Sitt sýnist hverjum

og þegar mér finnst Bjarni Ben loksins vera með bein í nefinu og kominn upp úr flokkshjólförunum þá fer Davíð á saumunum.

Ég er ekkert sérlega hrifin af þessu Icesave drasli. Ég er samt hrædd um að við sitjum uppi með það hvorteðer. Er þá ekki betra að taka það núna fyrst það er orðið viðráðanlegt ?

Ég las í kringum jólin bólina um Gunnar Thoroddssen og átökin í Sjálfstæðisflokknum þá. Hann var forsætisráðherra en ekki formaður síns flokks. Bókin er algerlega frábær og Guðni Th. takk fyrir frabært verk.

Sjálfstæðisflokkurinn er í einhverri krísu núna en ég hef þá trú að það muni bara standa tímabundið. Ég sé engan líklega formann í fljótu bragði ef gömlu mennirnir og harðlínuliðið vill fara að sparka Bjarna.

Ég er hinsvegar sammála BB í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil hins vegar ekki semja heldur fara dómstólaleiðina, ég óttast mjög að hér hafi átt sér stað hrossakaup sem erfitt verður að fylgja eftir.  Vona bara að forsetinn stoppi þessa vitleysu.  Ekki það að ég er auðvitað með einhverja þórðargleði inn í mér með þessa upplausn í XD.  Mál til komið´.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.2.2011 kl. 00:38

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er eins og fólk hafi skipt um skoðun, bara afþví að núna er talað um lægri upphæðir sé allt í lagi að borga.  Mér finnst þetta ekki snúast um upphæðir, heldur prinsippið.  Það má aldrei þjóðnýta skuldir einkaaðila....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.2.2011 kl. 01:43

3 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst málið hafa bilað miklu fyrr. Erlendu hlutar bankanna áttu að vera undir eftirliti þar. Brjálaða ruglið sem var í kringum þetta áður er í raun upphafið, það má rekja þetta aftur til sölu ríkisbankanna gömlu.

Lesi maður bókina um Gunnar þá verður maður margs vísari um hvernig stjórnmál virka, eða virkuðu

Ragnheiður , 5.2.2011 kl. 01:56

4 identicon

Bjarni og Þorgerður eru ekki mínir menn á þingi.Ég er engan veginn ánægð með Bjarna .Mér líkar stundum við Davíð en alls ekki alltaf.Þekki ekkert af þessu fólki persónulega en líkar ekki við verkin þeirra sum hver.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband