með hjarta úr steini og flensu

er hægt að vera dramatískari á mánudegi ?

Helgin ætlaði að vera svooooo góð. Við fórum í brúðkaup á laugardeginum og komum heim seint, eins og vera ber af svoleiðis tilefnum.

Á sunnudeginum vantaði kisustrákinn hann Rebba...Steinar tók rölt og fann hann ekki. Keli og Rómeó fóru með honum. Við skruppum á hundasýningu og þegar ég var að verða komin heim þá hringdi síminn minn. Nágrannakona mín lét mig vita að hún hefði keyrt á Rebbann deginum áður og væri með hann heima í kassa. Dýralæknirinn minn tók svo við greyinu, við náðum ekki að taka nógu djúpa gröf hér heima í garði.

Nú hef ég skannað allt sem mér kemur í hug og er að leita að kisustrák með loðna forfeður sem er tilbúinn að koma og eiga heima hjá mér og strákunum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Rebba verður saknað ég kveikti á kerti í gær og hugsaði til þín - þú átt alla mína samúð.

En af hverju er fyrirsögnin hjarta úr steini ??

Ég get allavega sagt og skrifað að þú Ragnheiður ert ekki með hjarta úr steini. Knús yfir  

Sigrún Óskars, 22.11.2010 kl. 18:08

2 Smámynd: Ragnheiður

Takk Sigrún mín, besti nágranni í heimi..mér fannst bara hjartað vera úr steini þegar ég skrifaði þetta. Sakna hans alveg hræðilega...

Hann var flottur kisi.

Anna okkar yndislega bloggvinkona, ætlar að færa mér nýjan kisa á morgun. Þú ferð bráðum að sjá lítinn bröndóttan strák að skottast milli húsanna

Ragnheiður , 22.11.2010 kl. 18:47

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2010 kl. 02:26

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.11.2010 kl. 10:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samúðarkveðjur Ragnheiður mín ég er enn að sakna Brands míns.  En sem betur fer er Snúður ennþá hjá okkur litla stýrið, sem er að verða stór. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 11:18

6 Smámynd: Kidda

Gott að þú ert að fá þér annan, samt koma ný gæludýr aldrei alveg í staðinn fyrir þau sem fyrir voru. Gæludýrin verða sem ein af fjölskyldunni.

Knús og klús

Kidda, 24.11.2010 kl. 16:12

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Samúðarkveðjur Ragga mín, þessi kríli okkar eru eins og börnin mans og er þau eldast þá skilja allir svo vel hvort annað.
Það er gott að þú ert að fá annan kisi

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2010 kl. 09:23

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dýrin eiga svo stóran sess í hjörtum okkar.  Skil söknduð þinn knús til ykkar

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband