spennandi april

og ég held bara að ég hafi aldrei beðið með eins mikilli eftirvæntingu eftir kosningum. Það kemur þó ekki til af góðu heldur er vandamálið hálfgert lúxusvandamál.

Ég er orðin svo hundleið á endalausum áróðri í kringum þetta Icesave !

Kannski eru sumir óákveðnir og þurfa áróður til að gera upp hug sinn eða hafa þörf fyrir að viðra skoðun sína vítt og breitt.

En ég hef löngu gert upp hug minn.

En svo má líka búast við miklu írafári og þrasi þegar úrslit liggja fyrir en það hlýtur að lagast fljótlega.

Í tilefni dagsins, kíkið á veðrið...dásamlegur morgun :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég er líka orðin hundleið á þessu Icesave og löngu búin að ákveða mig.  ég horfi líka núna út um gluggann og það er sól sól sól. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.4.2011 kl. 10:27

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er búin að ákveða mig og ég gleðst yfir veðrinu eins og þú og ætla út að labba. Hjartanskveðja og faðmlag til þín elsku Ragga mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2011 kl. 12:52

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég er fyrir löngu búin að akveða mig í því máli en knús og kram til þín Ragga mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 4.4.2011 kl. 20:45

4 Smámynd: Kidda

Ég ákvað mig um leið og þetta mál kom upp fyrst og mun ekki breyta þvi. Vonandi verður gott og fallegt veður á morgunn.

Kidda, 4.4.2011 kl. 22:19

5 identicon

Búin að kjósa og atkvæði á að vera komið í hús.Spennandi að sjá niðurstöðuna í þessu máli.Hér er yndislegt vor og við hjólum um í útlandinu og njótum lífsins.Hafðu það sem allra best kæra vinkona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2011 kl. 11:08

6 Smámynd: Sigrún Óskars

ég er næstum búin að ákveða mig - og er löngu búin að fá leið á þessu máli

knús yfir

Sigrún Óskars, 6.4.2011 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband