Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Réttlæti

hefur aldrei verið valkostur í alþjóðastjórnmálum.

Réttlæti er huglæg krafa af tilfinningasviðinu, væri til réttlæti þá hefðu bretar ekki skutlað yfir okkur hryðjuverkalögum á sínum tíma :S

Ég vildi óska að við yrðum ekki með lækkað lánshæfismat en geri mér litlar vonir um það.

Yfir og út


mbl.is Óréttlátt að lækka lánshæfi nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Mér finnst svona hreytingur ömurlegur. Hverjar sem hans skoðanir eru þá hefur hann sama rétt og þú á þeim.

Að hreyta svona slettum í fólk getur ekki talist merki um félagslegan þroska en gera verður kröfu um slíkan þroska á Alþingi.

Ég deili ekki skoðunum unga Dalabóndans. Staðfesta hans vekur þó upp vonir um að hið rótgróna flokkaveldi sé á undanhaldi.

 


mbl.is „Farið hefur fé betra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem máli skiptir í lífinu

er ýmislegt annað en þras, dægurþras.

Við skulum sameinast um að hugsa fallega til litlu vinkonunnar okkar, Þuríðar Örnu, og fjölskyldunnar hennar. Bæn mín er sú að þau fái góðar fréttir á þriðjudaginn.

Hér er kertasíðan hennar. Tökum smástund frá fyrir það sem skiptir mál.

 


spennandi april

og ég held bara að ég hafi aldrei beðið með eins mikilli eftirvæntingu eftir kosningum. Það kemur þó ekki til af góðu heldur er vandamálið hálfgert lúxusvandamál.

Ég er orðin svo hundleið á endalausum áróðri í kringum þetta Icesave !

Kannski eru sumir óákveðnir og þurfa áróður til að gera upp hug sinn eða hafa þörf fyrir að viðra skoðun sína vítt og breitt.

En ég hef löngu gert upp hug minn.

En svo má líka búast við miklu írafári og þrasi þegar úrslit liggja fyrir en það hlýtur að lagast fljótlega.

Í tilefni dagsins, kíkið á veðrið...dásamlegur morgun :)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband