Kastljós, landlæknir og nýr lærdómur

Ég hef horft á Kastljósið alla vikuna, í gær að vísu slökkti ég þegar forstöðukona Stuðla fór að tauta um að það vantaði "góðu málin". Það er ekki verið að birta sigursögurnar - það er verið að sýna þann veruleika sem blasir við börnunum okkar sem eru sokkin í óþverrann. Það er alltaf einhver hluti þeirra sem næst ekki til baka. Bakvið hvern slíkan einstakling stendur stór fjölskylda sem aldrei gleymir sínu barni. Þetta eru þeirra raddir sem við erum að hlusta á.

Hitt er annað, það má alveg gera svo aðra röð með sigursögunum. Þær hafa bara einfaldlega ekki þessi miklu áhrif.

Landlæknir ( nú þarf ég að vanda mig) kom alveg skelfilega út úr þessu viðtali. Hann var í vörn enda hvernig ver maður kerfið ? Það fauk í mig þegar hann fór að tala um JAÐAR fólk. Þetta eru börn í vanda stödd - þau eru ekki jaðarfólk. Þau eiga foreldra og systkini sem elska þau. Þau eru ástvinir okkar. Við getum ekki verið með kerfi sem afskrifar suma sjúklingana.

Við þurfum að taka ábyrgð og finna lausnir sem virka. Ég heyrði um apótekaraaðferðina - held að það sé í Noregi. Fíkillinn kemur og fær dagsskammtinn undir eftirliti starfsfólks. Fer ekki með neitt með sér. Söluelimentið er þar með farið og dreifingin minnkar.

Bíllinn, frú Ragnheiður, hefur breytt líka heilmiklu. Hreinar nálar eru einmitt málið. Þá er mögulega hægt að fækka lifrarbólgu og alnæmissmitum. Ég hef ekki fyrr heyrt minnst á nokkra nöfnu mína sem ég er eins ánægð með.

Jóhannes Kr er baráttujaxl og fyrir hans tilstuðlan mun dóttir hans lifa með okkur hinum. Þessi fallega stúlka ...

Með hverjum aldri lærir maður nýtt. Síðan í vetur hef ég ekki verið eins og ég er vön. Ég er nú sjaldan fljót til læknis en lét mig hafa það núna í byrjun vors. Fékk þennan fína heilsugæslulækni sem skoðaði gömluna vel og vandaði sig heilmikið. Frábær læknir. Við komust að ákveðninni niðurstöðu og ég skottaðist til sérfræðings. Núna þarf ég að læra nýtt og það gengur ekki sérlega vel. Ég geng ekki nema nokkur skref þá er ég lafmóð. Ég ætla samt að troða mér í gönguferðir í sumar fyrir vestan. Ég skal. Ég þoli líka skelfing illa ilmvatn, rakspíra, svifryk, öskuryk og reykingar. Ég get ekki verið þar sem eitthvað af þessu er. Það eru líkur á að þetta dæmi mig til nánast einangrunar heima fyrir rest. Það eru vond örlög. Maður tekur sem sjálfsagðan hlut að geta trítlað um og verið í nánast hvaða aðstæðum sem er - en svo klikkar það.

Ég verð að viðurkenna að ég er kvíðin og sorgmædd yfir þessu. Mig langar ekki að vera svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kastljós já,ég hef grátið yfir þeim þáttum.Minn dáni sonur hefur ekki áður verið kallaður jaðarfólk.Hann er/var ekkert jaðarfólk.Ég trúði því að með nýjum landlækni mundu hlutir gerast.Ekki er ég lengur með neina trú á því þessi nýi landlæknir hafi neina löngun/vilja til að laga eða breyta neinu.Hann kom vægast sagt illa út.Eitt sinn kvartaði ég yfir lækni sem var valdur að krampa og dauða sonar míns,(húsband hnoðaði hann i gang).Niðurstaðan var að vesalings lækninum þótti þetta leiðinlegt,við vissum aldrei hvort það var ofskömmtunin eða kvörtunin sem honum þótti leiðinleg.Og málið dautt,læknirinn skrifar lyfseðla í dag eins og enginn sé morgundagurinn og gerir það óáreittur  Sorrí ræðuna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 22:08

2 identicon

Sammála þér að þátturinn með landlækni var alveg hörmulegur. Þetta mynnti mig á gömlu þættina með Vilmundi heitnum Gylfasyni, sem tók margan kerfiskallinn í gegn.

Apótekaraleiðin, sem íslenzkur lyfjafræðingur í Noregi benti á, á Stöð 2 á miðvikudaginn, er kjörin leið að prófa hér á landi. Landlæknir gat ekki bent á nein úrræði. Af hverju getum við ekki tileinkað okkur leiðir, sem gefist hafa vel í nágrannalöndunum? Mér finnst skipta máli, að byrja sem fyrst með þessa meðferðarleið hér, í stað þess að halda áfram að afhenda fíklum heilu morfínpakkana, sem þeir selja svo hluta af til saklausra ungmenna.

Steini (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 22:40

3 Smámynd: Kidda

Þoli ekki þegar fíklarnir eru dregnir í dilka og gefið í skyn að þau ásamt fjölskyldum séu jaðarfólk. Fíknin spyr ekki um stöðu í samfélaginu. Það eru allir í hættu að verða fíkill ef fólk prófar. Það veit enginn hvort viðkomandi verður fíkninni að bráð eða ekki. Landlæknir ætti að skammast sín fyrir viðtalið, hann kom skelfilega út úr því. Er svo alveg sammála með konuna frá Stuðlum

Vonandi kemur ekki til þess að þú einangrast heima við í framtíðinni. 

Kidda, 29.5.2011 kl. 08:51

4 Smámynd: Kidda

Knús og klús

Kidda, 29.5.2011 kl. 08:52

5 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir innlitin öll. Birna þetta er mál sem alltaf mun brenna á okkur og þú mátt skrifa að vild og lengd hér hjá mér.

Steini ég er alveg sammála þér með apótekaraleiðina, mér líst vel á hana. Hún er það eina sem ég hef heyrt um sem gæti í raun virkað

Sammála Kidda og klús til baka

Ragnheiður , 29.5.2011 kl. 14:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Guð hvað ég er sammála ykkur öllum.  Þetta er hræðileg veröld og ennþá hræðilegri yfirvöld sem kjósa að loka augum og "hugsa málið" Alveg sammála um norsku aðferðina. 

Knús Ragnheiður mín og láttu þér skána mæðin það er alveg rétt að göngutúrar auka manni þrek, farður bara stutt fyrst og smálengdu svo gönguna eftir því sem þú verður þolnari.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.5.2011 kl. 17:49

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er svo 100% sammála ykkur, fann einmitt til pirrings þegar kellan frá Stuðlum ætlaði að fara að tala um sigrana, eins og þú segir þá var ekkert verið að tala um það þarna, né gera lítið úr því, sumt fólk er svo (()=#%&(/% landlæknir var náttl bara /()#&$/&R og ekki orð um það meir, farðu vel með þig elskan mín, ég lofa að vera ekki með ilmvatn þegar ég kem til þín knús knús knús

Ásdís Sigurðardóttir, 31.5.2011 kl. 11:06

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gat ekki horft á þessa þætti. Það fór alveg með mig þegar gaurinn var að sprauta stelpuna í hálsinn í myrkrinu.

Dugleg varstu að drífa þig til læknis Var rannsakað af hverju þú ert mæðin? Getur verið að þú þjáist af járnskorti? Hvað ertu að læra nýtt?

Hrönn Sigurðardóttir, 31.5.2011 kl. 13:39

9 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Já Ragga     ég er í þessum hóp með Ilmvatn  og allan ilm

Og þetta kostar mörg tár að geta til dæmis ekki farið í jarðaför og kvatt

 góðan vin   eða  veislur eða sótt lyfin sín barnabarnið fermist á næsta ári

get ég verið í kirkju og veislunni Já þetta  heftar mig mikið

                   Gangi þér sem best

Valdís Skúladóttir, 31.5.2011 kl. 20:30

10 Smámynd: Ragnheiður

takk Ásthildur og Ásdís (takk fyrir að koma ekki með ilmvatn :) )

Hrönnsla ég tala við þig á spjallinu á facebook næst þegar ég verð vakandi á skikkanlegum tíma, nenni ekki að setja þetta hér

Þetta er erfitt Vallý, alveg andstyggilegt

Ragnheiður , 1.6.2011 kl. 03:28

11 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það var pínlegt að horfa á þetta viðtal við landlækni og ég sárvorkenndi honum - í alveg þrjár sekúndur - og þessi ummæli hans um jaðarfólk stungu mig illilega. Hann slapp bara alltof vel, spyrillinn hefði átt að reka hann upp að vegg og láta hann opinbera viðhorf sín gagnvart "jaðarfólkinu" Ég meina það, þetta virkilega sat í mér Fyrr á öldum var hópur fólks sem hafði engin mannréttindi, það mátti til dæmis nauðga útigangskonum án afleiðinga svo lengi sem þær urðu ekki óléttar, en við eigum nú að vera komin aðeins lengra en það, landlæknir hefur kannski ekki frétt af því

Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.6.2011 kl. 16:58

12 Smámynd: Ragnheiður

Nákvæmlega Bidda, fornaldarviðhorf.

Það er spurning um að senda kallinum klukku og dagatal

Ragnheiður , 4.6.2011 kl. 06:11

13 Smámynd: Inga María

Heija Norge..já ég fór inn í svona tjald þarna í Noregi þar sem fíklarnir komu með efni og fagfólk bkandaði og ég man hvað ég starði og hugsaði váá eins gott að efnið sé hreint!   Vona að heilsan komi við hjá þér en ég er að fara að byrja að hreyfa mig eftir nærri tveggja ára stopp...nb..reyna að byrja:)

kv

Inga María, 7.6.2011 kl. 23:43

14 Smámynd: Ragnheiður

Gangi þér vel Inga mín, ég hef trú á að þér takist það :)

Mér finnst þetta sem þú nefnir ekki eins aðlaðandi og hitt sem ég tala um - að þau komi í apótekið og fái lyfin afgreidd og innbyrt þar. En flest er samt betra en núverandi ástand.

Ragnheiður , 10.6.2011 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband