að læra af reynslunni

er eitt að því sniðugasta sem dýrategundin maður gerir. Sumir eru meir að segja svo snjallir að þeir læra af reynslu annarra. Það er þó því miður sjáldgæft.

Sjáið kettlinga til dæmis, þeir fæðast með basic kunnáttu. Svo fylgjast þeir með mömmu sinni og læra af henni.

Börn og unglingar gera þetta en bara upp að ákveðnum aldri. Þá þykjast þau vita allt og geta allt ...það leiðir oft til tómra vandamála. En svo kemur fólk útúr skýi hormóna og hroka. Og það eru oftast bestu árin í sambandi foreldra og barna.

Þetta gerist ekki alltaf svona. Sumir festast í viðjum fíknar og rugls sem veldur aftur hruni persónunnar, hún breytist í hálfgert skrímsli sem veður áfram, yfir allt og alla. Allt til að þjóna fíkn sinni sem hefur tekið yfir persónuleikann.

Slíkir einstaklingar svífast einskis og fara ekki eftir reglum samfélagsins né annarra. Þeir eru í raun sjúkir.

Það eru ekki mörg ár í að ég verði fimmtug. Hvern dag íhuga ég lærdóm verkanna og hvernig ég megi læra betur af lífinu. Reyni að lenda ekki sífellt í sömu gloppunum. Það gengur þó misvel enda er ég mannleg eins og aðrir. Manneskjur eru breyskar að þessu leyti. En hvern dag reyni ég.

En eina sem ég get gert er að leggja viðkomandi í hendur hins hæsta. Hann einn getur lagað þetta.

Ég sest bara á hliðarlínuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vel skrifað Ragga mín, maður spegúlerar oft í þessum málum. Kærleik :)

Ásdís Sigurðardóttir, 23.5.2011 kl. 14:21

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.5.2011 kl. 00:49

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm einmitt Ragga mín, þú átt ýmislegt eftir til að ná mér, sem er að verða 67 ára í haust, eða er það 66 who is counting Ég er annars komin á gott ról og eiginlega undrast hve ég er í raun og veru róleg yfir öllu sem er að hellast yfir mig.  Tek því bara með æðruleysi, ætli það sé ellin, viskan eða bara lærdómurinn.... veit það ekki.  En mér líður vel.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.5.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband