þá. Hann var forsætisráðherra en ekki formaður síns flokks. Bókin er algerlega frábær og Guðni Th. takk fyrir frabært verk.

Sjálfstæðisflokkurinn er í einhverri krísu núna en ég hef þá trú að það muni bara standa tímabundið. Ég sé engan líklega formann í fljótu bragði ef gömlu mennirnir og harðlínuliðið vill fara að sparka Bjarna.

Ég er hinsvegar sammála BB í þessu máli.


að vera mál...

og þið sem þolið ekki kvart og kvein verðið bara að vera annarsstaðar..Tounge

Ég hef verið í miklu basli með sjálfa mig undanfarið. Svo miklu að ég var farin að efast stórlega um geðheilsuna - urrandi á Steinar sem allir vita sem þekkja , að er alger óþarfi. Mér hefur liðið skást heima með dýrunum - ein.

Ég hef nú oft daðrað við að vera þunglynd í gegnum æfina en aldrei viljað gefa því gaum. Nú var ég farin að hugsa að líklega væri ég lekin á það stig að þurfa að banka vesældarleg upp á á geðdeildinni áður en ég gerði eitthvað sem ekki væri hægt að taka aftur. Það er óásættanlegt !

Ég hef ekki komist neitt - varla druslast í búðir. Eina kvöldvöku í Bessastaðakirkju, hlustaði þar á gospelkór Jóns Vídalíns og þar leið mér vel.

Allan tímann hef ég brotið heilann um hvað sé eiginlega að mér...ég fór í sorgarhóp aðstandenda þeirra sem fremja sjálfsvíg og hafði gott af því, var það virkilega það sem braut mig niður ? Því trúði ég eiginlega ekki - hitti dásamlegt fólk sem var í þessum hræðilegu sporum. Verst að ég hafði mig ekki í síðasta skiptið og missti af þeim þar með..*dæs*

(þetta er nú meira vælið)

Í desember fór ég til gigtarlæknisins. Hann lét mig hafa nýtt lyf vegna þess að í reglum ráðuneytisins verður einstaklingur að prufa það lyf áður en gefið er út lyfjaskírteini fyrir lyfinu sem ég var á áður. Það lyf virkaði vel fyrir mig.

Aukaverkanir af nýja lyfinu eru næstum heil bók, ég las það allt. Ég tók það samviskusamlega samt.

Ein aukaverkunin er þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.

Í gær tók ég það ekki.

Í dag líður mér betur.

En ég er gigtarlyfjalaus. Það er vesen.

Það tók mig of langan tíma að átta mig á að ástæða þessar andlegu kramar var að ég var að taka inn meðal sem hentaði mér ekki.

 


að þurfa ekki að vita allt

og lifa samt ágætu lífi .

Þegar einhver hnýtir í mann, oftast gerist það nú á bakvið mann, og annar aðili heyrir. Sá kemur alveg bröndóttur í framan af hneykslun og færir manni ófögnuðinn á silfurfati. Þá fer maður að stama og reyna að réttlæta sjálfan sig -sprettur af sársaukanum sem hitt veldur. Stundum verður manni á að reyna að svara í sömu mynt. Það er alltaf frekar leiðinlegt.

Mín leið í þessu er afar einföld. Fólk er beðið um að koma ekki með baknagið til mín, þá heyri ég það ekki og verð sannarlega ekkert sár :)  Sá sem ætlaði að vera vondur við mig er kyrfilega afvopnaður.

Áramótaheit ; strengduð þið svoleiðis ?

Ég skil sko alveg hugsunina með nýtt ár, nýtt upphaf. Mér finnst ég alltaf byrja með  nýtt blað í upphafi árs. Svo er að vanda sig að teikna fallega á það.

Við erum að brasa við að leiðrétta verstu kaup sem við höfum gert. Fengum okkur heilan sturtuklefa í ágúst 2009. Hann er ónýtur eða meira og minna. Nú er næst að útbúa sturtu beint á gólfiðog við kíktum í Álfaborg ...þá var þar útsala. Gerðum fín kaup í flísum og ætlum að kaupa það sem upp á vantar smátt og smátt.

Tókuð þið eftir :minntist ekki á hund, ketti eða hænur í þessum pistli hahaha !


hvað skal það heita ?

Árið dagurinn tíminn ?

Nei held nú ekki.

Skaupið var þokkalegt - sérstaklega þótti mér ágætur "boðskapurinn" innrætingin eða hvað skal kalla það, að horfa bjartsýnn fram á veg ! Þið orðið þetta kannski skár í kommentunum.

En í gær var ég á heimleið, hafði verið að enda við að þvo saltið af bílnum mínum. Búandi hér við sjóinn þá er það segin saga að sjórokið getur verið svakalegt .En það sem ég ek, og alls ekki í hægðum mínum á nýskveruðum bíl, þá hlusta ég á Rás eitt (UPPÁHALDSÚTVARPSRÁSINA) og í loftið berst þáttur um Gísla á Uppsölum. Ég hlustaði heim, hljóp svo inn og hlustaði áfram ...

endilega reynið að ná honum á vef Rúv eða í endurflutningi.

Ég er grútfúl yfir að sjá ekki HM í handbolta. Held bara að þetta sé í fyrsta sinn sem ég missi af handboltalandsliðinu á stórmóti. Þetta er alveg glatað!!


Hugsað til baka

enda eru áramót á næsta leiti.

Mér finnst þau alltaf ímynd hins hreina, hreint blað, til að gera betur á en á síðasta blaðinu sem er orðið velkt og krotað.

Eins og þegar ég var barn að teikna og vildi sífellt nýtt blað þó það væri pláss eftir á hinu. Að byrja upp á nýtt skipti mig máli.

Þegar ég sit hér með hinn árvissa og síversnandi jólabjúg, þá er ég að hugsa um árið sem á sér bara örfáa daga enn.

Að mestu leyti hefur árið verið gott.

Gangan í réttu áttina með syninum hefur verið yndisleg. Við höfum átt ágætt ár fjölskyldan, við erum enn öll hér. Gæludýrin okkar hafa mesmegnis komið vel undan ári, misstum Refinn okkar í bílslysi og hananum Tóta var fargað.

Hér erum við þá gamla settið, með hundinn Kela, kettina Rómeó, TumaTígur og Dodda, hænurnar Skellu, Drífu, Toppu, Dúfu,Fífu, Spætu og Moldu. Molda slasaðist illa í haust og er enn að jafna sig, hún bjó lengi í þvottahúsinu en býr nú úti í kofa en samt einangruð í búri svo hún fái frið meðan hún grær alveg. Hinar venjast henni líka þannig og vonandi verður samkomulagið betra þegar hækkar sól.

Hænur eru nokkuð skemmtilegar, ég vissi það nú ekki fyrr.

Eitt af því sem ég er hvað ánægðust með á árinu er að við fórum í sorgarhóp, hópur fólk sem hefur misst í sjálfsvígum. Það hefur gert mér afar gott. Það er frábært. Ég hef rifið ofan af sorginni en mér finnst hún gróa betur saman á eftir.

Aldrei verður neitt samt og áður. Það er ljóst. En kannski gengur mér betur að lifa við breyttan veruleika nú þegar tíminn líður. Himmi dó 2007. Núna er 2011 að ganga í garð. Undarlegt hversu hratt tíminn líður þegar maður er orðinn fullorðinn.

Ég ætla ekki að hugsa lengra að þessu sinni og lýk þessu með að óska ykkur gleðilegs árs - komi ég ekki með slíka kveðju þegar nær dregur


Kæru vinir

Gleðileg jól og vonandi borðið þið sem mest og njótið samverustundanna með ykkar kærasta fólki í botn.

Það ætla ég að gera :)


Enda hringdi Brimborg

og ég á veðurteppta bremsudælu, toppiði það :)

Það gerir ekkert til og við bara reddum þessu þegar dæluræfillinn kemur úr flugvélinni.

Heppni að við vorum þó ekki að bíða vorskips. Hafið þið pælt í því hvernig allt var þá ? þegar varð að bíða skipaferða, strjálla, til að fá aðföng ? Bara bréf milli landa tók langan tíma. Núna sendir maður email...hviss...og það er bara komið svar um leið !

Það er gott að hugleiða á síðustu dögum aðventu 2010.

Reyna að finna gleðina og pússa sálarljósið sitt svo það lýsi mann sæmilega fram um veg og beinustu leið inn í árið 2011.

 


mbl.is Enn talsverðar tafir á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spennufall

en ég þarf þó að reyna að grafast fyrir um hvað ég á eftir að gera fyrir jólin.

Þrífa er áreiðanlega eitt.

Svo vantar eitthvað meira matarkyns..ekki mikið en eitthvað. Veit ekki einu sinni hvað ég hef í matinn núna, breyti til vegna eins sem hjá mér verður og þolir illa reykt og saltað.

En jæja, ég ætla allaveganna ekki að baka fyrir jólin. Himmi minn, kökukallinn minn, hann vildi kökur og svona fyrir jólin en núna er ekkert varið í það enda býr hér ekkert barn lengur til að hafa gaman með.

Æj...það varð svo mikið spennufall í dag þegar ég sótti strákinn, ég er bara alveg vindlaus...

En síðar - fólk, góða nótt


mannafælni en ekki kattafælni

Ég hef alltaf átt erfitt með að botna í fólki, almennt. Skipti mér frekar lítið af því þar með. En kettir og önnur dýr eru einmitt málið fyrir mig.

Það finnst mér vera góð samvera.

Stundum fá dýrin mín jólagjafir en ekki alltaf, fer svona eftir fjárhag :)

En mikið fannst mér erfitt að lesa fréttina á DV, hengi afrit af henni hér á eftir. Við vorum að hugsa um að láta dýralækni svæfa hana hjá okkur en þá átti það að kosta 9000 krónur !

Hér kemur fréttin. Hugsum um málleysingjana okkar á öllum árstímum ! þau launa það vel.

Níu kettir fundust í poka í Heiðmörk: Skildir eftir til að drepast

Pokanum með köttunum hafði verið komið fyrir í hraunsprungu í Heiðmörk.

Pokanum með köttunum hafði verið komið fyrir í hraunsprungu í Heiðmörk.

09:21 › 18. desember 2010

Maður sem var á gangi með hundinn sinn í Heiðmörk í fyrradag gekk fram á níu lifandi ketti sem hafði verið troðið í kartöflupoka. Hundurinn hans heyrði mjálmið í köttunum og vísaði honum á pokann sem hafði verið komið fyrir úti í hrauni. Það var augljóst að kettirnir höfðu verið skildir þar eftir til að drepast. Kettirnir eru frá þriggja mánaða og upp í eins árs. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Maðurinn tók kettina með sér heim og hafði samband við Kattholt sem tók við fimm þeirra en hann ætlar sjálfur að reyna að finna hinum fjórum heimili. Ef það tekst ekki fara þeir einnig í Kattholt.

Elín hjá Kattholti segir kettina ekki illa hirta en þeir séu mjög hvekktir. „Ef ég reyni að klappa þeim fara þau undan í flæmingi. Það er eins og þau hafi verið barin eða eitthvað. Ég veit ekki hvað hefur gengið á hjá þeim áður. Það er óhugnanlegt að vita til þess að fólk vinni svona myrkraverk," segir Elín í samtali við Fréttablaðið.

Hún segir svona mál koma upp nokkrum sinnum á ári og stundum séu kettir skildir eftir fyrir utan Kattholt nær dauða en lífi, og jafnvel dauðir. Elín segir óhungalegt að vita til þess að fólk geti unnið svona myrkraverk gagnvart dýrum.



Korter í jólin og...

hvað ?

Er fólk ekki almennt bara nokkuð rólegt yfir þessu ? búið að átta sig á að jólin komu 2008 , árið sem hrundi, árið eftir 2007.

Ég baka ekki fyrir jólin lengur nema eina köku, stríðstertuna. Tekur eina kvöldstund að baka hana. Annað kaupi ég bara...en ég reyni að kaupa lítið, maður hefur ekki gott af miklu bakkelsi ..

Líkur eru á að ég fái strák heim fyrir jólin, ég er mikið fegin. Þessi reynsla hefur gert mig mikið hugsi. Þetta er annar af alls þremur sonum sem situr í fangelsi..hvurslags eiginlega uppeldi hefur þetta verið ?

Fyrrum fangelsistjóri fór í mál þegar DV kallaði hann glæpamannaframleiðanda, ég ætti kannski að fara í mál líka ? Hver annar en ég ætti þann titil ?

Ég bara spyr...

Held áfram að skammast mín á aðventunni !

Njótið daganna, jólin koma samt !!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband