Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Rosalega hlýtur að vera vont að lenda í þessu. Ég er með gas hér heima og finnst miklu betra að elda á gasi. Tekur mun minni tíma og svona.

Þarna hefur verið mikið lán að enginn meiddist

Þegar ég bjó á Snæfellsnesi þá fannst mér ég alltaf vera komin næstum heim þegar ég kom í Vegamót :) 

 

Vá ég er auli ! þetta eru alls ekkert Vegamót á Snæfellsnesi heldur Vegamót niðri í miðbæ Reykjavíkur. Ég læt þetta samt standa en með þessari klausu hér neðst. Maður verður að fá að vera auli stundum og ekkert verra að deila því með öðrum. 


mbl.is Kröftug gassprenging á Vegamótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott mynd

sem fylgir hér með.

Á maður að horfa eftir henni í einhverja sérstaka átt eða er hún núna alveg horfin í hvarf ?

Ég hef alltaf verið svolítið hrifin af stjörnum og geimnum þó að ég stefni nú ekki á neinar geimferðir. Þori það nú ekkert. 


mbl.is Panstarrs sást vel hér við land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru

sífellt fleiri sem bóka ferðir til að sjá norðurljósin.

Sumir spyrja að vísu klukkan hvað þau birtist - skilja ekki alveg fyrirbærið. Það er líka gaman að því :) 


mbl.is Dansandi norðurljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margir deila

hans skoðunum um að VG hafi villst af leið. 

Það er alveg greinilegt að það hefur gerst, bæði í Evrópumálinu og mörgum öðrum.

Eitt dæmið væri þá með aðkomu AGS - Steingrímur svoleiðis argaði yfir því á sínum tíma en vann svo þægur með þeim þegar hann var kominn í ríkisstjórn.

Mörg önnur dæmi mætti tína til en gullfiskaminnið er virkt hjá mér eins og sakir standa haha 


mbl.is Þorsteinn sagði sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er það ?

Mætti ekki taka þetta upp hér - af gefnu tilefni ?
mbl.is Þingmanni bannað að fara á barinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar eru besta fólk

og oftast er ég stolt af að tilheyra þeim.

Hrunið var þó undantekningin, drullan sem vall fram eftir það var ólýsanleg.

Þar virðist þó ekki bara um "útrásarvíkinga" að ræða. Eitthvað eru aðgerðir Seðlabanka í aðdraganda hruns undarlegar. 


mbl.is Góðviljaðir Íslendingar aðstoða Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

jæja

Það hefði þá ekki þýtt fyrir mig að sækja um djobbið, hrædd er ég um að mín skammarstrik hafi nú verið umtalsvert verri en þessi á sínum tíma.

 

Ég ætla heldur ekkert að lofa því að vera hætt að gera skammarstrik.

Gerði svoleiðis síðast í gær ! 


mbl.is Páfinn var mikill óþekktarormur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dásamlegar myndir

Svona ískaldar, kyrrar og fallegar.

Svona er oft hér heima í kringum miðnætti. 


mbl.is Dauðakyrrð í kvöldhúmi (myndir)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru þrjár

svona svakalega óhugnanlegar fréttir á mbl núna. Gerdrum málið og stúlka sem myrti nýfædda tvibura. 

 

Ég er alltaf svo þakklát þegar ég skil ekki svona fólk.

 

 


mbl.is Lét börnin smakka sæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hmm

Ég hefði bara aldrei flutt þangað.

Þetta er svipað og þegar fólk flytur við hliðina á álveri og berst svo fyrir að það fari.

Það væri betra að byggja ekki né flytja við hliðina á öskuhaugunum.

 

Oj hvað ég vildi ekki búa þarna í lyktinni

 

Svo getur vel verið að einhver áætlun sé um að flytja ruslahaugana, langtímaáætlun, ég veit það svo sem ekki. Hef ekki heyrt um það 


mbl.is Ólykt íbúum í Mosfellsbæ til ama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband